Körfubolti

Tryggvi öflugur í tapi Zaragoza

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Tryggvi Snær í leik með íslenska landsliðinu.
Tryggvi Snær í leik með íslenska landsliðinu. FIBA

Casademont Zaragoza, sem Tryggvi Hlinason leikur með, tapaði í jöfnum leik gegn Joventut Badalona í spænsku úrvalsdeildinni í dag, 84-78.

Zaragoza, sem sat fyrir leikinn í þrettánda sæti ACB deildarinnar, þurfti sigur eftir brösulegt gengi í upphafi tímabils. Eftir góðan sigur í síðasta leik þá lentu leikmenn Zaragoza á vegg í fjórða leikhluta í kvöld og niðurstaðan tap. Tryggvi Hlinason, landsliðsmiðherji, átti fínan leik og skoraði átta stig og tók sjö fráköst á rúmum 20 mínútum spiluðum.

Það voru leikmenn Joventut sem byjuðu betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta, 20-17. Joventut var mikið að finna gamla brýnið Ante Tomic undir körfunni með góðum árangri. Zaragoza vann svo fjórðung númer tvö og staðan í hálfleik var 35-35.

Í síðari hálfleik reyndust svo Joventut sterkari. Joventut vann þriðja leikhlutann 20-17, lokaleikhlutann 29-26 og þar með leikinn 84-78. Ante Tomic var atkvæðamestur hjá Joventut með 24 stig en hjá Zaragoza var það Adam Waczynski sem var stigahæstur með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×