Stríðsmennirnir tömdu Nautin og Morant mátti sín lítils gegn Dončić Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. janúar 2022 10:01 Leikmenn Chicago Bulls eyddu nóttinni í eltingaleik við Stephen Curry og félagar í Golden State Warriors. Stacy Revere/Getty Images Alls fóru níu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þar ber helst að nefna stórsigur Golden State Warriors á Chicago Bulls sem og stórsigur Dallas Mavericks á Memphis Grizzlies. Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira
Eftir að hafa tapað fjórum af síðustu fimm leikjum sínum var komið að skuldadögum hjá stríðsmönnunum í Golden State. Þeir tóku topplið Austurdeildarinnar og völtuðu hreinlega yfir það í nótt. Leikurinn var aldrei spennandi og var svo gott sem búinn í hálfleik, staðan þá 78-47 Golden State í vil. Fór það svo að GSW vann leikinn með 42 stiga mun, lokatölur 138-96. Það hefur munað um minna hjá Chicago að Zach LaVine fór meiddur af velli snemma leiks. Liðið því án Alex Caruso og LaVine í nótt og reyndist það of stór biti. Stigahæstur Nautanna var Coby White með 20 stig en Nikola Vučević kom þar á eftir með 19 stig og 14 fráköst. The rookie was cooking tonight @JonathanKuming6 leads the game in scoring with 25 PTS on 10-of-12 shooting to lift the @warriors to the huge win! pic.twitter.com/GrmiFr22Ab— NBA (@NBA) January 15, 2022 Hjá Golden State var nýliðinn Jonathan Kuminga stigahæstur með 25 stig en þar á eftir komu Jordan Poole með 22, Andrew Wiggns með 21 og Stephen Curry með 19 stig. Skógarbirnirnir frá Memphis hafa verið á góðu róli undanfarin og eiga það hinum stórkostlega Ja Morant að þakka. Hann átti hins vegar ekki roð í Slóvenann Luka Dončić í nótt er Memphis tapaði með 27 stiga mun fyrir Dallas, lokatölur 85-112. Luka gets fancy for his 40th career triple-double @dallasmavs x #PhantomCam pic.twitter.com/FW3IQnR5E5— NBA (@NBA) January 15, 2022 Ólíkt hinum stórleik næturinnar var þessi jafn og spennandi framan af. Memphis leiddi í hálfleik, 55-50. Í síðari hálfleik hrundi hins vegar leikur þeirra og liðið skoraði aðeins 30 stig á meðan sóknarleikur Dallas blómstraði. Dončić endaði leikinn með tvöfalda þrennu, hann skoraði 27 stig, tók 12 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Var þetta 40. þrenna Dončić á ferlinum. Ja Morant endaði með 19 stig, fimm fráköst og átta stoðsendingar. @luka7doncic drops 27 PTS, 12 REB and 10 AST for his 40th career triple-double in the @dallasmavs W! pic.twitter.com/dUzDuVXpLd— NBA (@NBA) January 15, 2022 Devin Booker skoraði 35 stig er Sólirnar frá Phoenix unnu Indiana Pacers sannfærandi, 112-94. Tyler Herro skoraði 24 stig og Jimmy Butler bætti við 23 ásamt 10 stoðsendingum er Miami Heat vann sex stiga sigur á Atlanta Hawks, 124-118. Trae Young með 24 stig í liði Hawks. Þá skoraði Joel Embiid 25 stig og tók 13 fráköst í góðum sigri Philadelphia 76ers á Boston Celtics. Jaylen Brown stigahæstur hjá Celtics með 21 stig á meðan Jayson Tatum skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Önnur úrslit Charlotte Hornets 109-116 Orlando Magic Detroit Pistons 103-87 Toronto Raptors San Antonio Spurs 109-114 Cleveland Cavaliers Sacramento Kings 126-114 Houston Rockets NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport „Eins og Ísland en bara enn betra“ Fótbolti Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Íslenski boltinn Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Fótbolti Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Enski boltinn Sigurbjörn gæti snúið aftur til starfa: „Það kemur bara í ljós á næstu dögum“ Sport Fleiri fréttir Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Sjá meira