Körfubolti

Topplið Njarðvíkur vann á Hlíðarenda

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Njarðvík vann góðan sigur í kvöld.
Njarðvík vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

Öllum leikjum dagsins í Subway-deild kvenna í körfubolta er nú lokið. Njarðvík gerði góða ferð á Hlíðarenda og vann níu stiga sigur, lokatölur 60-69.

Topplið deildarinnar var í heimsókn á Hlíðarenda í leik sem var reiknað með að yrðu hörkuskemmtun. Það varð raunin þó gestirnir hafi alltaf verið skrefi á undan. Frábær fyrsti leikhluti lagði grunninn að sigri Njarðvíkur en Valur skoraði aðeins níu stig í fyrsta leikhluta á meðan Njarðvík skoraði 18.

Þó Valskonur hafi fundið aðeins betri takt sóknarlega í öðrum leikhluta héldu gestirnir uppteknum hætti og staðan í hálfleik því 25-36. Valskonur gerðu hvað þær gátu í síðari hálfleik en náðu í raun aldrei að ógna forystu gestanna. 

Spilar þar eflaust inn í að Valur fékk ekki eitt stig frá bekknum sínum í kvöld, öll 60 stig liðsins komu frá þeim fimm leikmönnum sem byrjuðu leikinn.

Lokatölur á Hlíðarenda 60-69 og Njarðvík því sem fyrr á toppi deildarinnar með 18 stig að loknum 11 leikjum. Þar á eftir kemur Fjölnir með 16 stig og Valur með 14 stig.


Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.