Óljóst hvort þöggunarsamningar haldi vatni Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2022 07:00 Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður. Ljósmynd/Saga Sig Lögmaður segir ekki ljóst hvort „þöggunarsamningar“ haldi vatni fyrir dómstólum. Samningana þurfi að túlka í hvert skipti en lítið hefur verið fjallað um slíka samninga hér á landi. Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug. Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Þöggunarsamningar, sem einnig hafa verið nefndir trúnaðarsamningar, hefur verið ætlað að koma í veg fyrir að þolendur kynferðisbrota greini frá þeim opinberlega. Mikið hefur verið fjallað um málið á Twitter og kvaðst Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi Ueno, ætla að aðstoða fólk sem hefur gengist undir slíka samninga. Áslaug Björgvinsdóttir lögmaður segir í samtali við fréttastofu að líklegt sé að slíkir samningar séu andstæðir góðu siðferði og þar af leiðandi ógildanlegir. Það sé þó túlkunaratriði í hvert sinn og þyrfti því að leggja efnislegt mat á einstaka samninga eins og þeir liggja fyrir. „Það þekkist að það sé hægt að ógilda samninga. Það er alls konar nauðung eða misneyting, eða annað eins og að samningur fer gegn lögum og siðferði. Ég get hins vegar ekki tjáð mig sérstaklega um samningana sem slíka. Það er ekki útilokað að einhverjir þeirra standist ekki,“ segir Áslaug og bætir við að efni samnings og jafnvel ytri aðstæður gætu spilað inn í matið. Miskabætur skammarlega lágar Áslaug segir ekki útilokað að þolendur sjái sig tilneydda til að skrifa undir þöggunarsamninga, óháð því hvort þeir séu í raun lögmætir sem slíkir. Miskabætur í kynferðisbrotamálum séu skammarlega lágar og þolendur treysti sér jafnvel ekki til að fara í gegnum réttarvörslukerfið sem oft bregðist. Áslaug nefnir aftur óskrifaða grundvallarreglu íslensks samningaréttar um að samningar sem séu andstæðir „lögum og siðferði“ séu ógildanlegir. Það geti átt við um þöggunarsamninga en hún ítrekar þó að það megi ekki slá því föstu að samningarnir séu fullkomlega ólögmætir eða ógildanlegir í hvert sinn. „Ef það væri ákvæði í lögum félags um að félagsmenn þyrftu að sæta líkamlegum refsingum og mættu ekki bera þær ákvarðanir undir dómstóla væru þau ákvæði til dæmis ógild,“ segir Áslaug og bendir á að þöggunarsamningar í þessu samhengi gætu verið á gráu svæði. „Það er ekki hægt að fullyrða að þeir séu 100 prósent lögmætir og ekki heldur að þeir séu 100 prósent ólögmætir. Þar skipta máli aðstæður og efni. Ég er til dæmis ekki viss um að það standist að gera samning um að það megi ekki bera samninginn undir neinn, þar á meðal dómstóla,“ segir Áslaug.
Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla Sjá meira
Vill hjálpa fólki að losna undan þöggunarsamningum Haraldur Þorleifsson, stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, hyggst aðstoða fólk sem hefur skrifað undir „þöggunarsamninga“ í tengslum við kynferðisbrot. 19. janúar 2022 17:49