Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn en strax fór að draga í sundur með liðunum í öðrum leikhluta og höfðu Valskonur nítján stiga forystu í leikhléi, 49-30.
Fór að lokum svo að Valur vann stórsigur, 95-61.
Ameryst Alston var best í liði Vals eins og stundum áður en hún skoraði 28 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Ásta Júlía Grímsdóttir var einnig atkvæðamikil; skoraði átján stig auk þess að rífa niður þrettán fráköst.
Atkvæðamest gestanna úr Grindavík var Edyta Ewa Falenczyk með 21 stig.