Glæðum von og eflum forvarnir gegn sjálfsvígum Sigríður Björk Þormar skrifar 15. október 2021 09:01 Í kvöld hefst söfnunarátak hjá Pietasamtökunum með fræðslu og forvarnaþætti sem sýndur verður í opinni dagskrá á Stöð2 kl. 18:55. Þar munu syrgjendur koma fram og segja sögu sína ásamt aðilum sem deila reynslu sinni af sjálfsvígshugsunum eða tilraunum. Sjálfsvíg eru skilgreind sem dauðsföll sem framkvæmd eru af einstaklingnum sjálfum með einbeittum vilja, með þá ósk í huga að atvikið endi með andláti. Á heimsvísu falla á hverju ári rúmlega 700.000 einstaklingar fyrir eigin hendi eða um 1.3% þeirra sem látast á ársgrundvelli og eru sjálfsvíg að jafnaði þrisvar sinnum algengari meðal karla heldur en kvenna og er sú tala nokkuð stöðug milli landa. Fleiri falla þó líklega fyrir eigin hendi og er þessi tala því sennilega hærri því í sumum samfélögum eru sjálfsvíg skilgreind með þeim hætti að erfitt getur reynst að viðurkenna að um sjálfsvíg hafi verið að ræða og jafnvel geta þau verið ólögleg. Því er ekki víst að dauðsföll allra sem falla fyrir eigin hendi séu skráð sem slík. Hvert dauðsfall er harmleikur sem hefur mikil og oft langvarandi áhrif á þá sem eftir sitja, heilu fjölskyldurnar og stundum heilu samfélögin. Þó að sýnt hafi verið fram á sterk tengsl milli sjálfsvíga og andlegra sjúkdóma eins og þunglyndis eða neyslu þá gerast mörg sjálfsvíg í samhengi við tímabundnar lífskreppur þar sem einstaklingurinn eigir litla eða enga von eða upplifir vanmátt til að geta stigið aftur styrkur í fæturna. Þetta geta til að mynda verið fjárhagslegir erfiðleikar, sambandsslit eða slit á öðrum nánum tengslum, krónískir verkir eða önnur veikindi. Sterkasti spáþáttur sjálfsvígs er þó fyrri tilraun til þess að enda eigið líf. Fordómar gagnvart andlegum vanda og sér í lagi sjálfsvígshugsunum hafa ráðið ríkjum í samfélögum gegnum árin en horfir nú til betri vegar með aukinni fræðslu og innsýn og hafa Pietasamtökin lyfti Grettistaki í þeim málum. Fordómar hafa í gegnum tíðina orðið til þess að margir sem stríða við þessar hugsanir hafa ekki leitað sér aðstoðar fyrr en í óefni er komið eða leita sér aldrei aðstoðar og enda með því að taka eigið líf. Forvarnir í sjálfsvígsmálum eru sífellt að aukast, aukin umræða í samfélaginu og eyðing fordóma er lykilatriði í því að opna umræðuna og styrkja þannig einstaklinga í því að leita sér viðeigandi aðstoðar. Mikilvægt er að lönd hafi yfirlýsta stefnu í sjálfsvígsforvarnamálum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga verið að meðaltali 39 á ári. Sé litið til tíu ára þar á undan (2001-2010) voru sjálfsvíg að meðaltali 35 á ári en erfitt er að staðhæfa að um marktæka breytingu sé að ræða. Ef litið er á tíðni sjálfsvíga í mismunandi aldurshópum undanfarinn áratug (2011-2020) sést að sjálfsvíg karla voru tíðust í aldurshópnum 30-44 ára og hjá konum tíðust meðal 60 ára og eldri. Áratuginn á undan, var dreifing sjálfsvíga eftir aldri aðeins önnur. Þá voru sjálfsvíg tíðust hjá körlum á aldrinum 45-59 ára og hjá konum í sama aldurshópi. Meðalaldur sjálfsvíga hefur því færst nokkuð niður hjá báðum kynjum en athygli vekur að ungir karlmenn virðast nú vera í meiri áhættuhópi en áratuginn á undan. Við erum því að sjá alvarlega þróun í sjálfsvígum síðastliðin 10 ár þar sem sjálfsvígum ungra karlmanna fer fjölgandi. Sjálfsvíg í yngstu aldurshópunum 15 – 29 ára eru hlutfallslega færri heldur en hjá þeim sem eldri eru en hlutdeild sjálfsvíga í öllum andlátum þessa aldurshóps er mun hærri. Þannig skýrðu sjálfsvíg ríflega þriðjung andláta einstaklinga í þessum aldurshópi undanfarinn áratug og er þar ein algengasta dánarorsökin. Þarna er mikilvægt að samfélagið, heilbrigðis og félagsþjónustan og félagasamtök eins og Pietasamtökin taki höndum saman til að sporna við þessari þróun. Center for Disease Control í Bandaríkjunum birti á dögunum rannsókn þar sem fram kemur að sjálfsvíg ungs fólks í Bandaríkjunum hefur aukist um 30% milli áranna 2000 til 2016 og lýsa þau yfir sérstökum áhyggjum af unglingum með tilkomu aukinni notkunar samfélagsmiðla og þar með aukins kvíða og þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Frekari rannsóknar er þörf til að skoða hvort þessi þróun viðhaldist og hverjar séu nákvæmlega orsakirnar. Sjálfsvíg eru því alvarlegur lýðheilsuvandi sem jafnframt ætti að vera fyrirbyggjanlegur með góðum forvörnum og sannreyndum meðferðarinngripum. Til að slík nálgun sé sem árangursríkust er mikilvægt að ólíkar einingar í samfélaginu starfi vel saman. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin mælir með eftirfarandi til að stuðla að velgengni sjálfsvígsforvarna; að gætt sé að því að takmarka aðgengi að skaðandi tólum eða efnum s.s. vopnum, eitri eða lyfjum í óeðlilegum skömmtum, að samstarf sé haft við fjölmiðla um ábyrgðarfullan fréttaflutning og unnið sé markvisst að því að styrkja unga fólkið okkar í lífsleikni og stuðla að uppbyggingu félagslegrar færni og tilfinningatjáningar. Jafnframt er lögð áhersla á að ekki sé bið eftir greiningu á vanda, mati á honum eða úrræðum til að meðhöndla hann ásamt góðri eftirfylgni. Með árangursríkri samvinnu á milli eininga samfélagsins, kynningu og fræðslu á málefninu, uppbyggingu sérhæfðra úrræða, aðgengi að fjármagni til uppbyggingar forvarna ásamt árangursríku eftirliti, stöðu og endurmati má sporna við þessari lýðheilsuvá. Engin ein eining getur mætt þessum flókna og viðkvæma vanda á fullnægjandi hátt. Pieta samtökin taka árlega á móti um 600 manns sem leita eftir stuðningi á myrkustu stundum lífs síns. Um er að ræða einstaklinga sem finna fyrir erfiðum hugsunum og jafnvel bugun og enn fleiri leita stuðnings í gegnum Píetasímann. Pietasamtökin hafa því mætt þarna þörf í samfélaginu sem er sýnileg, áríðandi og mikilvæg. Hjá samtökunum fer enginn á biðlista og starfsfólk leggur sig fram um að vera til staðar þegar lífið er erfitt. Píeta er alltaf á vaktinni til að hjálpa þér að glæða von. Í þessu söfnunarátaki Pietasamtakanna tökum við á móti frjálsum framlögum einstaklinga á reikningnum 0301-26-041041 og er kennitala samtakanna 410416-0690 www.iasp.info www.landlaeknir.is Miron O, Yu K, Wilf-Miron R, Kohane IS. Suicide Rates Among Adolescents and Young Adults in the United States, 2000-2017. JAMA. 2019;321(23):2362–2364. doi:10.1001/jama.2019.5054 OECD (2021), Suicide rates (indicator). doi: 10.1787/a82f3459-en (Accessed on 14 October 2021). www.nimh.nih.gov www.who.org Höfundur er doktor í sálfræði og formaður stjórnar Pietasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Í kvöld hefst söfnunarátak hjá Pietasamtökunum með fræðslu og forvarnaþætti sem sýndur verður í opinni dagskrá á Stöð2 kl. 18:55. Þar munu syrgjendur koma fram og segja sögu sína ásamt aðilum sem deila reynslu sinni af sjálfsvígshugsunum eða tilraunum. Sjálfsvíg eru skilgreind sem dauðsföll sem framkvæmd eru af einstaklingnum sjálfum með einbeittum vilja, með þá ósk í huga að atvikið endi með andláti. Á heimsvísu falla á hverju ári rúmlega 700.000 einstaklingar fyrir eigin hendi eða um 1.3% þeirra sem látast á ársgrundvelli og eru sjálfsvíg að jafnaði þrisvar sinnum algengari meðal karla heldur en kvenna og er sú tala nokkuð stöðug milli landa. Fleiri falla þó líklega fyrir eigin hendi og er þessi tala því sennilega hærri því í sumum samfélögum eru sjálfsvíg skilgreind með þeim hætti að erfitt getur reynst að viðurkenna að um sjálfsvíg hafi verið að ræða og jafnvel geta þau verið ólögleg. Því er ekki víst að dauðsföll allra sem falla fyrir eigin hendi séu skráð sem slík. Hvert dauðsfall er harmleikur sem hefur mikil og oft langvarandi áhrif á þá sem eftir sitja, heilu fjölskyldurnar og stundum heilu samfélögin. Þó að sýnt hafi verið fram á sterk tengsl milli sjálfsvíga og andlegra sjúkdóma eins og þunglyndis eða neyslu þá gerast mörg sjálfsvíg í samhengi við tímabundnar lífskreppur þar sem einstaklingurinn eigir litla eða enga von eða upplifir vanmátt til að geta stigið aftur styrkur í fæturna. Þetta geta til að mynda verið fjárhagslegir erfiðleikar, sambandsslit eða slit á öðrum nánum tengslum, krónískir verkir eða önnur veikindi. Sterkasti spáþáttur sjálfsvígs er þó fyrri tilraun til þess að enda eigið líf. Fordómar gagnvart andlegum vanda og sér í lagi sjálfsvígshugsunum hafa ráðið ríkjum í samfélögum gegnum árin en horfir nú til betri vegar með aukinni fræðslu og innsýn og hafa Pietasamtökin lyfti Grettistaki í þeim málum. Fordómar hafa í gegnum tíðina orðið til þess að margir sem stríða við þessar hugsanir hafa ekki leitað sér aðstoðar fyrr en í óefni er komið eða leita sér aldrei aðstoðar og enda með því að taka eigið líf. Forvarnir í sjálfsvígsmálum eru sífellt að aukast, aukin umræða í samfélaginu og eyðing fordóma er lykilatriði í því að opna umræðuna og styrkja þannig einstaklinga í því að leita sér viðeigandi aðstoðar. Mikilvægt er að lönd hafi yfirlýsta stefnu í sjálfsvígsforvarnamálum. Síðastliðinn áratug hefur árlegur fjöldi sjálfsvíga verið að meðaltali 39 á ári. Sé litið til tíu ára þar á undan (2001-2010) voru sjálfsvíg að meðaltali 35 á ári en erfitt er að staðhæfa að um marktæka breytingu sé að ræða. Ef litið er á tíðni sjálfsvíga í mismunandi aldurshópum undanfarinn áratug (2011-2020) sést að sjálfsvíg karla voru tíðust í aldurshópnum 30-44 ára og hjá konum tíðust meðal 60 ára og eldri. Áratuginn á undan, var dreifing sjálfsvíga eftir aldri aðeins önnur. Þá voru sjálfsvíg tíðust hjá körlum á aldrinum 45-59 ára og hjá konum í sama aldurshópi. Meðalaldur sjálfsvíga hefur því færst nokkuð niður hjá báðum kynjum en athygli vekur að ungir karlmenn virðast nú vera í meiri áhættuhópi en áratuginn á undan. Við erum því að sjá alvarlega þróun í sjálfsvígum síðastliðin 10 ár þar sem sjálfsvígum ungra karlmanna fer fjölgandi. Sjálfsvíg í yngstu aldurshópunum 15 – 29 ára eru hlutfallslega færri heldur en hjá þeim sem eldri eru en hlutdeild sjálfsvíga í öllum andlátum þessa aldurshóps er mun hærri. Þannig skýrðu sjálfsvíg ríflega þriðjung andláta einstaklinga í þessum aldurshópi undanfarinn áratug og er þar ein algengasta dánarorsökin. Þarna er mikilvægt að samfélagið, heilbrigðis og félagsþjónustan og félagasamtök eins og Pietasamtökin taki höndum saman til að sporna við þessari þróun. Center for Disease Control í Bandaríkjunum birti á dögunum rannsókn þar sem fram kemur að sjálfsvíg ungs fólks í Bandaríkjunum hefur aukist um 30% milli áranna 2000 til 2016 og lýsa þau yfir sérstökum áhyggjum af unglingum með tilkomu aukinni notkunar samfélagsmiðla og þar með aukins kvíða og þunglyndis hjá þessum aldurshópi. Frekari rannsóknar er þörf til að skoða hvort þessi þróun viðhaldist og hverjar séu nákvæmlega orsakirnar. Sjálfsvíg eru því alvarlegur lýðheilsuvandi sem jafnframt ætti að vera fyrirbyggjanlegur með góðum forvörnum og sannreyndum meðferðarinngripum. Til að slík nálgun sé sem árangursríkust er mikilvægt að ólíkar einingar í samfélaginu starfi vel saman. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin mælir með eftirfarandi til að stuðla að velgengni sjálfsvígsforvarna; að gætt sé að því að takmarka aðgengi að skaðandi tólum eða efnum s.s. vopnum, eitri eða lyfjum í óeðlilegum skömmtum, að samstarf sé haft við fjölmiðla um ábyrgðarfullan fréttaflutning og unnið sé markvisst að því að styrkja unga fólkið okkar í lífsleikni og stuðla að uppbyggingu félagslegrar færni og tilfinningatjáningar. Jafnframt er lögð áhersla á að ekki sé bið eftir greiningu á vanda, mati á honum eða úrræðum til að meðhöndla hann ásamt góðri eftirfylgni. Með árangursríkri samvinnu á milli eininga samfélagsins, kynningu og fræðslu á málefninu, uppbyggingu sérhæfðra úrræða, aðgengi að fjármagni til uppbyggingar forvarna ásamt árangursríku eftirliti, stöðu og endurmati má sporna við þessari lýðheilsuvá. Engin ein eining getur mætt þessum flókna og viðkvæma vanda á fullnægjandi hátt. Pieta samtökin taka árlega á móti um 600 manns sem leita eftir stuðningi á myrkustu stundum lífs síns. Um er að ræða einstaklinga sem finna fyrir erfiðum hugsunum og jafnvel bugun og enn fleiri leita stuðnings í gegnum Píetasímann. Pietasamtökin hafa því mætt þarna þörf í samfélaginu sem er sýnileg, áríðandi og mikilvæg. Hjá samtökunum fer enginn á biðlista og starfsfólk leggur sig fram um að vera til staðar þegar lífið er erfitt. Píeta er alltaf á vaktinni til að hjálpa þér að glæða von. Í þessu söfnunarátaki Pietasamtakanna tökum við á móti frjálsum framlögum einstaklinga á reikningnum 0301-26-041041 og er kennitala samtakanna 410416-0690 www.iasp.info www.landlaeknir.is Miron O, Yu K, Wilf-Miron R, Kohane IS. Suicide Rates Among Adolescents and Young Adults in the United States, 2000-2017. JAMA. 2019;321(23):2362–2364. doi:10.1001/jama.2019.5054 OECD (2021), Suicide rates (indicator). doi: 10.1787/a82f3459-en (Accessed on 14 October 2021). www.nimh.nih.gov www.who.org Höfundur er doktor í sálfræði og formaður stjórnar Pietasamtakanna.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar