Körfubolti

Fram­lengingin: „Allir að bíða eftir að þeir mis­stígi sig“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Eru allir að bíða eftir að Tindastóll misstígi sig?
Eru allir að bíða eftir að Tindastóll misstígi sig? Vísir/Hulda Margrét

Framlengingin, eini liðurinn sem hefur verið hluti af Körfuboltakvöldi frá fyrsta þætti, var í skemmtilegri kantinum að þessu sinni. Farið var yfir hvaða lið græddi mest á landsliðspásunni, hvar Stólarnir enda og margt fleira.

„Hvaða lið kom best undan landsliðspásunni, var það ekki bara Njarðvík,“ spurði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi.

„Ég ætlaði að segja það. Voru með tvö meidda leikmenn sem eru báðir að koma til baka. Þannig ég held að þeir hafi grætt mest á þessu,“ sagði Teitur Örlygsson.

„Kannski Valur myndi ég segja. Þeir misstu Kristó (Acox) í þetta landsliðsverkefni en það voru tvö lið sem misstu þjálfarana sína í burtu, Keflavík og Tindastóll,“ bætti Friðrik Ragnarsson við.

Er Tindastóll líklegt til að landa þeim stóra?

„Ég veit það ekki, ég held þeir hafi ekki alveg nógu mikið djús í það. Þó það sé kannski full snemmt að segja til um það. Það er erfitt að mæta þeim fyrir Norðan,“ sagði …

„Það eru allir að bíða eftir því að þeir misstígi sig, eins og þeir hafa oft gert. Ég hef ekki trú á því að það gerist núna. Baldur (Þór Ragnarsson) er búinn að festa rætur og er að byggja þetta upp allt öðruvísi núna,“ bætti Teitur við.

Aðrar spurningar voru:

Hversu líklegt er að Valur endi með þennan hóp?

Hver er besti Bandaríkjamaðurinn í deildinni?

Hvor er líklegri: Keflavík eða Njarðvík?

Sjá má spjall þeirra Kjartans, Friðriks og Teits í spilaranum hér að neðan.

Klippa: Körfuboltakvöld: Framlenging

Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.


Tengdar fréttir

Körfuboltakvöld: Naskasti Njarðvíkingurinn

Kjartan Atli og teymið í kringum Subway Körfuboltakvöld hefur gaman að því að smíða nýja dagskrárliði. Þátturinn í gærkvöldi var engin undantekning og sérfræðingar þáttarins tóku þátt í spurningaleiknum Naskasti Njarðvíkingurinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.