Græna orkan minnkar vistspor vöru og þjónustu Jóna Bjarnadóttir og Tinna Traustadóttir skrifa 16. nóvember 2021 10:30 Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Landsvirkjun er orkufyrirtæki í eigu íslensku þjóðarinnar sem vinnur yfir 70% af allri raforku í landinu. Við vinnum rafmagnið úr endurnýjanlegum auðlindum og hefur sú vinnsla eitt lægsta kolefnisspor sem þekkist á heimsvísu. Losun koldíoxíðs á kílóvattstund var í fyrra einungis 3,7 grömm, en almennt viðmið fyrir græna orkuvinnslu er 100 g. Það þýðir í raun, að orkuvinnsla getur fyllt 100 gramma glasið sitt og samt talist græn, en losun Landsvirkjunar er aðeins botnfylli í slíku glasi. Þessi sérstaða okkar stuðlar að því að vörur sem eru framleiddar hér á landi, sérstaklega í iðnaði sem krefst mikillar raforku, eru með mun minna kolefnisspor en annars staðar. Græna orkan nýtist aftur og aftur Græna orkan spilar stórt hlutverk í hringrás auðlinda og baráttunni við hnattræna hlýnun. Við Íslendingar getum nýtt auðlindirnar okkar aftur og aftur, en það gengur ekki upp með olíu og bensíni. Slíkt eldsneyti er ekki endurnýtanlegt eftir að það hefur verið brennt og á ekki samleið með hringrás auðlinda. Mikilvægt er að loka sem flestum auðlindahringjum og græna orkan gerir einmitt það. Græna orkan nýtist okkur öllum, bæði á heimilum landsins og hjá fyrirtækjum til framleiðslu á vörum og þjónustu. Hún lætur líka sífellt meira að sér kveða í samgöngum. Hér er framlag grænu orkunnar mikið, þar sem hún kemur inn í virðiskeðjuna með mjög lágt kolefnisspor og notkun hennar veldur hvorki mengun né leiðir af sér úrgang. Endurnýjanleg orka sparar gríðarlega losun Með því að nota endurnýjanlega raforku er því verið að koma í veg fyrir gríðarlega losun koldíoxíðs sem ella hefði orðið. Varfærið mat sýnir að árlega er svokölluð forðuð losun, þ.e. sparnaður í losun vegna starfsemi okkar, um 2,7 milljón tonn. Það jafngildir þrefaldri losun vegna vegasamgangna á ári hverju. Í baráttunni við loftslagsbreytingar fáum við vart betra vopn í hendur en endurnýjanlegu orkuna okkar, m.a. til að framleiða neysluvörur í orkufrekum iðnaði og draga þannig úr kolefnisspori þeirra. Losun vegna áls sem framleitt er hér á landi er allt að tífalt minni en áls sem framleitt er með kolaorku, svo dæmi sé tekið. Neytendur og stjórnvöld um allan heim gera æ ríkari kröfur um að vörur séu framleiddar með sjálfbærni að leiðarljósi. Endurnýjanlegar orkuauðlindir veita Landsvirkjun og viðskiptavinum fyrirtækisins þannig samkeppnisforskot á flestar aðrar þjóðir. Leggjum okkar af mörkum Við hjá Landsvirkjun erum staðráðin í því að halda áfram að leggja okkar af mörkum til loftslagsmála með því að vinna rafmagn úr endurnýjanlegum auðlindum með mjög lágt kolefnisspor. Það bætir vistspor vöru og þjónustu sem nýtir þá orku. Auk þess vinnum við með ábyrgum hætti að því að draga úr þeirri losun sem enn verður vegna starfsemi okkar. Við berum öll ábyrgð á að grípa til aðgerða og draga úr sóun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda. Jóna Bjarnadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Samfélags og umhverfis og Tinna Traustadóttir er framkvæmdastjóri sviðs Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun