Körfubolti

Um­fjöllun: Tarbes - Haukar 66-53 | Haukar máttu þola tap í Frakk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson

Haukar töpuðu með 13 stiga mun er liðið sótti Tarbes GB heim í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 66-53 heimaliðinu í vil.

Haukar töpuðu með 13 stiga mun er liðið sótti Tarbes GB heim í Evrópubikar kvenna í körfubolta í kvöld, lokatölur 66-53 heimaliðinu í vil.

Eflaust var einhver flugþreyta í Haukakonum í upphafi leiks en liðið átti mjög erfitt uppdráttar í fyrsta leikhluta. Heimakonur skoruðu hverja körfuna á fætur annarri á meðan sóknarleikur Hauka var einkar stirðbusalegur, staðan að fyrsta leikhluta loknum var 21-11 Tarbes í vil.

Í öðrum leikhluta kviknaði í Haukunum á báðum endum vallarins, tókst þeim að minnka muninn niður í aðeins þrjú stig fyrir hálfleik. Staðan þá 31-28 og ljóst að Hafnfirðingar voru ekki mættir til að láta valta yfir sig.

Síðari hálfleikur byrjaði hins vegar líkt og sá fyrri, heimakonur skoruðu hverja körfuna á fætur annarri á meðan Haukar áttu erfitt uppdráttar sóknarlega. Munurinn var kominn upp í 14 stig fyrir síðasta leikhluta sem Haukar unnu með eins stigs mun og lokatölur 66-53.

Helena Sverrisdóttir fór fyrir sínum konum, skoraði hún 15 stig ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar og taka sex fráköst. Haiden Palmer skoraði 12 stig ásamt því að taka 10 fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Þar á eftir kom Lovísa Henningsdóttir með átta stig og tvö fráköst.

Clementine Claire Samson var stigahæst í liði Tarbes með 25 stig ásamt því að gefa sex stoðsendingar.

Haukar eru á botni L-riðils eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum til þessa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×