Baldur: Allt Sauðárkrókssamfélagið þarf bara að halda haus Árni Gísli Magnússon skrifar 10. janúar 2022 21:55 Baldur Þór Ragnarsson var ánægður með sigur sinna manna í kvöld. vísir/bára Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var fyrst og fremst ánægður með að lið hans væri aftur farið að spila körfubolta eftir 25 daga frí vegna covid-smita innan liðsins eftir að lið hans hafði sigur á Þór Akureyri, 91-103, í Höllinni á Akureyri í kvöld. Leikurinn var jafn framan af en Stólarnir settu í fluggírinn í fjórða leikhluta og kláruðu leikinn fagmannlega. „Ánægður með að sigra leikinn. Við vorum í vandræðum með að stoppa þá allan tímann og þeir voru áræðnir að sækja á okkur en við vorum áræðnir á móti og erum að sækja mikið á körfuna og skjótum 34 vítum í leiknum sem þýðir að liðið hafi verið áræðið.” Tindastóll hafði fyrir leikinn í dag ekki spilað leik í 25 daga en þá tapaði liðið heima fyrir Þór Þorlákshöfn með 43 stigum. Hvernig var leikplanið í dag eftir svona langt stopp? „Það var aðallega að hafa gaman að því að spila körfu, af því að þegar þú lendir í þessu stoppi og búið að vera erfitt og svona, þá viltu finna gleðina þannig að það var fókusinn.” „Þú vilt bara spila strax aftur leik eftir svoleiðis frammistöðu. Jólin alveg tóku í að taka þennan leik og svo beint í sóttkví þannig það er bara bjart framundan”, sagði Baldur ennfremur varðandi þetta covid-stopp hjá Tindastóli. Javon Bess endaði með 34 stig og Taiwo Badmus með 30 stig og voru þeir langbestu menn Stólanna í kvöld. „Þetta kom svolítið upp í hendurnar á þeim. Mér fannst Pétur og Sigtryggur gera vel í að hreyfa boltann og við vorum áræðnir en samt svona boltahreyfing og bara gekk vel að brjóta teiginn þeirra þannig það var bara flott að þeir hafi verið að skora.” Thomas Massamba er farinn til síns heima og spilar ekki meira með Tindastóli. Baldur segir að þeir hafi einfaldlega verið að skipta honum út fyrir annan leikmann. En liðið hefur nú þegar samið við króatann Zoran Vrkic sem er 203 cm á hæð og reynslumikill enda orðinn 34 ára gamall. „Við erum búnir að bæta við okkur stærri manni og áfram með lífið”. “Zoran er kominn með leikheimild og verður með í næsta leik. Hann kemur með reynslu inn í þetta, er fæddur 87 og búinn að spila í efstu deild á Spáni, efstu deild í Grikklandi og bara búinn að spila á mörgum stöðum og kann leikinn. Hann er svona ‘stretch fjarki’ þannig hann á að geta opnað gólfið okkar og svo náttúrulega bara stór líkami sem hjálpar líka í þessari deild.” Næsti leikur er strax á föstudaginn við Val en þeim leik var einnig frestað um daginn. Baldur er spenntur fyrir næstu leikjum. „Við þurfum leiki og þótt við hikstum eitthvað eftir að hafa verið í þessum covid veikindum og allt að þá þurfum við að spila og koma okkur í gegnum hindrunina og halda áfram og bara allt Sauðarkrókssamfélagið þarf bara að halda haus, þannig er það bara. Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. 10. janúar 2022 22:23 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
„Ánægður með að sigra leikinn. Við vorum í vandræðum með að stoppa þá allan tímann og þeir voru áræðnir að sækja á okkur en við vorum áræðnir á móti og erum að sækja mikið á körfuna og skjótum 34 vítum í leiknum sem þýðir að liðið hafi verið áræðið.” Tindastóll hafði fyrir leikinn í dag ekki spilað leik í 25 daga en þá tapaði liðið heima fyrir Þór Þorlákshöfn með 43 stigum. Hvernig var leikplanið í dag eftir svona langt stopp? „Það var aðallega að hafa gaman að því að spila körfu, af því að þegar þú lendir í þessu stoppi og búið að vera erfitt og svona, þá viltu finna gleðina þannig að það var fókusinn.” „Þú vilt bara spila strax aftur leik eftir svoleiðis frammistöðu. Jólin alveg tóku í að taka þennan leik og svo beint í sóttkví þannig það er bara bjart framundan”, sagði Baldur ennfremur varðandi þetta covid-stopp hjá Tindastóli. Javon Bess endaði með 34 stig og Taiwo Badmus með 30 stig og voru þeir langbestu menn Stólanna í kvöld. „Þetta kom svolítið upp í hendurnar á þeim. Mér fannst Pétur og Sigtryggur gera vel í að hreyfa boltann og við vorum áræðnir en samt svona boltahreyfing og bara gekk vel að brjóta teiginn þeirra þannig það var bara flott að þeir hafi verið að skora.” Thomas Massamba er farinn til síns heima og spilar ekki meira með Tindastóli. Baldur segir að þeir hafi einfaldlega verið að skipta honum út fyrir annan leikmann. En liðið hefur nú þegar samið við króatann Zoran Vrkic sem er 203 cm á hæð og reynslumikill enda orðinn 34 ára gamall. „Við erum búnir að bæta við okkur stærri manni og áfram með lífið”. “Zoran er kominn með leikheimild og verður með í næsta leik. Hann kemur með reynslu inn í þetta, er fæddur 87 og búinn að spila í efstu deild á Spáni, efstu deild í Grikklandi og bara búinn að spila á mörgum stöðum og kann leikinn. Hann er svona ‘stretch fjarki’ þannig hann á að geta opnað gólfið okkar og svo náttúrulega bara stór líkami sem hjálpar líka í þessari deild.” Næsti leikur er strax á föstudaginn við Val en þeim leik var einnig frestað um daginn. Baldur er spenntur fyrir næstu leikjum. „Við þurfum leiki og þótt við hikstum eitthvað eftir að hafa verið í þessum covid veikindum og allt að þá þurfum við að spila og koma okkur í gegnum hindrunina og halda áfram og bara allt Sauðarkrókssamfélagið þarf bara að halda haus, þannig er það bara.
Subway-deild karla Tindastóll Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. 10. janúar 2022 22:23 Mest lesið Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Enski boltinn Þurfa að breyta leiðinni í Tour de France vegna smitfaraldurs Sport „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Íslenski boltinn Andrea Rán semur við FH Íslenski boltinn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Íslenski boltinn Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - Tindastóll 91-103 | Stólarnir kipptu Þórsurum niður á jörðina eftir fyrsta sigurinn Þórsarar unnu loksins sinn fyrsta sigur á tímabilinu í seinustu umferð en þurftu að sætta sig við 12 stiga tap gegn Tindastól í norðurlandsslag í kvöld, 91-103. 10. janúar 2022 22:23