Körfubolti

Teitur Örlygs segir að KR liðið vanti einn ljóshærðan bakvörð í viðbót

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Teitur Örlygsson horfir í áttina til Matthíasar Orra Sigurðarsonar
Teitur Örlygsson horfir í áttina til Matthíasar Orra Sigurðarsonar S2 Sport

Spekingarnir í Körfuboltakvöldi fóru yfir erfiðleika KR-liðsins í seinni hálfleik á móti Stólunum þar sem Vesturbæjarliðið missti frá sér góða stöðu.

Sóknarleikur KR-liðsins í fyrstu umferðum Subway-deildar í körfubolta var sérstaklega til umræðu í síðasta Körfuboltakvöldi en töpuðu boltarnir eru mikið að koma í bakið á liðinu í upphafi móts.

Teitur Örlygsson og Matthías Orri Sigurðarson voru sérfræðingar Kjartans Atla Kjartanssonar í þættinum og Teitur var með lausnina fyrir KR-inga.

KR er búið að tapa 24 boltum í fyrstu tveimur leikjunum og mótherjarnir hafa skorað 49 stig í beinu framhaldi af þeim.

Klippa: Körfuboltakvöld: Sóknarleikur KR á móti Tindastól

„Kannski eru góðu fréttirnar þær að það er mjög auðvelt að laga þetta,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölds.

„Ég hugsaði strax að það væri gott að vera með einn bakvörð í viðbót og helst ljóshærðan,“ sagði Teitur Örlygsson og horfði í áttina að Matthíasi Orri sem tók sér frí frá körfuboltanum eftir síðustu leiktíð.

„Sem er tilbúinn að fórna líkamanum og fiska ruðning. Það var svo mikið stjórnleysi í þessum leik,“ sagði Teitur.

„Þriðji leikhlutinn var ekki góður hjá KR. Stólarnir lömdu sig inn í leikinn sem var vel gert hjá þeim því það var leyft. Það kom aldrei þessi ró og maður hugsaði að þeir þurfti að koma boltanum inn á Shawn og róa leikinn. Það gekk ekki en ég sá líka á svipmyndunum frá leiknum að Siggi var að gera honum mjög erfitt fyrir,“ sagði Matthías Orri.

Teitur fór yfir það hvernig Sigurði Gunnari Þorsteinssyni tókst svona mikið að trufla leik Bandaríkjamannsins öfluga Shawn Glover.

Hér fyrir ofan má sjá alla umræðuna um KR-liðið og leikinn við Tindastól.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.