Er ekki lengur þörf fyrir bráðamóttöku? Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala skrifar 18. nóvember 2021 09:31 Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. Í ár þykir okkur þetta verkefni ærið brýnt. Bráðahjúkrunarfræðingar, sem og aðrir, hafa undanfarið séð hvernig bráðamóttökunni hefur verið úthýst. Deildin er orðin að stærstum hluta legudeild og bráðum tilvikum sjúklinga jafnvel vísað annað. Bráðahjúkrun fer fram á göngum og biðsvæðum meðan sjúklingar sem klárað hafa bráðameðferð og bíða rúms á legudeild eru á herbergjum bráðamóttöku. Við slíkar aðstæður er ógerlegt að veita faglega þjónustu þar sem öryggi, sýkingarvarnir eða persónuvernd eru tryggð. Við spyrjum því stjórnvöld er ekki vilji til að hafa lengur bráðamóttöku á Landspítala? Getur kannski verið að stjórnvöld sem taka ákvarðanir um stefnu, skipulag og fjármagn til heilbrigðiskerfisins skilji ekki þá þjónustu sem veitt er á bráðamóttökum? Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi tekur á móti bráðveikum og slösuðum ekki bara frá höfuðborgarsvæðinu heldur einnig frá öllu landinuog þurfa sérhæfða meðferð. Eðli málsins samkvæmt þarf viðbragðsgeta deildarinnar að vera mikil og skjót. Rými þarf að vera til fyrir þá sjúklinga sem koma brátt og þurfa meðhöndlun samstundis. Að auki hefur fjölgun landsmanna, ferðamannastraumur og fleiri einstaklingar með fjölþættan heilsufarsvanda leitt til þess að enn umfangsmeiri og flóknari þjónustu þarf að vera hægt að veita á bráðamóttöku. Á sama tíma hefur legurýmum á Landspítala fækkað, hjúkrunarfræðinga vantar til starfa jafnt innan Landspítala og utan. Hjúkrunarúrræði í samfélaginu hafa ekki verið byggð upp og heilbrigðiskerfið hefur ekki vaxið í takt við aukna þjónustuþörf. Löngu fyrir heimsfaraldur Covid-19 hafði starfsemi bráðamóttöku þyngst og starfsfólk farið fram á úrlausnir til framtíðar. Úttektir Embættis landlæknis bentu einnig á óviðunandi ástand sem skapað geti jarðveg fyrir óvænt atvik og hættu á brottfalli starfsfólks. Árið 2020 fækkaði komum á bráðamóttöku og Covid-göngudeildin sinnti sjúklingum með staðfesta Covid-19 sýkingu. Hjúkrunarfræðingar bráðamóttöku tóku að sér störf á Covid-göngudeild og legudeildum og sýndu þar með ábyrgð og vilja til úrlausna í því erfiða ástandi. Á þessu ári er fjöldi koma á bráðamóttöku hins vegar stígandi aftur, sömu aðstæður komnar upp og 2019 auk þess sem alltaf er von á ógreindum Covid sjúklingum. Bráðamóttakan er nánast fullmönnuð af hjúkrunarfræðingum til þess að sinna sjúklingum sem þangað leita með bráð vandamál, en þörf er á fleiri sjúkraliðum til starfa. Mikill mannauður er til staðar á bráðamóttöku. Nú í nóvember 2021 eru um 100 hjúkrunarfræðingar í starfi á bráðamóttöku Landspítala. Þrír sérfræðingar í bráðahjúkrun starfa við deildina og hefur einn hjúkrunarfræðingur til viðbótar lokið starfsnámi til sérfræðiréttinda. Tveir hjúkrunarfræðingar eru í MS námi í bráðahjúkrun og 3 í öðru MS námi. Auk þess hafa 27 hjúkrunarfræðingar lokið diplómanámi í bráðahjúkrun frá Háskóla Íslands. Allir hjúkrunarfræðingar deildarinnar taka þátt í fræðslu og formlegum námskeiðum tengdum starfseminni. Um 45% hjúkrunarfræðinga hafa minna en 5 ára starfsreynslu en meðal þeirra sem eru með lengri starfsævi eru nokkrir hjúkrunarfræðingar með meira en 30 ára starfsreynslu. Þennan mannauð má ekki missa. Þetta eru dýrmætir fagaðilar sem hafa menntað sig innan og utan Landspítala til að efla sig í starfi, sinna bráðveikum og slösuðum sem þurfa á þjónustu og fagmennsku þeirra að halda. Þeir eru sérhæfðir í að leysa úr flóknum bráðum vandamálum, þekkja einkenni og bregðast hratt við. Síðustu misseri hafa störf bráðahjúkrunarfræðinga hins vegar mikið til falist í hjúkrun sjúklinga sem ættu að vera á sérhæfðum legudeildum jafnhliða bráðahjúkrun. Mönnun til að sinna sjúklingum sem lokið hafa bráðafasa og ættu þar með að vera komnir á legudeild er ekki til staðar heldur er byggð á aukavinnu eða meira álagi á þá sem eru á vaktinni. Að meðaltali eru á bráðamóttökunni 27 innlagðir sjúklingar sem samsvarar einni til einni og hálfri legudeild. Kraftar sérhæfðra bráðahjúkrunarfræðinga fara því í að sinna hjúkrun sjúklinga sem betur væri komið í höndum annarra sérgreina. Ef við tökum líkingu úr flugi: Flugstjórar sem eru með vottun til að fljúga Boeing eru ekki settir í að fljúga Airbus án fyrirvara. Farþegar í þessu flugi, það er sjúklingar okkar, eru óbundnir og ekki í sæti á meðan við fljúgum vél sem við óskuðum ekki eftir að fljúga. Lítið svigrúm, hvort sem horft er til húsnæðis eða starfskrafta, er til að sinna bráðahjúkrun þeirra sem eru nýkomnir til meðferðar og eftirlits, en það eru um 180 sjúklingar á hverjum sólahring. Vinnuumhverfið er óásættanlegt og álagið margfalt. Þetta gengur ekki lengur. Óskandi væri að stjórnvöld hættu að hunsa endurtekið ákall hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta um bætt ástand. Ráðamenn þurfa að viðurkenna þá áhættu og vinnu sem bráðahjúkrunarfræðingar leggja á sig í algerlega óviðunandi aðstæðum. Bráðamóttakan á ekki að vera birtingarmynd úrræðaleysis í heilbrigðiskerfinu og rangrar stefnumótunar fyrri ára um þörf fyrir hjúkrun og legurými. Bráðahjúkrunarfræðingar vilja fá að vera bráðahjúkrunarfræðingar. Starfskjör þurfa að endurspegla virðingu fyrir starfi okkar. Ef stjórnvöld koma ekki strax með úrræði til að bæta aðstöðu bráðveikra sjúklinga og fagfólksins sem þeim sinna, efumst við stórlega um að vilji sé fyrir hendi til þess að hafa starfandi móttöku bráðveikra og slasaðra á Landspítala. Fjölbreytt störf bráðahjúkrunarfræðinga - Kristín Erla Sigurðardóttir from Landspítali on Vimeo. VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR 2021 // SIGRÚN GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR from Landspítali on Vimeo. VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR 2021 // LILJA RUT JÓNSDÓTTIR from Landspítali on Vimeo. Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala Ágústa Hjördís Kristinsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Dóra Björnsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri bráðamóttöku Landspítala Ingibjörg Sigurþórsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Kristín Halla Marínósdóttir bráðahjúkrunarfræðingur Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður fagráðs, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun við HÍ og Landspítala Þuríður Anna Guðnadóttir aðstoðardeildarstjóri bráðamóttöku Landspítala Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Sjá meira
Árlega stendur Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala fyrir Viku bráðahjúkrunar í þeim tilgangi að kynna sérgreinina bráðahjúkrun, hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku, sérhæfð verkefni þeirra, nýjustu þekkingu og verkferla auk þess að efla starfsandann meðal samstarfsfólks. Í ár þykir okkur þetta verkefni ærið brýnt. Bráðahjúkrunarfræðingar, sem og aðrir, hafa undanfarið séð hvernig bráðamóttökunni hefur verið úthýst. Deildin er orðin að stærstum hluta legudeild og bráðum tilvikum sjúklinga jafnvel vísað annað. Bráðahjúkrun fer fram á göngum og biðsvæðum meðan sjúklingar sem klárað hafa bráðameðferð og bíða rúms á legudeild eru á herbergjum bráðamóttöku. Við slíkar aðstæður er ógerlegt að veita faglega þjónustu þar sem öryggi, sýkingarvarnir eða persónuvernd eru tryggð. Við spyrjum því stjórnvöld er ekki vilji til að hafa lengur bráðamóttöku á Landspítala? Getur kannski verið að stjórnvöld sem taka ákvarðanir um stefnu, skipulag og fjármagn til heilbrigðiskerfisins skilji ekki þá þjónustu sem veitt er á bráðamóttökum? Bráðamóttaka Landspítala í Fossvogi tekur á móti bráðveikum og slösuðum ekki bara frá höfuðborgarsvæðinu heldur einnig frá öllu landinuog þurfa sérhæfða meðferð. Eðli málsins samkvæmt þarf viðbragðsgeta deildarinnar að vera mikil og skjót. Rými þarf að vera til fyrir þá sjúklinga sem koma brátt og þurfa meðhöndlun samstundis. Að auki hefur fjölgun landsmanna, ferðamannastraumur og fleiri einstaklingar með fjölþættan heilsufarsvanda leitt til þess að enn umfangsmeiri og flóknari þjónustu þarf að vera hægt að veita á bráðamóttöku. Á sama tíma hefur legurýmum á Landspítala fækkað, hjúkrunarfræðinga vantar til starfa jafnt innan Landspítala og utan. Hjúkrunarúrræði í samfélaginu hafa ekki verið byggð upp og heilbrigðiskerfið hefur ekki vaxið í takt við aukna þjónustuþörf. Löngu fyrir heimsfaraldur Covid-19 hafði starfsemi bráðamóttöku þyngst og starfsfólk farið fram á úrlausnir til framtíðar. Úttektir Embættis landlæknis bentu einnig á óviðunandi ástand sem skapað geti jarðveg fyrir óvænt atvik og hættu á brottfalli starfsfólks. Árið 2020 fækkaði komum á bráðamóttöku og Covid-göngudeildin sinnti sjúklingum með staðfesta Covid-19 sýkingu. Hjúkrunarfræðingar bráðamóttöku tóku að sér störf á Covid-göngudeild og legudeildum og sýndu þar með ábyrgð og vilja til úrlausna í því erfiða ástandi. Á þessu ári er fjöldi koma á bráðamóttöku hins vegar stígandi aftur, sömu aðstæður komnar upp og 2019 auk þess sem alltaf er von á ógreindum Covid sjúklingum. Bráðamóttakan er nánast fullmönnuð af hjúkrunarfræðingum til þess að sinna sjúklingum sem þangað leita með bráð vandamál, en þörf er á fleiri sjúkraliðum til starfa. Mikill mannauður er til staðar á bráðamóttöku. Nú í nóvember 2021 eru um 100 hjúkrunarfræðingar í starfi á bráðamóttöku Landspítala. Þrír sérfræðingar í bráðahjúkrun starfa við deildina og hefur einn hjúkrunarfræðingur til viðbótar lokið starfsnámi til sérfræðiréttinda. Tveir hjúkrunarfræðingar eru í MS námi í bráðahjúkrun og 3 í öðru MS námi. Auk þess hafa 27 hjúkrunarfræðingar lokið diplómanámi í bráðahjúkrun frá Háskóla Íslands. Allir hjúkrunarfræðingar deildarinnar taka þátt í fræðslu og formlegum námskeiðum tengdum starfseminni. Um 45% hjúkrunarfræðinga hafa minna en 5 ára starfsreynslu en meðal þeirra sem eru með lengri starfsævi eru nokkrir hjúkrunarfræðingar með meira en 30 ára starfsreynslu. Þennan mannauð má ekki missa. Þetta eru dýrmætir fagaðilar sem hafa menntað sig innan og utan Landspítala til að efla sig í starfi, sinna bráðveikum og slösuðum sem þurfa á þjónustu og fagmennsku þeirra að halda. Þeir eru sérhæfðir í að leysa úr flóknum bráðum vandamálum, þekkja einkenni og bregðast hratt við. Síðustu misseri hafa störf bráðahjúkrunarfræðinga hins vegar mikið til falist í hjúkrun sjúklinga sem ættu að vera á sérhæfðum legudeildum jafnhliða bráðahjúkrun. Mönnun til að sinna sjúklingum sem lokið hafa bráðafasa og ættu þar með að vera komnir á legudeild er ekki til staðar heldur er byggð á aukavinnu eða meira álagi á þá sem eru á vaktinni. Að meðaltali eru á bráðamóttökunni 27 innlagðir sjúklingar sem samsvarar einni til einni og hálfri legudeild. Kraftar sérhæfðra bráðahjúkrunarfræðinga fara því í að sinna hjúkrun sjúklinga sem betur væri komið í höndum annarra sérgreina. Ef við tökum líkingu úr flugi: Flugstjórar sem eru með vottun til að fljúga Boeing eru ekki settir í að fljúga Airbus án fyrirvara. Farþegar í þessu flugi, það er sjúklingar okkar, eru óbundnir og ekki í sæti á meðan við fljúgum vél sem við óskuðum ekki eftir að fljúga. Lítið svigrúm, hvort sem horft er til húsnæðis eða starfskrafta, er til að sinna bráðahjúkrun þeirra sem eru nýkomnir til meðferðar og eftirlits, en það eru um 180 sjúklingar á hverjum sólahring. Vinnuumhverfið er óásættanlegt og álagið margfalt. Þetta gengur ekki lengur. Óskandi væri að stjórnvöld hættu að hunsa endurtekið ákall hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstétta um bætt ástand. Ráðamenn þurfa að viðurkenna þá áhættu og vinnu sem bráðahjúkrunarfræðingar leggja á sig í algerlega óviðunandi aðstæðum. Bráðamóttakan á ekki að vera birtingarmynd úrræðaleysis í heilbrigðiskerfinu og rangrar stefnumótunar fyrri ára um þörf fyrir hjúkrun og legurými. Bráðahjúkrunarfræðingar vilja fá að vera bráðahjúkrunarfræðingar. Starfskjör þurfa að endurspegla virðingu fyrir starfi okkar. Ef stjórnvöld koma ekki strax með úrræði til að bæta aðstöðu bráðveikra sjúklinga og fagfólksins sem þeim sinna, efumst við stórlega um að vilji sé fyrir hendi til þess að hafa starfandi móttöku bráðveikra og slasaðra á Landspítala. Fjölbreytt störf bráðahjúkrunarfræðinga - Kristín Erla Sigurðardóttir from Landspítali on Vimeo. VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR 2021 // SIGRÚN GUÐNÝ PÉTURSDÓTTIR from Landspítali on Vimeo. VIKA BRÁÐAHJÚKRUNAR 2021 // LILJA RUT JÓNSDÓTTIR from Landspítali on Vimeo. Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala Ágústa Hjördís Kristinsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Dóra Björnsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Helga Rósa Másdóttir deildarstjóri bráðamóttöku Landspítala Ingibjörg Sigurþórsdóttir sérfræðingur í bráðahjúkrun Kristín Halla Marínósdóttir bráðahjúkrunarfræðingur Dr. Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir, formaður fagráðs, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs í bráðahjúkrun við HÍ og Landspítala Þuríður Anna Guðnadóttir aðstoðardeildarstjóri bráðamóttöku Landspítala
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar