Handbolti

HK lagði Stjörnuna örugglega að velli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir.
Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir. VÍSIR/BÁRA

HK vann nokkuð öruggan sigur á Stjörnunni í Olís deildinni í handbolta í dag þegar liðin mættust í Kórnum.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með en þegar líða fór á fyrri hálfleik náðu heimakonur yfirhöndinni. Staðan í leikhléi 16-12.

Stjörnukonur neituðu að hefast upp en HK sigldi aftur fram úr þegar líða tók á síðari hálfleik og fór að lokum svo að HK vann sex marka sigur, 34-28.

Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir var markahæst hjá HK með tíu mörk og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir gerði níu mörk. Lena Margrét Valdimarsdóttir atkvæðamest gestanna með sjö mörk.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.