Lífið

Komu færandi hendi og gáfu flott jólaföt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eva og Nína gáfu heilan helling af fötum. 
Eva og Nína gáfu heilan helling af fötum. 

Mjög margar konur eiga fullt af fötum sem þær nota aldrei en Hjálparstofnun kirkjunnar stendur nú fyrir söfnun á sparifötum fyrir jólin.

Fólk er hvatt til að koma með föt sem það er ekki að nota og gefa til þeirra sem af einhverjum ástæðum geta ekki útvegar sér nauðsynlegar flíkur fyrir jólin, t.d. vegna fjárhagsstöðu.

Fötin fara á heimili þar sem þörfin er mest en þær Eva Dögg Sigurgeirsdóttir og Nína Björk Gunnarsdóttir fóru í skápana sína og komu færandi hendi og gáfu flott jólaföt. Og börnin þeirra Embla og Viktor komu einnig með barnaföt.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag og hitti Vilborgu Kristínu Oddsdóttur hjá Hjálparstofnuninni og skoðaði flottar flíkur þeirra Evu og Nínu. 

Allar voru þær sammála um að þetta ætti að vera fastur liður á hverju ári að þær konur sem væru aflögufærar kæmu með föt til styrktar þeim sem minna mega sín. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×