Hvers virði eru Samtökin ‘78? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 16. desember 2021 08:00 Ungmenni sem vill kynnast öðrum hinsegin ungmennum. Nemandi að skrifa lokaritgerð um hinsegin málefni. Ungt samkynja par sem flúið hefur ofbeldi og útskúfun í heimalandi sínu. Sveitarfélag sem vill stuðla að þekkingu á hinsegin málefnum hjá starfsfólki. Foreldrar barns sem var að koma út úr skápnum. Eldri hommi sem vill bara spjalla. Íþróttafélag sem þarf fræðslu. Intersex manneskja sem þarf sálrænan stuðning. Blaðamaður að skrifa grein um stöðu hinsegin fólks í Ungverjalandi. Skólastjóri sem stendur ráðþrota gagnvart fordómafullu andrúmslofti meðal nemenda. Trans manneskja sem þarf að kæra mismunun. Stéttarfélag sem ætlar að uppfæra eyðublöð samkvæmt lögum. Þingmaður að skrifa lagafrumvarp. Prófarkalesari sem vill læra að nota hán. Alþjóðleg stofnun sem þarf upplýsingar um stöðu mála á Íslandi. Barn sem býr við ofbeldi vegna hinseginleika. Þetta eru allt dæmi um fólk og félög sem leita til Samtakanna ‘78 á ári hverju. Þau og svo ótalmörg fleiri. Á undanförnum árum hefur Samtökunum ‘78 í fyrsta sinn gefist fjárhagslegt ráðrúm, þökk sé þjónustusamningum og tímabundnum fjárframlögum hins opinbera, til þess að þróa starfsemi sína áfram með auknu starfsmannahaldi og umsvifum. Þessar breytingar hafa leitt í ljós gríðarlega mikla þörf á faglegri þjónustu í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Uppsafnaða þörf. Segja má að á síðustu árum hafi snjóbolti farið af stað, með vexti sem enn sér ekki fyrir endann á, því þjónustuþættir Samtakanna ‘78 hafa fimmfaldast á jafn mörgum árum. Sem dæmi voru ráðgjafatímar 145 talsins árið 2015, en í fyrra voru þeir orðnir 1115. Við höfum gert okkar besta til þess að mæta auknum verkefnum af ábyrgð og með markvissri fagvæðingu starfsins. Hjá Samtökunum ‘78 eru nú níu ráðgjafar, fimm stuðningshópar, fagleg félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, fræðslustýra og þrír fræðarar, skrifstofa sem annast almenn erindi og þá er ótalið allt framlag sjálfboðaliða í hinum ýmsu verkefnum. Ásamt þessu erum við svo auðvitað hefðbundin félagasamtök, sinnum hagsmunabaráttu og höldum viðburði af ýmsu tagi. Það er flókið að reka félag sem þarf að stækka svo hratt til þess að uppfylla þörf samfélagsins. Við höfum enn ekki náð jafnvægi. Á sama tíma stöndum við sífellt frammi fyrir rekstraróvissu vegna breytilegs framlags hins opinbera. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022 hefur tímabundið framlag til Samtakanna ‘78 verið fellt brott. Gangi það eftir verður starfsemi okkar ekki svipur hjá sjón á næsta ári. Þessu þarf því að snúa við og raunar þarf að bæta verulega í. Samfélagslegt mikilvægi Samtakanna ‘78 er nefnilega gríðarlegt. Allt fólkið sem leitar til okkar getur vottað fyrir það. Ég hvet fjárlaganefnd og Alþingi til að tryggja Samtökunum ‘78 nægt fjármagn til þess að standa undir hlutverki sínu. Hinsegin fólki og samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Hinsegin Fjárlagafrumvarp 2022 Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ungmenni sem vill kynnast öðrum hinsegin ungmennum. Nemandi að skrifa lokaritgerð um hinsegin málefni. Ungt samkynja par sem flúið hefur ofbeldi og útskúfun í heimalandi sínu. Sveitarfélag sem vill stuðla að þekkingu á hinsegin málefnum hjá starfsfólki. Foreldrar barns sem var að koma út úr skápnum. Eldri hommi sem vill bara spjalla. Íþróttafélag sem þarf fræðslu. Intersex manneskja sem þarf sálrænan stuðning. Blaðamaður að skrifa grein um stöðu hinsegin fólks í Ungverjalandi. Skólastjóri sem stendur ráðþrota gagnvart fordómafullu andrúmslofti meðal nemenda. Trans manneskja sem þarf að kæra mismunun. Stéttarfélag sem ætlar að uppfæra eyðublöð samkvæmt lögum. Þingmaður að skrifa lagafrumvarp. Prófarkalesari sem vill læra að nota hán. Alþjóðleg stofnun sem þarf upplýsingar um stöðu mála á Íslandi. Barn sem býr við ofbeldi vegna hinseginleika. Þetta eru allt dæmi um fólk og félög sem leita til Samtakanna ‘78 á ári hverju. Þau og svo ótalmörg fleiri. Á undanförnum árum hefur Samtökunum ‘78 í fyrsta sinn gefist fjárhagslegt ráðrúm, þökk sé þjónustusamningum og tímabundnum fjárframlögum hins opinbera, til þess að þróa starfsemi sína áfram með auknu starfsmannahaldi og umsvifum. Þessar breytingar hafa leitt í ljós gríðarlega mikla þörf á faglegri þjónustu í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Uppsafnaða þörf. Segja má að á síðustu árum hafi snjóbolti farið af stað, með vexti sem enn sér ekki fyrir endann á, því þjónustuþættir Samtakanna ‘78 hafa fimmfaldast á jafn mörgum árum. Sem dæmi voru ráðgjafatímar 145 talsins árið 2015, en í fyrra voru þeir orðnir 1115. Við höfum gert okkar besta til þess að mæta auknum verkefnum af ábyrgð og með markvissri fagvæðingu starfsins. Hjá Samtökunum ‘78 eru nú níu ráðgjafar, fimm stuðningshópar, fagleg félagsmiðstöð fyrir hinsegin ungmenni, fræðslustýra og þrír fræðarar, skrifstofa sem annast almenn erindi og þá er ótalið allt framlag sjálfboðaliða í hinum ýmsu verkefnum. Ásamt þessu erum við svo auðvitað hefðbundin félagasamtök, sinnum hagsmunabaráttu og höldum viðburði af ýmsu tagi. Það er flókið að reka félag sem þarf að stækka svo hratt til þess að uppfylla þörf samfélagsins. Við höfum enn ekki náð jafnvægi. Á sama tíma stöndum við sífellt frammi fyrir rekstraróvissu vegna breytilegs framlags hins opinbera. Í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022 hefur tímabundið framlag til Samtakanna ‘78 verið fellt brott. Gangi það eftir verður starfsemi okkar ekki svipur hjá sjón á næsta ári. Þessu þarf því að snúa við og raunar þarf að bæta verulega í. Samfélagslegt mikilvægi Samtakanna ‘78 er nefnilega gríðarlegt. Allt fólkið sem leitar til okkar getur vottað fyrir það. Ég hvet fjárlaganefnd og Alþingi til að tryggja Samtökunum ‘78 nægt fjármagn til þess að standa undir hlutverki sínu. Hinsegin fólki og samfélaginu öllu til heilla. Höfundur er formaður Samtakanna ‘78.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun