Handbolti

Twitter: „Ekkert fal­legra en Aron Pálmars­son í þessum gír“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron átti góðan leik í kvöld.
Aron átti góðan leik í kvöld. Sanjin Strukic/Getty Images

Ísland hóf EM á frábærum fjögurra marka sigri gegn Portúgal, lokatölur 28-24. Twitter-samfélagið fór að venju mikinn og glatt á hjalla í kvöld.

Það var mikil spenna í mannskapnum fyrir leik kvöldsins. Það er hjá öllum nema einum.

Ísland hóf leikinn af krafti og var fjórum mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 14-10.

Áfram hélt veislan í síðari hálfleik og eðlilega voru allir sáttir að leikslokum enda vann Ísland leikinn með fjögurra marka mun.


Tengdar fréttir

„Vorum með á­kveðið plan sem við fylgdum eftir“

„Hún er frábær. Þetta var rosalega vel útfærður leikur hjá strákunum. Hann fór í raun alveg eins og við vorum búnir að planleggja,“ sagði hæstánægður Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, um tilfinninguna að loknum frábærum fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta.

„Vorum aldrei að fara að tapa þessu“

„Þetta var rock solid frammistaða hjá okkur. Í vörn og sókn. Við hikstuðum kannski smá þegar þeir fóru í 5-1 vörn. Ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði fyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Portúgal á EM í kvöld.

Ýmir: Kveikir í mér að sjá þá pirraða og tuðandi

„Við fengum langan tíma í þennan undirbúning svo við vissum alveg – höfum spilað við þá áður – að þeir voru að fara svæfa okkur. Byrja rólega, klippa inn hornin, ekkert að gerast, svo kemur kerfið og vona að við séum komnir á hælana og svo kemur árásin,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, um mótherja Íslands á EM í handbolta í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.