Leiðtogar Norðurlanda heita auknu samstarfi í öryggismálum Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2021 19:20 Leiðtogar Norðurlandanna segja nauðsynlegt að læra af covid faraldrinum og auka samstarf ríkjanna í öryggismálum og viðbrögðum við alls kyns kreppum. norðurlandaráð Leiðtogar norrænu ríkjanna lögðu áherslu á aukið samstarf um neyðarviðbúnað og annan viðbúnað á fundi Norðurlandaráðs í dag. Ríkin búi sig undir alls konar neyðarástand og kreppur, hvort sem þær eru af völdum manna eða náttúru. Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu forsætisráðherra Norðurlandanna og oddvita sjálfstjórna Álandseyja, Færeyja og Grænlands kemur fram að aukið samstarf gæti til dæmis falið í sér úrræði til að tryggja aðgengi að hreinu vatni og öruggum matvælum – og nægilegum lækningabúnaði til að takast á við heimsfaraldur. Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og Katrínu Jakobsdóttir forsætisráðherra eru sammála um að læra af reynslunni af kórónuveirufaraldrinum með því að efla samstarf Norðurlandanna í kreppum ýmis konar.EPA-EFE/MADS CLAUS RASMUSSEN DENMARK OUT Mette Fredriksen forsætisráðherra Danmerkur segir heimsfaraldurinn hafa verið sögulega áskorun sem draga ætti lærdóm af þannig að Norðurlönd yrðu betur búin undir kreppur í framtíðinni. Í umræðum í þingsal sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kórónuveirufaraldurinn hafa sýnt bæði styrkleika og veikleika norræns samstarfs. Í upphafi faraldurins hafi hvert ríki eðlilega fyrst og fremst hugað að öryggi sinna borgara. Hún vísaði til nýlegar viðhorfskönnunar á Norðurlöndunum. Katrín Jakobsdóttir segir aðgerðir íslenskra stjórnvalda þar sem allir hafi lotið sömu reglum hafa gefist vel.(Mads Claus Rasmussen/ Ritzau Scanpix via AP „Þá var gripið til þess að loka landamærum. Við sjáum það núna á þessari mikilvægu könnun sem verið hefur gerð að þetta olli ákveðnu vantrausti hjá fólkinu okkar. Það er vant því að geta farið á milli landa og að Norðurlöndin séu í raun eitt svæði,“ sagði Katrín Eftir því sem leið á faraldurinn hafi samstarf þjóðanna hins vegar færst í aukana vegna náinna tengsla stjórnmálamanna og embættismanna. Í fyrirspurnatíma til Katrínar kom fram gagnrýni á hin Norðurlöndin fyrir hversu lengi landamæri þeirra hafi verið lokuð á meðan Ísland hefði verið tiltölulega opið. Ísland hafi ekki stuðst við litakóðunarkerfi eins og hin Norðurlöndin og ekki lokað á ferðir fólks á milli einstakra landa og svæða eins og Danir lokuðu til dæmis á Svía. „Þannig að á endanum tókum við bara upp eitt kerfi fyrir alla. Mörgum þótti það íþyngjandi. Það fól í sér að fara í próf, fara í sóttkví og taka annað próf. Í dag erum við enn með það kerfi fyrir óbólusetta. Bólusettir þurfa bara að koma með neikvætt próf en þetta hefur gefist gríðarlega vel,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Norðurlandaráð Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Hafnaði lægstu tilboðum í brúasmíði á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Sjá meira
Norðurlöndin hefðu getað unnið meira saman í faraldrinum Sigurður Ingi Jóhannsson samstarfsráðherra Norðurlandanna segir að Norðurlöndin hefðu getað haft með sér meira samstarf á tímum covid faraldursins. Öryggis- og varnarmál hafi fengið aukna athygli í samstarfi Norðurlandanna á undanförnum árum. 3. nóvember 2021 14:27