Handbolti

Lærisveinar Guðjóns Vals höfðu betur í Íslendingaslag

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hákon Daði Styrmisson.
Hákon Daði Styrmisson. Getty Images

Það var Íslendingaslagur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag þegar Gummersbach tók á móti Aue.

Gummersbach stefnir hraðbyri á efstu deildina og þeir voru með frumkvæðið í leiknum í dag lengstum. 

Fór að lokum svo að Gummersbach, sem þjálfað er af Guðjóni Val Sigurðssyni, hafði betur með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa leitt með sjö mörkum í leikhléi, 15-8.

Eyjapeyjarnir Hákon Daði Styrmisson og Elliði Snær Viðarsson gerðu fjögur mörk hvor fyrir Gummersbach.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Aue og Sveinbjörn Pétursson stóð vaktina í markinu stóran hluta leiksins.

Gummersbach á toppi deildarinnar en Aue situr í 14.sæti af þeim 20 liðum sem leika í B-deildinni.

Í Frakklandi skoraði Ólafur Guðmundsson eitt mark þegar lið hans, Montpellier, beið lægri hlut fyrir Chambery.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.