Hápunktur ársins hjá Anníe Mist var ekki bronsið á heimsleikunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2022 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist sem hélt upp á eins árs afmælið sitt í ágúst. Instagram/@anniethorisdottir Þú hefðir reitt Anníe Mist Þórisdóttur til reiði ef þú hefðir í upphafi árs talið upp fyrir hana það sem hún svo afrekaði á árinu 2021. Svo mögnuð var endurkoma okkar konu að hún hefði ekki sætt sig við slíkar væntingar fyrir tólf mánuðum síðan. Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Sjá meira
Anníe Mist fór yfir árið 2021 í pistli á samfélagsmiðlum sínum um áramótin og þar kemur kannski mörgum mest á óvart að besta stundin hennar á árinu var ekki á heimsleikunum í Madison í ágúst. „Ég er hrifin af því að horfa aðeins til baka í lok ársins og það gerðist svo sannarlega mikið hjá mér á árinu,“ skrifaði Anníe Mist. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ég hefði ekki getað ímyndað mér þetta í upphafi ársins og ef þú hefði sagt mér að þetta væri möguleiki þá hefði ég orðið reið við þig fyrir að setja mér óraunhæfar væntingar,“ skrifaði Anníe. „Ég átti vissulega erfitt, grét og lagði mjög mikið á mig. Allt þetta á kostnað þess að eyða tíma með dóttur minni og það kallaði líka á samviskubit. Á sama tíma upplifði ég svo ótrúlega hluti í mínu lífi og í kringum mig,“ skrifaði Anníe. „Þegar ég horfi til baka þá var hápunktur minn á árinu þegar ég keppti á Rogue Invitational mótinu,“ skrifaði Anníe en það kemur örugglega mörgum á óvart þar sem Anníe komst á verðlaunapall á sjálfum heimsleikunum í haust. Hún náði hins vegar silfurverðlaununum á Rogue mótinu eftir harða baráttu um gullið við heimsmeistaranna ósigrandi Tiu-Clair Toomey. „Já ég náði þriðja sætinu á heimsleikunum og ein af eftirminnilegustu stund ársins var í Madison,“ skrifaði Anníe en það sló ekki út þegar hún keppti aftur nokkrum mánuðum seinna. „Að fá að vera með fjölskylduna mína með mér í Texas, foreldra mína, dóttur mína og Frederik Ægidius, öll að hvetja mig áfram á pöllunum, gerði þessa þrjá daga svo heillandi,“ skrifaði Anníe um Rogue Invitational mótið sem fór fram í lok október. „Við fáum að upplifa marga hluti í lífinu en að hafa fólkið þitt þér við hlið þegar þú upplifir þá, hápunktana og lágpunktana, mótlætið og velgengnina, er það sem þetta snýst um,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Íslenski boltinn „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Sport Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Fótbolti „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Fótbolti „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Fótbolti Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Enski boltinn Rifust um olnbogaskot Drungilas Körfubolti Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Fótbolti Fleiri fréttir Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Þór/KA - Fram | Úrslitaleikur um Forsetabikarinn Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Rifust um olnbogaskot Drungilas Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? „Ég var mjög leið og bara ótrúlega vonsvikin“ Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Sjá meira