Curry svarar þeim sem segja hann hafa eyðilagt körfuboltann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2022 15:01 Stephen Curry í leik Golden State Warriors og Detroit Pistons þar sem hann skoraði átján stig. epa/JOHN G. MABANGLO Stephen Curry hefur litlar áhyggjur af umkvörtunum þeirra sem segja að hann hafi eyðilagt körfuboltann með leikstíl sínum. Curry er einn af áhrifamestu körfuboltamönnum allra tíma en hann er nokkurs konar andlit þriggja stiga byltingarinnar sem hefur yfirtekið NBA-deildina á undanförnum árum. Ekki eru þó allir sáttir með þessa breytingu á leiknum, sérstaklega ekki þeir eldri og íhaldssamari. „Stundum er ég merktur í einhverjar færslur á samfélagsmiðlum þar sem ég er sagður hafa skemmt leikinn,“ sagði Curry í viðtali við The Athletic. „Allir sem vita eitthvað um körfubolta vita hvar ég stend í þeim málum. Þetta er frábær leið til að spila leikinn. Þetta opnar fyrir sköpunarkraftinn. Allir elska að skjóta. En þú getur ekki sleppt æfingunum og allri vinnunni sem ég og allir á þessu getustigi hafa lagt í þetta. Ekki sleppa því. Þetta er skemmtileg leið til að spila og það er frábært að vita allir finna tengingu við hana.“ Curry kippir sér lítið upp við gagnrýnisraddirnar. „Fólk mun bulla. Hatur, ást, gagnrýni og fögnuður. Allt þetta. Þess vegna stend ég keikur.“ Curry sló met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA í síðasta mánuði. Hann hefur alls sett niður 3024 þrista á ferlinum í 7040 tilraunum. Það gerir 43 prósent nýtingu. Hinn 33 ára Curry er með 26,3 stig að meðaltali í leik í vetur en hefur ekki verið með verri þriggja stiga nýtingu síðan hann kom inn í NBA-deildina 2009, eða 38,4 prósent. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Tengdar fréttir Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Curry er einn af áhrifamestu körfuboltamönnum allra tíma en hann er nokkurs konar andlit þriggja stiga byltingarinnar sem hefur yfirtekið NBA-deildina á undanförnum árum. Ekki eru þó allir sáttir með þessa breytingu á leiknum, sérstaklega ekki þeir eldri og íhaldssamari. „Stundum er ég merktur í einhverjar færslur á samfélagsmiðlum þar sem ég er sagður hafa skemmt leikinn,“ sagði Curry í viðtali við The Athletic. „Allir sem vita eitthvað um körfubolta vita hvar ég stend í þeim málum. Þetta er frábær leið til að spila leikinn. Þetta opnar fyrir sköpunarkraftinn. Allir elska að skjóta. En þú getur ekki sleppt æfingunum og allri vinnunni sem ég og allir á þessu getustigi hafa lagt í þetta. Ekki sleppa því. Þetta er skemmtileg leið til að spila og það er frábært að vita allir finna tengingu við hana.“ Curry kippir sér lítið upp við gagnrýnisraddirnar. „Fólk mun bulla. Hatur, ást, gagnrýni og fögnuður. Allt þetta. Þess vegna stend ég keikur.“ Curry sló met Rays Allen yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA í síðasta mánuði. Hann hefur alls sett niður 3024 þrista á ferlinum í 7040 tilraunum. Það gerir 43 prósent nýtingu. Hinn 33 ára Curry er með 26,3 stig að meðaltali í leik í vetur en hefur ekki verið með verri þriggja stiga nýtingu síðan hann kom inn í NBA-deildina 2009, eða 38,4 prósent. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Tengdar fréttir Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Sjá meira
Skvettubræður komu Golden State aftur á sigurbraut Golden State Warriors komst aftur á sigurbraut í NBA-deildinni í körfubolta þegar liðið lagði Detroit Pistons að velli í nótt, 102-86. 19. janúar 2022 08:01