Hatursorðræða er ekki til Þórarinn Hjartarson skrifar 20. október 2021 11:01 Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Hjartarson Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Hatursorðræða er lélegt orðatiltæki til þess að takast á við raunveruleg vandamál. Vankantar orðsins snúa ekki að því hversu erfitt er að skilgreina það heldur það að allir hafa sína eigin skilgreiningu, og hugmyndir, um það hvað hatursorðræða sé. Eðli málsins samkvæmt er því engin „rétt“ skilgreining til. Orðið er atlaga gegn tjáningarfrelsi. Það er handahófskennd hugmynd ríkjandi stjórnvalda um það sem þeim mislíkar hverju sinni. N-Kórea sakar hvern þann sem talar gegn ríkinu um hatursorðræðu og refsar brotunum með þeim aðgerðum sem stjórnvöld telja viðeigandi. Sömu sögu má segja til dæmis um Kaþólsku kirkjuna forðum og önnur trúaröfl. Vissulega eru til einstaklingar og samtök sem telja sig geta skapað fullnægjandi skilgreiningu og dregið línuna milli tjáningarfrelsis og hatursorðræðu. Þessir hópar íhuga hins vegar síður hvað slíkt inngrip hefur í för með sér. Orðið er réttlætt með vísan til þess að nauðsynlegt sé að verja jaðarhópa samfélagsins. Fólk sem telur orðið vera mikilvæga stoð í samskiptum vísar til voðaverka nasista um miðbik 20. aldar, þjóðarmorðið í Rwanda 1994, ofsóknir gegn samkynhneigðum og öðrum LGBT hópum, orðræðu í garð múslima og fleira. Upplýsingaöldin veitti okkur aukið frelsi til tjáningar og fólk verður að þola umræðu sem því líkar ekki við. Þegar við þöggum niður orðræðu sem okkur mislíkar hverfur hún ekki sjálfkrafa. Hún fer á staði þar sem ekki er tekist á við hana og þar fær hún að grassera. Samhliða því fer fólk að velta því fyrir sér hvort sú umræða sem ekki megi heyrast hafi eitthvað til síns máls. Það valdeflir varhugaverðar hugmyndir um hvernig skipa skuli samfélag þar sem að svo virðist sem ekki sé hægt að beita sér gegn þeim með rökum og ígrundun. Varhugaverðir stjórnmálamenn með einfaldar lausnir vex fiskur um hrygg við slíkar aðstæður. Þeir sem telja hatursorðræðu vera orðatiltæki sem vert er að beita í samskiptum þurfa að spyrja sig tveggja spurninga: Hvaða hugmyndir telur þú þig ekki vera í stakk búinn til þess að takast á við? Og hvaða ríkisvald telur þú í stakk búið að ákveða til frambúðar hvað þú megir ræða og ekki ræða? Orðið hatursorðræða spillir samskiptum og umræðum um samfélagsleg álitaefni. Fólki er tjáð að við flóknum pólitískum málefnum sé búið að ákveða lausn. Efasemdir og spurningar við þessum lausnum eru litnar hornauga. Þessari þróun hefur tekist að valda miklum skaða í Vestrænum ríkjum undanfarin ár. Því hefur þegar tekist að valdefla popúlísk öfl bæði í Evrópu, Bandaríkjunum og víðar. Reynum að komast hjá því hér á Íslandi. Engin umræðu- og álitaefni þurfa að vera þögguð niður til þess að betrumbæta samfélagið. Ræðum hlutina, sama hversu erfiðar þær umræður munu reynast okkur. Höfundur er þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun