„Er að byggja feril sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2021 23:31 Þórir Guðmundur skýst á milli tveggja varnarmanna Njarðvíkur. Vísir/Bára Dröfn Frammistaða Þóris Guðmundar Þorbjarnarsonar – eða Tóta Túrbó eins og hann er kallaður í Vesturbænum – í sigri KR á Njarðvík var til umræðu í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó] Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira
Þórir Guðmundur skoraði 19 stig ásamt því að taka átta fráköst. Var hann með 25 framlagsstig í leik sem KR varð einfaldlega að vinna. Ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda Körfuboltakvölds voru þeir Darri Freyr Atlason og Matthías Sigurðsson með honum í setti. Darri Freyr þjálfaði Þóri Guðmund á síðustu leiktíð og Matthías lék með honum en Þórir var þá að snúa heim eftir fjögur ár í bandaríska háskólaboltanum þar sem hann lék með Nebraska. „Það sem gerðist á þessum tíma (hjá Nebraska) er að hann settist í hlutverk sem eru svona skilyrtari. Þar sem hann er að gera einfaldari hluti og með mjög sérhæft hlutverk. Þú getur ekki beðið Þóri um að gera það í íslensku deildinni, hann er bara of góður. Þú verður að biðja um meira frá honum,“ sagði Darri Freyr og hélt áfram. „Þú vilt að hann sé á boltanum í „pick and roll,“ vilt að hann sé að „slash-a“ á hálfum velli og svo framvegis. Mér finnst hann núna vera að finna þennan takt aftur. Það var kannski búið að þröngva honum í aðeins of lítið eða sérhæft hlutverk hjá Nebraska og hann er aðeins að brjótast út úr þessu.“ Þórir Guðmundur í baráttunni undir körfunni í leik KR og Njarðvíkur.Vísir/Bára Dröfn „Ég held að hann muni bara verða betri. Búið að vera tala eins og hann hafi verið dapur fyrstu fjóra leikina, ég er bara ekkert svo sammála því. Maður tekur eftir því ef hann klikkar á tveimur þristum en á heildina litið myndi ég segja að hann sé búinn að vera á pari og held að hann geti orðið töluvert betri,“ sagði Matthías um fyrrum liðsfélaga sinn. „Ég held það taki mislangan tíma fyrir menn að brjótast út úr ramma eins og hann var í fjögur ár hjá risastórum skóla. Þetta er það stórt batterí og mikið undir í hverjum einasta leik. Það er bara eðlilegt að hann taki sér aðeins lengri tíma. Mér finnst hann búinn að gera það vel. Virðist ekkert fá á hann að eiga upp og niður leiki, hægt og rólega finnst mér hann vera að finna sig í sínu eigin skinni í þessum opna og að einhverju leyti villta íslenska leik,“ sagði bætti hann svo við. „Það má hrósa honum fyrir hvernig hann er að díla við tilfinningar sem fylgja þessu líka. Skrítið að koma frá þjálfara sem var síðast í NBA-deildinni og svo er einhver unglingur sem tekur á móti þér í KR heimilinu og ætlar að fara segja þér hvað þú átt að gera. Hann hefur tekið þessu af miklu æðruleysi og er að byggja ferilinn sinn upp á nýtt sem tilvonandi atvinnumaður ef hann heldur rétt á spilunum,“ sagði Darri Freyr að endingu. Klippa: Körfuboltakvöld: Umræða um Þóri Guðmund [Tóta Túrbó]
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld KR Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Danmörk-Noregur: Velja Danir sér mótherja í undanúrslitunum? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Fleiri fréttir Valur - Haukar | Berjast um að vera með á toppnum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Sjá meira