Hvað segja einræðisherrarnir um Ísrael og Gyðinga? FInnur Thorlacius Eiríksson skrifar 21. október 2021 07:31 Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum. „Síonistastjórnin er banvænt krabbameinsæxli í þessum heimshluta. Hún mun án vafa vera dregin upp með rótum.“ – Ayatolla Ali Khamenei, einræðisherra Írans [1] „[Ísrael er] ófriðarafl í Mið-Austurlöndum, hernámsaðili á arabískum svæðum og sekt um glæpi gegn mannkyni.“ – Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu [2] „Gyðingar fengu heiminn til að muna eftir [helförinni] og allur heimurinn beygir sig fyrir þeim.“ – Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands [3] „Síonísk villimennska er móðgun við heiminn.“ – Miguél Díaz-Canel Bermúdez, einræðisherra Kúbu [4] „Ísrael mun ekki verða lögmætt ríki, jafnvel þótt friði verði komið á.“ – Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands [5] „Hið illa Ísrael, hryðjuverkaríkið Ísrael, ræðst miskunnarlaust og siðlaust á múslima í Jerúsalem.“ – Recep Tayyip Erdogan, einræðisherra Tyrklands [6] Það er engin tilviljun að einræðisherrar heimsins sameinist á þennan hátt í hatri sínu á Ísrael. Andstaðan gegn Ísrael hefur í raun siglt á fasískri undiröldu allt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar en þá hófu Sovétríkin markvisst að dreifa áróðri gegn Ísrael. Þessi áróður dró upp neikvæða mynd af Ísraelsríki sem afsprengi vestrænnar heimsvaldastefnu sem virti ekki mannréttindi. Í þessum búningi fékk andstaðan gegn Ísraelsríki að lokum hljómgrunn meðal lítils hóps róttækra Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísrael er eina raunverulega lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Ísrael virðir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, viðskiptafrelsi og kynfrelsi þegna sinna – sömu mannréttindi og eru fótum troðin af áðurnefndum einræðisherrum. Það er óskandi að vestrænir andstæðingar Ísraels endurskoði afstöðu sína, því með óbreyttri afstöðu gætu þeir verið að grafa undan nákvæmlega þeim gildum sem þeir segjast hafa í hávegum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://apnews.com/article/ali-khamenei-israel-persian-gulf-tensions-tehran-jerusalem-a033042303545d9ef783a95222d51b83 [2] https://www.jpost.com/israel-news/north-korea-threatens-israel-with-merciless-thousand-fold-punishment-489316 [3] https://www.newsweek.com/belarus-president-condemned-israel-saying-world-bows-jews-over-holocaust-1607733 [4] https://twitter.com/diazcanelb/status/1393170961420201985 [5] https://www.memri.org/reports/interview-bashar-al-assad-arab-defense-agreement-should-be-implemented-long-israel-exists-it [6] https://www.algemeiner.com/2021/05/10/turkish-president-erdogan-fans-flames-of-jerusalem-conflict-in-hardline-messages-to-hamas-plo-leaders/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísrael Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í áranna rás hafa ákveðnir þjóðarleiðtogar ítrekað farið ófögrum orðum um Ísraelsríki og Gyðinga. Eftirfarandi eru beinar tilvitnanir í sex þeirra. Glöggir lesendur munu fljótlega átta sig á að enginn þeirra hefur beinlínis gott orðspor þegar kemur að mannréttindamálum. „Síonistastjórnin er banvænt krabbameinsæxli í þessum heimshluta. Hún mun án vafa vera dregin upp með rótum.“ – Ayatolla Ali Khamenei, einræðisherra Írans [1] „[Ísrael er] ófriðarafl í Mið-Austurlöndum, hernámsaðili á arabískum svæðum og sekt um glæpi gegn mannkyni.“ – Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu [2] „Gyðingar fengu heiminn til að muna eftir [helförinni] og allur heimurinn beygir sig fyrir þeim.“ – Alexander Lúkasjenkó, einræðisherra Hvíta-Rússlands [3] „Síonísk villimennska er móðgun við heiminn.“ – Miguél Díaz-Canel Bermúdez, einræðisherra Kúbu [4] „Ísrael mun ekki verða lögmætt ríki, jafnvel þótt friði verði komið á.“ – Bashar al-Assad, einræðisherra Sýrlands [5] „Hið illa Ísrael, hryðjuverkaríkið Ísrael, ræðst miskunnarlaust og siðlaust á múslima í Jerúsalem.“ – Recep Tayyip Erdogan, einræðisherra Tyrklands [6] Það er engin tilviljun að einræðisherrar heimsins sameinist á þennan hátt í hatri sínu á Ísrael. Andstaðan gegn Ísrael hefur í raun siglt á fasískri undiröldu allt frá miðjum sjötta áratug síðustu aldar en þá hófu Sovétríkin markvisst að dreifa áróðri gegn Ísrael. Þessi áróður dró upp neikvæða mynd af Ísraelsríki sem afsprengi vestrænnar heimsvaldastefnu sem virti ekki mannréttindi. Í þessum búningi fékk andstaðan gegn Ísraelsríki að lokum hljómgrunn meðal lítils hóps róttækra Vesturlandabúa. Staðreyndin er hins vegar sú að Ísrael er eina raunverulega lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum. Ísrael virðir tjáningarfrelsi, trúfrelsi, viðskiptafrelsi og kynfrelsi þegna sinna – sömu mannréttindi og eru fótum troðin af áðurnefndum einræðisherrum. Það er óskandi að vestrænir andstæðingar Ísraels endurskoði afstöðu sína, því með óbreyttri afstöðu gætu þeir verið að grafa undan nákvæmlega þeim gildum sem þeir segjast hafa í hávegum. Höfundur skrifar fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Heimildir [1] https://apnews.com/article/ali-khamenei-israel-persian-gulf-tensions-tehran-jerusalem-a033042303545d9ef783a95222d51b83 [2] https://www.jpost.com/israel-news/north-korea-threatens-israel-with-merciless-thousand-fold-punishment-489316 [3] https://www.newsweek.com/belarus-president-condemned-israel-saying-world-bows-jews-over-holocaust-1607733 [4] https://twitter.com/diazcanelb/status/1393170961420201985 [5] https://www.memri.org/reports/interview-bashar-al-assad-arab-defense-agreement-should-be-implemented-long-israel-exists-it [6] https://www.algemeiner.com/2021/05/10/turkish-president-erdogan-fans-flames-of-jerusalem-conflict-in-hardline-messages-to-hamas-plo-leaders/
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun