Handbolti

Sjúkraþjálfarinn líka kominn með Covid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari er kominn í einangrun. Sonur hans, Elvar Örn, er einnig í einangrun hjá landsliðinu.
Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari er kominn í einangrun. Sonur hans, Elvar Örn, er einnig í einangrun hjá landsliðinu. mynd/hsí

Eins og við mátti búast komu því miður fleiri slæm tíðindi er herbúðum strákanna okkar í dag.

Nú var það Jón Birgir Guðmundsson sjúkraþjálfari sem greindist jákvæður í hraðprófi dagsins. Beðið er eftir niðurstöðu úr PCR-prófi.

Öll PCR-próf íslenska liðsins í gærkvöldi reyndust neikvæð og prófið hans Jóns var eina jákvæða hraðprófið í dag.

Fyrst smituðust Björgvin Páll Gústavsson, Elvar Örn Jónsson og Ólafur Andrés Guðmundsson. Í gær var svo komið að Aroni Pálmarssyni, Bjarka Má Elíssyni og Gísla Þorgeiri Kristjánssyni.

Í dag koma þeir Magnús Óli Magnússon og Vignir Stefánsson til móts við liðið og líklega þarf að hringja í fleiri miðað við ástandið sem komið er upp.


Tengdar fréttir

Greindist smitaður eftir leikinn við Ísland

Danski landsliðsmaðurinn Hans Lindberg, sem reyndar á íslenska foreldra, hefur greinst með kórónuveirusmit eftir leikinn við Ísland á EM í handbolta í gærkvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.