„Ósanngjarnt að við lendum í þessu“ Sindri Sverrisson skrifar 20. janúar 2022 22:37 Guðmundur Guðmundsson þurfti að bregðast við ótrúlegum skakkaföllum á síðastliðnum sólarhring, allt þar til að fáeinir klukkutímar voru til leiks. Getty/Sanjin Strukic „Þetta er búin að vera rússíbanareið og eiginlega sjokk. Vonbrigði. Þó að það sé ekki hægt að segja slíkt þá finnst manni líka ósanngjarnt að við lendum í þessu,“ segir Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari um síðastliðinn sólarhring og smitin sex sem greinst hafa í hans leikmannahópi. Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“ EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira
Íslenska landsliðið mætti til leiks í milliriðli í kvöld án sex lykilmanna sem duttu út eftir að hafa greinst með kórónuveirusmit, og tapaði fyrir Danmörku þrátt fyrir mjög góðan leik. Guðmundur segir íslenska hópinn hafa gert það sem hann gæti til að forðast smit en að handknattleikssamband Evrópu hafi ekki auðveldað málið með ákvörðun sinni um að mynda ekki sóttvarnabúbblu um liðin. „Aðallega sjokk og vonbrigði“ „Ég sjálfur er búinn að vera í einangrun síðan 18. desember, allt liðið saman í búbblu [á Íslandi] síðan 2. janúar, og búið að leggja óhemju mikið í þetta. Við erum með vönduðustu grímur á markaðnum, sprittuðum okkur… það er búið að gera svo margt til að koma í veg fyrir þetta. Mér finnst bara að við höfum lent í aðstæðum á þessu hóteli sem eru mjög illviðráðanlegar. Það var ekki búbbla, og það vissi EHF að yrði ekki og var bara samþykkt. Þar með erum við útsettir, þó að við reynum að passa okkur,“ segir Guðmundur. Klippa: Guðmundur eftir rússíbanareiðina á EM „Síðan erum við hér, 20 þúsund áhorfendur á móti Ungverjum, og maður veit náttúrulega aldrei hvaðan þetta kemur. Þegar við spiluðum við Hollendingana þá voru þeir búnir að vera með smit. Dómarinn í þeim leik var með smit eftir leikinn. Maður veit ekki hvaðan þetta kemur. En þetta er aðallega sjokk og vonbrigði,“ segir Guðmundur. „Ótrúlegur leikur hjá liðinu“ Hann kveðst afar ánægður með það hvernig íslenska liðið spjaraði sig í kvöld eftir áföllin sem á því hafa dunið. „Við erum búnir að vera að spila alveg ótrúlega vel, og héldum því áfram í dag að mínu mati. Þetta var ótrúlegur leikur hjá liðinu. Fjórtán leikmenn… Þetta er búið að vera mjög erfitt. Óvissan með Gísla var lengi framan af og ég vissi ekki endanlega hvernig liðið myndi líta út fyrr en sirka þremur, fjórum tímum fyrir leik. Þetta er búið að vera ansi erfitt en ég vil þakka drengjunum fyrir magnaða frammistöðu. Sóknarleikurinn í fyrri hálfleik var þannig að Danir réðu ekkert við okkur sóknarlega. Við vorum ekki nógu góðir varnarlega í fyrri hálfleik, ætluðum að vera þéttari en náðum því ekki fyrr en í seinni. Þá gerðu þeir aðeins ellefu mörk gegn okkur og það þarf nú töluvert til að ná því á móti Dönum, því þeir eru stórkostlegt sóknarlið. Þetta var vörnin sem ég ætlaði að spila allan leikinn og ég þurfti nú aðeins að byrsta mig í hálfleik til að fá þetta þéttar, og það tókst í seinni hálfleik. Munurinn er fjögur mörk en við misnotum fjögur dauðafæri úr horni, misnotum tvö víti. Þetta liggur þarna finnst mér. Það er stutt á milli,“ segir Guðmundur. „Vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni“ Hann óttast að fleiri smit muni greinast á næstunni: „Þetta er mjög óþægilegt að hafa þetta yfir sér. Við erum testaðir tvisvar í dag og svo aftur núna í kvöld. Þrjú test á einum degi og maður er farinn að kvíða fyrir hverju testi, en það vofir yfir okkur að það séu fleiri smit á leiðinni. Því miður gæti það orðið raunin en ég vona það besta. Þetta er gríðarleg óvissa og óþægilegt.“
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Sjá meira