DeMar DeRozan sá til þess að Utah Jazz tapaði sínum fyrsta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 31. október 2021 09:34 DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls í nótt. Cole Burston/Getty Images DeMar DeRozan fór fyrir liði Chicago Bulls er liðið varð fyrst allra til að leggja Utah Jazz á tímabilinu í NBA-deildinni í körfubolta í nótt, 107-99. Alls fóru fram ellefu leikir í nótt. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira
Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik í leik Chicago Bulls og Utah Jazz í nótt, en að loknum tveim leikhlutum var staðan 57-54, Utah í vil. Það var þó helst flottur þriðji leikhluti sem skilaði Chicago sigrinum þar sem þeir héldu andstæðingum sínum í aðeins 15 stigum og settu sjálfir niður 25. Lokatölur urðu eins og áður segir 107-99 og fyrsta tap Utah Jazz á tímabilinu því staðreynd. DeMar DeRozan setti niður 32 stig fyrir Chicago og tók auk þess sex fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Í liði Jutah var Donovan Mitchell atkvæðamestur með 30 stig. DeMar DeRozan (32 PTS, 6 REB, 3 AST) and the @chicagobulls defeat the final unbeaten team to improve to 5-1 on the season!Zach LaVine: 26 PTS, 5 REB, 5 ASTNikola Vucevic: 16 PTS, 12 REBDonovan Mitchell: 30 PTS, 7 REB, 6 AST pic.twitter.com/F5sHHxglia— NBA (@NBA) October 31, 2021 Leikur Boston Celtics og Wahington Wizards bauð upp á tvöfalda framlengingu þar sem að þeir síðarnefndu höfðu betur 115-112. Leikurinn var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, en þegar flautað var til hálfleiks höfðu Washington-menn sex stiga forskot. Sama jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og að loknum fjórum leikhlutum var allt jafnt, 103-103. Ekki tókst að skilja liðin að í einni framlengingu, svo grípa þurfti til annarrar til að knýja fram sigurvegara. Þar höfðu Washington-menn betur og fögnuðu því góðum þriggja stiga sigri. Bradley Beal fór fyrir sóknarleik Washington og skoraði 36 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar, en í liði Boston var það Jaylen Brown sem var stigahæstur með 34 stig. 🏀 FINAL SCORE THREAD 🏀Bradley Beal (36 PTS, 7 REB, 6 AST) and the @WashWizards hold on in double-overtime to extend their win-streak to 3 games!Spencer Dinwiddie: 20 PTS, 9 REBMontrezl Harrell: 20 PTS, 14 REBKyle Kuzma: 17 PTS, 17 REB pic.twitter.com/iEUFZHfNtC— NBA (@NBA) October 31, 2021 Jimmi Butler var atkvæðamestur í liði Miami Heat þegar liðið lagði Memphis Grizzlies með 26 stiga mun, 129-103. Butler setti niður 27 stig, tók fimm fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Miami-menn voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna og settu niður hvorki meira né minna en 21 þrist. The @MiamiHEAT get red-hot from distance, knocking down 21 triples in their win over Memphis!Jimmy Butler: 27 PTS, 5 REB, 7 AST, 3 STLTyler Herro: 22 PTS, 6 REB, 5 AST, 4 3PMKyle Lowry: 15 PTS, 5 REB, 8 AST, 4 3PMDuncan Robinson: 15 PTS, 5 REB, 5 3PM pic.twitter.com/tiWbG12Tsm— NBA (@NBA) October 31, 2021 Úrslit næturinnar Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Boston Celtics 112-115 Washinton Wizards Orlando Magic 103-110 Detroit Pistons New York Knicks 123-117 New Orleans Pelicans Toronto Raptors 97-94 Indiana Pacers Atlanta Hawks 94-122 Philadelphia 76ers Utah Jazz 99-107 Chicago Bulls Miami Heat 129-103 Memphis Grizzlies San Antonio Spurs 102-93 Milwaukee Bucks Oklahoma City Thunder 82-103 Golden State Warriors Denver Nuggets 93-91 Minnesota Timberwolves Cleveland Cavaliers 92-101 Phoenix Suns
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Sjá meira