Steph Curry nálgast metið yfir flesta þrista eftir stórsigur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 07:36 Steph Curry vantar aðein 16 þrista í viðbót til að jafna met Ray Allen yfir flesta þrista í NBA-deildinni frá upphafi. Stephen Lam/The San Francisco Chronicle via Getty Images Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, en alls fóru fram tíu leikir. Steph Curry og félagar hans í Golden State Warriors unnu stórsigur gegn Orlando Magic, 126-95, þar sem Curry gerði sér lítið fyrir og setti niður sjö þrista fyrir Warriors. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhlutanum tóku leikmenn Warriors öll völd og fóru inn í hálfleikinn með 21 stigs forskot, 65-44. Warrior tóku því svo nokkuð rólega í þriðja leikhlutanum, en keyrðu yfir andstæðinga sína á ný í þeim fjórða og unnu að lokum öruggan 31 stigs sigur, 126-95. Steph Curry var stigahæsti maður vallarins með 31 stig, þar af setti hann niður sjö þrista. Curry hefur nú sett 2.957 þrist á ferlinum og er hann nú aðeins 16 þristum á eftir meti Ray Allen yfir flesta þrista í NBA-deildinni frá upphafi. 16 away from history. pic.twitter.com/qFXbML3k8J— NBA (@NBA) December 7, 2021 Joel Embiid dró vagninn fyrir Philadelphia 76ers er liðið vann nauman sigur gegn Charlotte Hornets eftir framlengdan leik, 127-124. Embiid setti niður 43 stig fyrir 76ers, en hann tók einnig 15 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Hornets var það Kelly Oubre Jr. sem var atkvæðamestur með 35 stig. 🔔 @JoelEmbiid joins Giannis Antetokounmpo and Charles Barkley as the only players in the last 40 years with 40+ points, 15+ rebounds and 5+ assists at least 75% shooting!43 PTS15 REB7 AST15-20 FGM@sixers W pic.twitter.com/TdvnQTfEtN— NBA (@NBA) December 7, 2021 Þá vann Memphis Grizzlies sinn fimmta leik í röð er liðið vann 15 stiga sigur gegn Miami Heat. Memphis tók forystuna strax frá upphafi og lét hana aldrei af hendi, en þeir Dillon Brooks og Desmond Bane voru atkvæðamestir í sóknarleik liðsins með 21 stig hvor. Þá átti Steven Adams einnig góðan leik fyrir Memphis, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Steven Adams' big-time double-double lifts the @memgrizz to their 5th consecutive victory!Desmond Bane: 21 PTS, 8 REB, 2 STLDillon Brooks: 21 PTS, 8 ASTTyus Jones: 14 PTS, 7 AST pic.twitter.com/PIU7BrgzUa— NBA (@NBA) December 7, 2021 Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 127-124 Charlotte Hornets Oklahoma City Thunder 114-103 Detroit Pistons Washington Wizards 110-116 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 105-90 Miami Heat Denver Nuggets 97-109 Chicago Bulls Cleveland Cavaliers 104- Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 121-110 Minnesota Timberwolves San Antonio Spurs 104-108 Phoenix Suns Orlando Magic 95-126 Golden State Warriors Los Angeles Clippers 102-90 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira
Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta, en í öðrum leikhlutanum tóku leikmenn Warriors öll völd og fóru inn í hálfleikinn með 21 stigs forskot, 65-44. Warrior tóku því svo nokkuð rólega í þriðja leikhlutanum, en keyrðu yfir andstæðinga sína á ný í þeim fjórða og unnu að lokum öruggan 31 stigs sigur, 126-95. Steph Curry var stigahæsti maður vallarins með 31 stig, þar af setti hann niður sjö þrista. Curry hefur nú sett 2.957 þrist á ferlinum og er hann nú aðeins 16 þristum á eftir meti Ray Allen yfir flesta þrista í NBA-deildinni frá upphafi. 16 away from history. pic.twitter.com/qFXbML3k8J— NBA (@NBA) December 7, 2021 Joel Embiid dró vagninn fyrir Philadelphia 76ers er liðið vann nauman sigur gegn Charlotte Hornets eftir framlengdan leik, 127-124. Embiid setti niður 43 stig fyrir 76ers, en hann tók einnig 15 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Í liði Hornets var það Kelly Oubre Jr. sem var atkvæðamestur með 35 stig. 🔔 @JoelEmbiid joins Giannis Antetokounmpo and Charles Barkley as the only players in the last 40 years with 40+ points, 15+ rebounds and 5+ assists at least 75% shooting!43 PTS15 REB7 AST15-20 FGM@sixers W pic.twitter.com/TdvnQTfEtN— NBA (@NBA) December 7, 2021 Þá vann Memphis Grizzlies sinn fimmta leik í röð er liðið vann 15 stiga sigur gegn Miami Heat. Memphis tók forystuna strax frá upphafi og lét hana aldrei af hendi, en þeir Dillon Brooks og Desmond Bane voru atkvæðamestir í sóknarleik liðsins með 21 stig hvor. Þá átti Steven Adams einnig góðan leik fyrir Memphis, en hann skoraði 17 stig og tók 16 fráköst. Steven Adams' big-time double-double lifts the @memgrizz to their 5th consecutive victory!Desmond Bane: 21 PTS, 8 REB, 2 STLDillon Brooks: 21 PTS, 8 ASTTyus Jones: 14 PTS, 7 AST pic.twitter.com/PIU7BrgzUa— NBA (@NBA) December 7, 2021 Úrslit næturinnar Philadelphia 76ers 127-124 Charlotte Hornets Oklahoma City Thunder 114-103 Detroit Pistons Washington Wizards 110-116 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 105-90 Miami Heat Denver Nuggets 97-109 Chicago Bulls Cleveland Cavaliers 104- Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 121-110 Minnesota Timberwolves San Antonio Spurs 104-108 Phoenix Suns Orlando Magic 95-126 Golden State Warriors Los Angeles Clippers 102-90 Portland Trailblazers NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Philadelphia 76ers 127-124 Charlotte Hornets Oklahoma City Thunder 114-103 Detroit Pistons Washington Wizards 110-116 Indiana Pacers Memphis Grizzlies 105-90 Miami Heat Denver Nuggets 97-109 Chicago Bulls Cleveland Cavaliers 104- Milwaukee Bucks Atlanta Hawks 121-110 Minnesota Timberwolves San Antonio Spurs 104-108 Phoenix Suns Orlando Magic 95-126 Golden State Warriors Los Angeles Clippers 102-90 Portland Trailblazers
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn Fleiri fréttir Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Sjá meira