Meat Loaf er látinn Atli Ísleifsson skrifar 21. janúar 2022 08:05 Meat Loaf í New York árið 2019. Getty Bandaríski rokkarinn og leikarinn Meat Loaf er látinn, 74 ára að aldri. Michael Green, umboðsmaður Meat Loaf til fjölda ára, staðfestir andlátið í samtali við Deadline. Hann lést í gær með eiginkonuna Deboruh sér við hlið. Ekki liggur fyrir hvað hafi dregið tónlistarmanninn til dauða en hann hafði um árabil glímt við bága heilsu. Tónlistarferill MeatLoaf, sem hét Michael Lee Aday réttu nafni, spannaði um sex áratugi, en hann seldi rúmlega 100 milljónir platna og birtist í rúmlega sextíu kvikmyndum. Platan Bat Out of Hell frá árinu 1977 er þannig ein af mest seldu plötum sögunnar. Þegar fyrrverandi lagasmiður Meat Loafs og náinn samstarfsmaður Jim Steinman, lést í apríl á síðasta ári skrifaði Meat Loaf: „Kem bráðum. Jimmy, bróðir minn. Fljúgðu, Jimmy, fljúgðu.“ Meat Loaf var þekktur fyrir eftirminnilegar sviðsframkomur. Hann sló aftur í gegn árið 1993 þegar hann gaf út plötuna Bat Out of Hell II þar sem var að finna dúndursmellinn I Would Do Anything for Love. Meðal annarra þekkta laga söngvarans má nefna Two Out Of Three Ain't bad, You Took the Words Right Out of My Mouth, More Than You Deserve og Dead Ringer For Love. Meat Loaf var sömuleiðis leikari og birtist meðal annars í myndinni Roadie fra 1979 og Crazy in Alabama og Fight Club frá árinu 1999. Hann kom einnig fram í fjölda sjónvarpsþátta, raunveruleikaþátta og Broadway-uppsetninga, þeirra á meðal Hair og Rocky Horror Show. Í myndinni The Rocky Horror Picture Show frá árinu 1975 fór Meat Loaf eftirminnilega með hlutverk Eddie. Bandaríkin Andlát Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart látinn Popp- og rokklagahöfundurinn Jim Steinman er látinn, 73 ára að aldri. Steinman samdi ógleymanleg lög eins og Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart. Tilkynning um andlátið var birt á Facebook síðu lagahöfundarins litríka. 21. apríl 2021 10:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Michael Green, umboðsmaður Meat Loaf til fjölda ára, staðfestir andlátið í samtali við Deadline. Hann lést í gær með eiginkonuna Deboruh sér við hlið. Ekki liggur fyrir hvað hafi dregið tónlistarmanninn til dauða en hann hafði um árabil glímt við bága heilsu. Tónlistarferill MeatLoaf, sem hét Michael Lee Aday réttu nafni, spannaði um sex áratugi, en hann seldi rúmlega 100 milljónir platna og birtist í rúmlega sextíu kvikmyndum. Platan Bat Out of Hell frá árinu 1977 er þannig ein af mest seldu plötum sögunnar. Þegar fyrrverandi lagasmiður Meat Loafs og náinn samstarfsmaður Jim Steinman, lést í apríl á síðasta ári skrifaði Meat Loaf: „Kem bráðum. Jimmy, bróðir minn. Fljúgðu, Jimmy, fljúgðu.“ Meat Loaf var þekktur fyrir eftirminnilegar sviðsframkomur. Hann sló aftur í gegn árið 1993 þegar hann gaf út plötuna Bat Out of Hell II þar sem var að finna dúndursmellinn I Would Do Anything for Love. Meðal annarra þekkta laga söngvarans má nefna Two Out Of Three Ain't bad, You Took the Words Right Out of My Mouth, More Than You Deserve og Dead Ringer For Love. Meat Loaf var sömuleiðis leikari og birtist meðal annars í myndinni Roadie fra 1979 og Crazy in Alabama og Fight Club frá árinu 1999. Hann kom einnig fram í fjölda sjónvarpsþátta, raunveruleikaþátta og Broadway-uppsetninga, þeirra á meðal Hair og Rocky Horror Show. Í myndinni The Rocky Horror Picture Show frá árinu 1975 fór Meat Loaf eftirminnilega með hlutverk Eddie.
Bandaríkin Andlát Bíó og sjónvarp Tónlist Tengdar fréttir Maðurinn á bak við Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart látinn Popp- og rokklagahöfundurinn Jim Steinman er látinn, 73 ára að aldri. Steinman samdi ógleymanleg lög eins og Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart. Tilkynning um andlátið var birt á Facebook síðu lagahöfundarins litríka. 21. apríl 2021 10:30 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Maðurinn á bak við Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart látinn Popp- og rokklagahöfundurinn Jim Steinman er látinn, 73 ára að aldri. Steinman samdi ógleymanleg lög eins og Bat Out of Hell og Total Eclipse of the Heart. Tilkynning um andlátið var birt á Facebook síðu lagahöfundarins litríka. 21. apríl 2021 10:30
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning