Óljóst hvort þöggunarsamningar haldi vatni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2022 07:00 Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður. Ljósmynd/Saga Sig Lögmaður segir ekki ljóst hvort „þöggunarsamningar“ haldi vatni fyrir dómstólum. Samningana þurfi að túlka í hvert skipti en lítið hefur verið fjallað um slíka samninga hér á landi. Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent