Bráðahjúkrun – í þröngri stöðu Helga Rósa Másdóttir og Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir skrifar 28. apríl 2017 07:00 Þegar einstaklingar leita á bráðamóttöku vegna bráðra veikinda eða slysa eru það bráðahjúkrunarfræðingar sem taka á móti þeim. Bráðahjúkrunarfræðingar nýta menntun sína, þekkingu og reynslu til þess að takast á við breytilegt ástand sjúklings. Þeir hafa sérstaka þjálfun og góða innsýn í sjúkdóms- og áverkaferli, orsakir, áhættuþætti, greiningu og meðferð. Mjög náin samvinna er við bráðalækna, aðra sérfræðinga og sérhæft starfsfólk. Virðing og traust milli samstarfsaðila endurspeglast í miklum metnaði að veita skjólstæðingum góða þjónustu. Starf bráðahjúkrunarfræðingsins er vissulega margþætt og byggist á þeim skjólstæðingum sem leita bráðaþjónustu. Helstu einkenni starfsins eru hraði, fjölbreytileiki og óvæntar uppákomur þar sem bráðahjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og hæfni sem nýtt er, oft á skjótan hátt undir miklu álagi en á öruggan og yfirvegaðan hátt. Viðhorf til starfa þarf að vera jákvætt og öllum skjólstæðingum þarf að vera sinnt á einstaklingsmiðaðan hátt en leggja einnig áherslu á góða umönnun aðstandenda hins veika eða slasaða. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa víða. Í heilsugæslu, forvörnum og í kennslu, en aðalstarfsvettvangurinn er á slysa- og bráðamóttökum á sjúkrastofnunum landsins. Hjúkrunin felur m.a. í sér greiningu bráðveikra og slasaðra og forgangsröðun þeirra. Meðferð alvarlegra eða minniháttar slysa og beinbrota. Fjölbreytta hjúkrun bráðveikra til dæmis vegna hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, kviðverkja, bráðaofnæmis, sýkinga eða annarra veikinda. Bráðahjúkrunarfræðingar sinna veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig eru bráðahjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í móttöku og umönnun fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa í viðbragðssveitum sem virkjaðar eru við stórslys og hafa þeir þá hæfni og þekkingu til að starfa með öðrum viðbragðsaðilum við almannavarnaástand. Símenntun og þróun í starfi eru grundvallaratriði í bráðahjúkrun; heilsufarsvandamál eru síbreytileg og framfarir í heilbrigðisvísindum stöðugar. Því er nauðsynlegt að bráðahjúkrunarfræðingurinn nýti ávallt nýjustu þekkingu í umönnun veikra og slasaðra og tryggi þannig gæði hjúkrunar. Á Landspítala hefur Fagráð í bráðahjúkrun verið starfrækt frá 2012 og er hlutverk þess að hafa yfirsýn og vera leiðandi í fræðilegri og faglegri þróun. Fagráðið fjallar um málefni sem tengjast hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra, greinir faglegar þarfir skjólstæðinga á sviði bráðahjúkrunar, ákveður áherslur og forgangsraðar rannsóknum, þróun og faglegum verkefnum.Öryggi sjúklinga ógnað Undanfarin ár hafa meðlimir fagráðsins endurtekið lýst yfir áhyggjum af stöðu bráðahjúkrunar á Landspítala. Nánast daglegt brauð er að fjöldi sjúklinga ílengist á bráðamóttöku eftir fyrstu greiningu og meðferð sjúkdóma. Sá fjöldi sjúklinga sem kemst ekki frá bráðamóttökunni á legudeildir spítalans jafnast iðulega á við stærstu legudeildir, eða allt upp undir 30 manns. Eðli málsins samkvæmt þarfnast þessi sjúklingahópur almennt annarrar sérhæfðrar hjúkrunar en tengdum bráðum vandamálum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa af þessum sökum verið undir miklu álagi við að sinna fjölda skjólstæðinga sem í raun þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar á öðrum sviðum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa að sjálfsögðu leitast við að efla hæfni sína varðandi sérhæfðar meðferðir og þarfir þessara skjólstæðinga. Hins vegar er það ljóst að ef best mætti vera fyrir skjólstæðingana ættu þeir að fá hjúkrun á viðeigandi sérsviði hjúkrunar og á sérhæfðum legudeildum. Á bráðamóttöku koma sífellt nýir og nýir bráðveikir einstaklingar sem þarfnast greiningar og fyrstu meðferðar, allt að 200 manns á sólarhring. Þjónusta bráðamóttöku er hönnuð fyrir slíka starfsemi en erilsamt umhverfið og hin sérhæfða bráðaþjónusta er ekki æskileg fyrir langdvöl mikið veikra sjúklinga í virkri meðferð. Hugmyndafræði bráðahjúkrunar leggur áherslu á að umönnun og meðferð slasaðra og bráðveikra einstaklinga sé veitt af fólki með sérþekkingu. Þannig sé sjúklingum tryggð besta mögulega bráðahjúkrun sem völ er á hverju sinni. Fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga og Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala lýsa yfir verulegum áhyggjum af velfarnaði bráðveikra og slasaðra sem leita á yfirfullar bráðamóttökur. Öryggi sjúklinga, sem ættu að vera í sérhæfðri meðferð á legudeildum en liggja langdvölum í óviðeigandi umhverfi á bráðamóttöku, er verulega ógnað. Fyrir hönd bráðahjúkrunarfræðinga kalla undirritaðar eftir skjótum viðbrögðum frá viðeigandi stjórnvöldum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Þegar einstaklingar leita á bráðamóttöku vegna bráðra veikinda eða slysa eru það bráðahjúkrunarfræðingar sem taka á móti þeim. Bráðahjúkrunarfræðingar nýta menntun sína, þekkingu og reynslu til þess að takast á við breytilegt ástand sjúklings. Þeir hafa sérstaka þjálfun og góða innsýn í sjúkdóms- og áverkaferli, orsakir, áhættuþætti, greiningu og meðferð. Mjög náin samvinna er við bráðalækna, aðra sérfræðinga og sérhæft starfsfólk. Virðing og traust milli samstarfsaðila endurspeglast í miklum metnaði að veita skjólstæðingum góða þjónustu. Starf bráðahjúkrunarfræðingsins er vissulega margþætt og byggist á þeim skjólstæðingum sem leita bráðaþjónustu. Helstu einkenni starfsins eru hraði, fjölbreytileiki og óvæntar uppákomur þar sem bráðahjúkrunarfræðingurinn þarf að hafa yfirgripsmikla þekkingu og hæfni sem nýtt er, oft á skjótan hátt undir miklu álagi en á öruggan og yfirvegaðan hátt. Viðhorf til starfa þarf að vera jákvætt og öllum skjólstæðingum þarf að vera sinnt á einstaklingsmiðaðan hátt en leggja einnig áherslu á góða umönnun aðstandenda hins veika eða slasaða. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa víða. Í heilsugæslu, forvörnum og í kennslu, en aðalstarfsvettvangurinn er á slysa- og bráðamóttökum á sjúkrastofnunum landsins. Hjúkrunin felur m.a. í sér greiningu bráðveikra og slasaðra og forgangsröðun þeirra. Meðferð alvarlegra eða minniháttar slysa og beinbrota. Fjölbreytta hjúkrun bráðveikra til dæmis vegna hjartasjúkdóma, taugasjúkdóma, kviðverkja, bráðaofnæmis, sýkinga eða annarra veikinda. Bráðahjúkrunarfræðingar sinna veikum börnum og fjölskyldum þeirra. Einnig eru bráðahjúkrunarfræðingar sérþjálfaðir í móttöku og umönnun fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Bráðahjúkrunarfræðingar starfa í viðbragðssveitum sem virkjaðar eru við stórslys og hafa þeir þá hæfni og þekkingu til að starfa með öðrum viðbragðsaðilum við almannavarnaástand. Símenntun og þróun í starfi eru grundvallaratriði í bráðahjúkrun; heilsufarsvandamál eru síbreytileg og framfarir í heilbrigðisvísindum stöðugar. Því er nauðsynlegt að bráðahjúkrunarfræðingurinn nýti ávallt nýjustu þekkingu í umönnun veikra og slasaðra og tryggi þannig gæði hjúkrunar. Á Landspítala hefur Fagráð í bráðahjúkrun verið starfrækt frá 2012 og er hlutverk þess að hafa yfirsýn og vera leiðandi í fræðilegri og faglegri þróun. Fagráðið fjallar um málefni sem tengjast hjúkrun sjúklinga og aðstandenda þeirra, greinir faglegar þarfir skjólstæðinga á sviði bráðahjúkrunar, ákveður áherslur og forgangsraðar rannsóknum, þróun og faglegum verkefnum.Öryggi sjúklinga ógnað Undanfarin ár hafa meðlimir fagráðsins endurtekið lýst yfir áhyggjum af stöðu bráðahjúkrunar á Landspítala. Nánast daglegt brauð er að fjöldi sjúklinga ílengist á bráðamóttöku eftir fyrstu greiningu og meðferð sjúkdóma. Sá fjöldi sjúklinga sem kemst ekki frá bráðamóttökunni á legudeildir spítalans jafnast iðulega á við stærstu legudeildir, eða allt upp undir 30 manns. Eðli málsins samkvæmt þarfnast þessi sjúklingahópur almennt annarrar sérhæfðrar hjúkrunar en tengdum bráðum vandamálum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa af þessum sökum verið undir miklu álagi við að sinna fjölda skjólstæðinga sem í raun þarfnast sérhæfðrar hjúkrunar á öðrum sviðum. Bráðahjúkrunarfræðingar hafa að sjálfsögðu leitast við að efla hæfni sína varðandi sérhæfðar meðferðir og þarfir þessara skjólstæðinga. Hins vegar er það ljóst að ef best mætti vera fyrir skjólstæðingana ættu þeir að fá hjúkrun á viðeigandi sérsviði hjúkrunar og á sérhæfðum legudeildum. Á bráðamóttöku koma sífellt nýir og nýir bráðveikir einstaklingar sem þarfnast greiningar og fyrstu meðferðar, allt að 200 manns á sólarhring. Þjónusta bráðamóttöku er hönnuð fyrir slíka starfsemi en erilsamt umhverfið og hin sérhæfða bráðaþjónusta er ekki æskileg fyrir langdvöl mikið veikra sjúklinga í virkri meðferð. Hugmyndafræði bráðahjúkrunar leggur áherslu á að umönnun og meðferð slasaðra og bráðveikra einstaklinga sé veitt af fólki með sérþekkingu. Þannig sé sjúklingum tryggð besta mögulega bráðahjúkrun sem völ er á hverju sinni. Fagdeild bráðahjúkrunarfræðinga og Fagráð í bráðahjúkrun á Landspítala lýsa yfir verulegum áhyggjum af velfarnaði bráðveikra og slasaðra sem leita á yfirfullar bráðamóttökur. Öryggi sjúklinga, sem ættu að vera í sérhæfðri meðferð á legudeildum en liggja langdvölum í óviðeigandi umhverfi á bráðamóttöku, er verulega ógnað. Fyrir hönd bráðahjúkrunarfræðinga kalla undirritaðar eftir skjótum viðbrögðum frá viðeigandi stjórnvöldum.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun