Körfubolti

Kyrie Irving mun ekki æfa né spila með Brooklyn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kyrie Irving mun hvorki æfa né spila með Brooklyn Nets nema hann láti bólusetja sig.
Kyrie Irving mun hvorki æfa né spila með Brooklyn Nets nema hann láti bólusetja sig. Steven Ryan/Getty Images

Körfuboltamaðurinn Kyrie Irving, sem leikur með Brooklyn Nets, mun hvorki æfa né spila með liðinu nema hann láti bólusetja sig.

Liðið sendi frá sér tilkynningu í dag þess efnis, en áður hafði verið talið að Irving, sem er ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar, gæti í það minnsta spilað einhverja útileiki fyrir liðið.

Lög í og reglur í New York ríki kveða á um það að íþróttafólk í innanhúsíþróttum þurfi að vera bólusett til að mega spila.

Sean Marks, framkvæmdarstjóri Brooklyn Nets, er skrifaður fyrir tilkynningu félagsins, en þar kemur meðal annars fram að Irving muni ekki taka þátt í neinum æfingum eða leikjum liðsins fyrst hann getur á annað borð ekki tekið fullan þátt í verkefnum félagsins.

Marks tekur einnig fram í tilkynningunni að leikmaðurinn hafi tekið ákvörðunina um að láta bólusetja sig ekki sjálfur, og að félagið virði valfrelsi einstaklingsins.NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.

NBA

Tengdar fréttir

Óbólusettur Irving gæti misst af öllum heimaleikjum Brooklyn Nets

Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, hættir á að missa af heimaleikjum liðsins í vetur þar sem hann er óbólusettur. New York er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem leikmenn í innanhús íþróttum þurfa að vera bólusettir til að mega spila.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.