Körfubolti

Valskonur unnu öruggan sigur á nýliðunum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Hart barist að Hlíðarenda í dag.
Hart barist að Hlíðarenda í dag. Vísir/Hulda Margrét

Nýliðar Grindavíkur áttu ekki mikinn möguleika í Íslandsmeistara Vals þegar liðin mættust í Subway deildinni í körfubolta að Hlíðarenda í dag.

Fyrsti leikhluti var nokkuð jafn en strax fór að draga í sundur með liðunum í öðrum leikhluta og höfðu Valskonur nítján stiga forystu í leikhléi, 49-30.

Fór að lokum svo að Valur vann stórsigur, 95-61.

Ameryst Alston var best í liði Vals eins og stundum áður en hún skoraði 28 stig og gaf ellefu stoðsendingar. Ásta Júlía Grímsdóttir var einnig atkvæðamikil; skoraði átján stig auk þess að rífa niður þrettán fráköst.

Atkvæðamest gestanna úr Grindavík var Edyta Ewa Falenczyk með 21 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.