Erlent

Týndur göngumaður hunsaði símtöl frá viðbragðsaðilum

Samúel Karl Ólason skrifar
Göngumaður á ferð um Colorado. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Göngumaður á ferð um Colorado. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty

Göngumaður sem skilaði sér ekki til byggða úr gönguferð í Colorado í Bandaríkjunum á áætlun hunsaði ítrekað símtöl frá viðbragðsaðilum. Hann eða hún vildi ekki svara númeri sem hann kannaðist ekki við svo björgunaraðilar þurftu að hefja leit að göngumanninum sem skilaði sér sjálfur til byggða.

Hann hafði lagt af stað upp Elbert-fjall og hafði ekki skilað sér aftur til byggða klukkan átta um kvöldið. Ítrekaðar tilraunir til að hringja í hann skiluðu ekki árangri svo björgunarsveitarmenn voru sendir til að leita að honum.

Sú leit skilaði ekki árangri og reyndu þeir aftur morguninn eftir. Þá kom hins vegar í ljós að göngumaðurinn hafði gengið til byggða um nóttina.

Björgunarsveit Lake-sýslu sagði frá atvikinu á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Þar segir að göngumaðurinn hafi villst af leið en fundið bíl sinn um sólarhring eftir að hann lagði af stað. Þá hafði maðurinn ekki hugmynd um að verið væri að leita að honum.

Það var vegna þess að hann vildi ekki svara símtölum björgunarsveitarinnar.

„Ef þú ert á eftir áætlun og færð ítrekuð símtöl frá óþekktu númeri, svaraðu í símann. Þetta gætu verið leitarteymi að reyn að staðfesta að þú sér heill á húfi,“ var skrifað í færslu björgunarsveitarinnar.

Í frétt Washington Post segir að þó nokkrir göngumenn hafi lent í vandræðum í Coloroda að undanförnu. Fyrr í mánuðinum hafi fjölskylda bjargað manni sem hafði fallið niður hlíð. Síðasta laugardag hafi björgunarsveitarmenn bjargað 74 gömlum göngumanni sem hafði fallið af um tíu metra háum kletti og sat fastur í tré. Á sunnudaginn hafi áhöfn þyrlu bjargað göngumanni sem rann til og slasaðist.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.