Lífið

Stjörnulífið: Skírn, árshátíð og bleikur föstudagur

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga
Stjörnulífið er liður á Vísi en þar er farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga Samsett/Instagram

Haustið er komið í allri sinni dýrð og má sjá haustlitina áberandi hjá helstu tískuskvísum landsins. 

Árshátíð RÚV var haldin í Perlunni á laugardagskvöld. Saga Garðars og Snorri Helga voru veislustjórar. Emmsjé Gauti tróð upp og fólk virtist skemmta sér mjög vel.

Kolbrún Anna Vignisdóttir sminka á RÚV smellti sér í einkennisliti stöðvarinnar eftir tveggja ára partýhlé.

Sonur Emmsjé Gauta stal algjörlega senunni í flottu tónlistaratriði hans í söfnunarþætti Píeta samtakanna um helgina, Sagan þín er ekki búin.

Birgitta Líf eigandi Bankastræti club, heldur upp á afmælið sitt á Tenerife þessa dagana. 

Birkir Blær heldur áfram að slá í gegn í sænka Idolinu. 

Pattra heldur áfram að njóta lífsins með fjölskyldunni í Izmir.

Fyrirsætan Melkorka Ýrr klikkaði auðvitað ekki á því að mæta í bleiku á Bleikum föstudegi.

Birnir gaf út nýja tónlist á föstudag og hélt svo útgáfupartý á Kornhlöðunni.

Söngdrottningin Svala Björgvins gaf líka út nýja tónlist og nýtt myndband á föstudag.

Kolbrún Pálína tók þátt í auglýsingaherferð fyrir Bleiku slaufuna, sem hönnuð er af Hlín Reykdal í ár.

Sonur Fjölnis Þorgeirssonar og Margrétar Magnúsdóttur var skírður um helgina. Drengurinn fékk nafnið Bjartur. 

Sara Sigmunds fór í hundagöngu með vinkonum sínum Döru og Eik. 

Björk Guðmunds er búin að halda eina tónleika og á þrjá eftir.

Dansarinn Ástrós Rut fór í myndatöku um helgina. 

Ljósmyndarinn Helgi Ómarsson ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 um helgina. Helgi hætti nýlega í átta ára ofbeldissambandi og íhugaði að taka eigið líf.

Milla Ósk Magnúsdóttir, aðstoðarmaður mennta- og menningarmálaráðherra, og Einar Þorsteinsson, fréttamaður á RÚV, eiga von á öðru barni saman. Milla ljómaði með fallega kúlu á árshátíð RÚV um helgina.

Sunneva Einarsdóttir var ótrúlega flott í haustlitunum þegar hún skellti sér út um helgina.

Söngkonan Elísabet Ormslev skoðaði Gullfoss um helgina.

Forsetahjónin tóku á móti bókmenntagestum á Bessastöðum um helgina og mættu helstu rithöfundar landsins ásamt erlendum gestum. 

Nýjasta Crossfit-dóttir okkar Íslendinga, Sóla Sigurðardóttir, sigraði á stóru móti í Madrid um helgina. 

Haraldur Stefánsson birti skemmtilegar myndir frá tökum á Ófærð, en þriðja þáttaröðin var frumsýnd á RÚV í gær.

Flóni kemur líka fram í þáttunum, sem hluti af skuggalegu mótorhjólagengi.


Tengdar fréttir

Sonur Emm­sjé Gauta stal senunni og hljóð­nemanum 

Emmsjé Gauti flutti lagið Tossi af plötunni Mold af mikilli innlifun í söfnunarþætti Píeta samtakanna, Sagan þín er ekki búin, á Stöð 2 í kvöld. Þrátt fyrir góðan flutning Gauta Þeys var það rétt rúmlega tveggja ára gamall sonur hans sem stal senunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×