Handbolti

Ýmir: Kveikir í mér að sjá þá pirraða og tuðandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ýmir Örn fagnar.
Ýmir Örn fagnar. Getty Images

„Við fengum langan tíma í þennan undirbúning svo við vissum alveg – höfum spilað við þá áður – að þeir voru að fara svæfa okkur. Byrja rólega, klippa inn hornin, ekkert að gerast, svo kemur kerfið og vona að við séum komnir á hælana og svo kemur árásin,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, um mótherja Íslands á EM í handbolta í kvöld.

Ýmir Örn stóð að venju vaktina í miðri vörn Íslands og fékk því heldur betur að finna fyrir stóru skrokkunum í portúgalska liðinu. Það kom þó ekki að sök þar sem Ísland vann góðan fjögurra marka sigur og svo virðist sem Ýmir Örn njóti þess að spila leiki eins og í kvöld.

„Við vorum tilbúnir og fannst við halda fókus vel. Vorum í smá basli í byrjun með línumennina en náðum aðeins að þetta okkur betur og fannst það skila sér.“

„Fengum reyndar ekki að sýna það sem við ætluðum að gera, okkur gekk það vel í sex núll varnarleiknum en hún var frábær. Vorum að lesa þetta vel, allar þessu litlu hreyfingar sem skipta svo miklu máli í sjö á sex voru frábærar. Þeir voru að fara inn úr þeim færum sem við vildum, markmennirnir voru að standa við það að taka þau færi svo þetta var bara frábært,“ sagði Ýmir Örn um varnarleik Íslands en Guðmundur Guðmundsson ræddi einmitt hversu rosalega öflugt portúgalska liðið er í sóknarstöðunni sjö á sex.

„Mér leiðast þau ekkert. Þeir voru farnir að tuða og orðnir aðeins pirraðir, það kveikir meira í manni. Þá er alltaf skemmtilegt að æsa aðeins meira, það er ekkert verra,“ sagði Ýmir Örn brosandi að lokum varðandi átök leiksins.

Klippa: Ýmir Örn eftir leikinn gegn Portúgal

Tengdar fréttir

Við vorum með á­kveðið plan sem við fylgdum eftir

„Hún er frábær. Þetta var rosalega vel útfærður leikur hjá strákunum. Hann fór í raun alveg eins og við vorum búnir að planleggja,“ sagði hæstánægður Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, um tilfinninguna að loknum frábærum fjögurra marka sigri Íslands á Portúgal í fyrsta leik liðsins á EM í handbolta.

„Vorum aldrei að fara að tapa þessu“

„Þetta var rock solid frammistaða hjá okkur. Í vörn og sókn. Við hikstuðum kannski smá þegar þeir fóru í 5-1 vörn. Ég er mjög sáttur með þetta,“ sagði fyrirliðinn Aron Pálmarsson eftir sigurinn gegn Portúgal á EM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×