Hita upp fyrir Olís deild karla í kvöld: Flugu Valsmenn of hátt? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2021 12:00 Þorgils Jón Svölu Baldursson skorar fyrir Val en Valsliðið tapaði sínum fyrsta leik í síðustu umferð. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta fer aftur af stað í kvöld eftir æfingapásu íslenska landsliðsins og það eru fimm leikir í kvöld. Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir umferðina í aukaþætti Seinni bylgjunnar. „Við ætlum að renna yfir þessa sjöundu umferð eftir smá landliðsæfingapásu. Gott að fá boltann af stað aftur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er geggjað. Vonandi hafa liðin náð að spila sig saman, æfa vel og mæta tilbúin í þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er risa miðvikudagur með fimm leikjum,“ sagði Stefán Árni en þeir fóru síðan saman yfir alla leikina einn af öðrum. Stjörnumenn eru á toppnum í deildinni með fullt hús eftir fimm leiki. „Þeir hafa verið þetta spútniklið í vetur. Þeir hafa verið að spila vel og hafa verið að spila á móti góðum liðunum eins og Val. Þeir líta hrikaleg vel út og eiga líka nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn Upphitunarþáttur fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta er nú kominn inn á Vísi og er hann aðgengilegur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta Stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og FH á Hlíðarenda í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45. „Förum í risaleikinn. Valur og FH í Origo höllinni. Valsmenn hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en tapa samt í síðustu umferð á móti Stjörnumönnum. Hvað sjáum við þarna,“ spurði Stefán Árni. „Það er engin spurning að þetta er stórleikurinn í umferðinni. Það verður virkilega skemmtilegt að sjá hvernig Valur kemur til baka eftir þetta tap á móti Stjörnunni. Hvort þetta var einn leikur sem þeir eiga lélegan eða hvort við erum að fara að sjá að þeir hafi flogið of hátt í byrjun tímabilsins,“ sagði Ásgeir Örn. „FH-ingar eru að spila rosalega þétta og góða vörn. Þeir eru háir og þungir inn á miðjunni og svo með geggjaðan markmann fyrir aftan sig. Þetta hentar Völsurunum ekkert rosalega vel. Valsmenn eru með tiltölulega lágvaxna létta leikmenn sem eru mikið að fara í þessar beinu árásir maður á mann. Leikurinn kemur til með að vinnast þarna tel ég,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4) Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
„Við ætlum að renna yfir þessa sjöundu umferð eftir smá landliðsæfingapásu. Gott að fá boltann af stað aftur,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Það er geggjað. Vonandi hafa liðin náð að spila sig saman, æfa vel og mæta tilbúin í þetta,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Þetta er risa miðvikudagur með fimm leikjum,“ sagði Stefán Árni en þeir fóru síðan saman yfir alla leikina einn af öðrum. Stjörnumenn eru á toppnum í deildinni með fullt hús eftir fimm leiki. „Þeir hafa verið þetta spútniklið í vetur. Þeir hafa verið að spila vel og hafa verið að spila á móti góðum liðunum eins og Val. Þeir líta hrikaleg vel út og eiga líka nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn Upphitunarþáttur fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta er nú kominn inn á Vísi og er hann aðgengilegur hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir sjöundu umferð Olís deildar karla í handbolta Stórleikur umferðarinnar er leikur Vals og FH á Hlíðarenda í kvöld sem verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 19.45. „Förum í risaleikinn. Valur og FH í Origo höllinni. Valsmenn hafa verið virkilega góðir á tímabilinu en tapa samt í síðustu umferð á móti Stjörnumönnum. Hvað sjáum við þarna,“ spurði Stefán Árni. „Það er engin spurning að þetta er stórleikurinn í umferðinni. Það verður virkilega skemmtilegt að sjá hvernig Valur kemur til baka eftir þetta tap á móti Stjörnunni. Hvort þetta var einn leikur sem þeir eiga lélegan eða hvort við erum að fara að sjá að þeir hafi flogið of hátt í byrjun tímabilsins,“ sagði Ásgeir Örn. „FH-ingar eru að spila rosalega þétta og góða vörn. Þeir eru háir og þungir inn á miðjunni og svo með geggjaðan markmann fyrir aftan sig. Þetta hentar Völsurunum ekkert rosalega vel. Valsmenn eru með tiltölulega lágvaxna létta leikmenn sem eru mikið að fara í þessar beinu árásir maður á mann. Leikurinn kemur til með að vinnast þarna tel ég,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4)
Leikirnir í sjöundu umferð Olís deildar karla: Miðvikudagurinn 10. nóvemner 18.00 KA - Fram 18.00 HK - Selfoss (Beint á Stöð 2 Sport 4) 19.30 Grótta - Stjarnan 19.30 Víkingur - Fram 19.45 Valur - FH (Beint á Stöð 2 Sport) Fimmtudagurinn 11. nóvember 18.00 ÍBV - Afturelding (Beint á Stöð 2 Sport 4)
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira