Naumt tap íslensku stelpnanna í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2021 17:40 Þóra Kristín Jónsdóttir verður í stóru hlutverki í leiknum í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Íslenska kvennalandsliðið tapaði naumlega þegar liðið hóf leik gegn Rúmenum í undankeppni EuroBasket 2023. Lokatölur urðu 64-59. Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a> Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira
Íslenska liðið var án tveggja sinna öflugustu leikmanna síðustu ár, landsliðsfyrirliðanum Helenu Sverrisdóttur og landsliðsmiðherjanum Hildi Björg Kjartansdóttur. Yngri og óreyndari leikmenn fengu því í staðinn tækifæri í dag. Rúmenska liðið fór betur af stað og setti niður fyrstu sex stig leiksins, en íslensku stelpurnar fóru fljótt í gang eftir það og jafnræði var með liðunum út fyrsta leikhluta. Munurinn var því aðeins tvö stig að honum loknum, 16-14. Annar leikhluti var heldur tíðindalítill, en liðin skoruðu samtals aðeins 21 stig. Rúmenska liðið náði mest sjö stiga forskoti, en íslensku stelpurnar minnkuðu muninn á ný og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 26-25, Rúmeníu í vil. Báðum liðum gkk betur að safna stigum í þriðja leikhluta og íslensku stelpurnar komust yfir í fyrsta skipti í leiknum í upphafi seinni hálfleiks þegar þær komust í 29-26. Rúmenska liðið náði forystunni á ný, en íslensku stelpurnar skoruðu sjö seinustu stig leikhlutans og fóru með eins stig forskot inn í lokaleikhlutann, 45-46. Mikið jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum, en Rúmenarnir virtust þó alltaf vera skrefi á undan. Íslensku stelpurnar gerðu þó vel í að halda sér inni í leiknum og munurinn aðeins eitt stig þegar um mínúta var eftir. Rúmesnku stelpurnar settu þá þrjú stig niður og íslensku stelpurnar fjórum stigum á eftir þegar tæpar tíu sekúndur voru til leiksloka. Íslensku stelpurnar náðu ekki að nýta næstu sókn og það voru því heimakonur sem fögnuðu sigri, en lokatölur urðu 65-59. Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest í íslenska liðinu með 17 stig ásamt því að taka 11 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu á Youtube og hægt er að horfa á hann í spilaranum hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=JKvCasD3TqY">watch on YouTube</a>
Körfubolti EM 2023 í körfubolta Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti Fleiri fréttir „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Sjá meira