Körfubolti

ÍR og Haukar áfram eftir góða útisigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sigvaldi átti frábæran leik í kvöld.
Sigvaldi átti frábæran leik í kvöld. Vísir/Bára Dröfn

ÍR og Haukar eru komin í 8-liða úrslit VÍS-bikars karla í körfubolta eftir góða útisigra á Akureyri og Ísafirði.

ÍR-ingar mættu galvaskir á Akureyri þar sem þeir mættu heimamönnum í Þór. Fór það svo að ÍR vann 13 stiga sigur, lokatölur 89-102.

Sigvaldi Eggertsson og Shakir Marwan Smith voru stigahæstir í liði ÍR með 26 stig hvor. Þá gaf Smith átta stoðsendingar. Hjá Þór var Atla Bouna Black Ndiaye stigahæstur, einnig með 26 stig.

Á Ísafirði mættust Vestri og Haukar. Heimamenn leika í efstu deild á meðan gestirnir féllu niður í B-deild á síðasta tímabili. 

Það var þó ekki að sjá á liðunum í kvöld en gestirnir voru mikið mun betri framan af. Heimamenn klóruðu í bakkann í fjórða leikhluta en allt kom fyrir ekki, lokatölur 75-80.

Jose Mdeina Aldana var stigahæstur í liði Hauka með 25 stig. Julio Calver De Assis Afonso var stigahæstur í liði heimamanna með 21 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×