Kennarar í forystu til framtíðar Kristín Björnsdóttir skrifar 5. desember 2021 20:01 Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. Þeir þurfa að sýna mikla útsjónarsemi og leikni í starfi til að mæta ólíkum þörfum nemenda sinna og styðja þá til árangurs. Á tímum heimsfaraldurs hefur reynt sérstaklega mikið á þessa leikni og hafa kennarar á öllum skólastigum sýnt hvers þeir eru megnugir. Mannauðurinn í íslenskum kennurum er einstakur og mikilvægt er að kennarar um allt land njóti stuðnings til sinna starfa. Að þeir eigi bakland hjá félaginu sínu, Kennarasambandi Íslands, menntamálayfirvöldum og hjá íslensku þjóðinni. Stuðningur og faglegt sjálfstæði getur reynst kennurum ómetanlegt og stuðlað að vellíðun í starfi og skólaþróun. Líði kennurum vel í starfi og séu vinnuaðstæður þeirra góðar skapast raunverulegur ágóði fyrir samfélagið í heild. Kennarar móta æsku landsins til framtíðar og er fagmennska þeirra afar mikilvæg. Mannauð og fagmennsku kennara ætti að upphefja umtalsvert og ein leið til þess er að stjórnvöld veiti því viðurkenningu með auknu markvissu samráði þegar innleiða á breytingar í menntakerfinu. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og eiga að hafa rödd þegar stefna er mörkuð í menntamálum. Forysta Kennarasambandsins þarf einnig að vera beitt og hnitmiðuð til þess að vinna að bættum hag og auknum árangri fyrir hönd allra kennara. Ég óska eftir stuðningi allra kennara til að vinna markvisst og af festu að málefnum kennara sem varaformaður Kennarasambands Íslands. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mjög dýrmætt að vakna á morgnana og hlakka til að mæta í vinnuna. Að vera kennari er það besta sem ég veit. Að hitta samstarfsfólkið sitt og nemendurna sem kenna manni eitthvað nýtt á hverjum degi. Að sjá nemendur sína ná árangri er tilfinning sem ekki verður metin til fjár. Í starfsumhverfi kennara eru mikið um álitamál og að mörgu er að hyggja. Þeir þurfa að sýna mikla útsjónarsemi og leikni í starfi til að mæta ólíkum þörfum nemenda sinna og styðja þá til árangurs. Á tímum heimsfaraldurs hefur reynt sérstaklega mikið á þessa leikni og hafa kennarar á öllum skólastigum sýnt hvers þeir eru megnugir. Mannauðurinn í íslenskum kennurum er einstakur og mikilvægt er að kennarar um allt land njóti stuðnings til sinna starfa. Að þeir eigi bakland hjá félaginu sínu, Kennarasambandi Íslands, menntamálayfirvöldum og hjá íslensku þjóðinni. Stuðningur og faglegt sjálfstæði getur reynst kennurum ómetanlegt og stuðlað að vellíðun í starfi og skólaþróun. Líði kennurum vel í starfi og séu vinnuaðstæður þeirra góðar skapast raunverulegur ágóði fyrir samfélagið í heild. Kennarar móta æsku landsins til framtíðar og er fagmennska þeirra afar mikilvæg. Mannauð og fagmennsku kennara ætti að upphefja umtalsvert og ein leið til þess er að stjórnvöld veiti því viðurkenningu með auknu markvissu samráði þegar innleiða á breytingar í menntakerfinu. Kennarar eru sérfræðingar í kennslu og eiga að hafa rödd þegar stefna er mörkuð í menntamálum. Forysta Kennarasambandsins þarf einnig að vera beitt og hnitmiðuð til þess að vinna að bættum hag og auknum árangri fyrir hönd allra kennara. Ég óska eftir stuðningi allra kennara til að vinna markvisst og af festu að málefnum kennara sem varaformaður Kennarasambands Íslands. Höfundur er frambjóðandi til varaformanns Kennarasambands Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar