Óbólusettur Irving gæti misst af öllum heimaleikjum Brooklyn Nets Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2021 15:30 Kyrie Irving er ein af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar. getty/Steven Ryan Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, hættir á að missa af heimaleikjum liðsins í vetur þar sem hann er óbólusettur. New York er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem leikmenn í innanhús íþróttum þurfa að vera bólusettir til að mega spila. Um níutíu prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Irving er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Irving mætti ekki á fjölmiðlaviðburð Brooklyn í gær en svaraði spurningum á Zoom. Hann vildi hann lítið tjá sig um bólusetninguna, sagði að þetta væri persónulegt mál og sagði frekari upplýsinga frá sér að vænta. Hinn stóryrti Stephen A. Smith á ESPN dró hvergi af í gagnrýni sinni á Irving í gær og sagði að Brooklyn ætti einfaldlega að skipta honum í burtu. Lítil not væru í leikmanni sem gæti bara spilað helming leikja liðsins jafnvel þótt hann sé frábær í körfubolta. Trade KYRIE! If he ain't gonna take the vaccine... pic.twitter.com/x3aCrFhogM— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 27, 2021 NBA hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að sannfæra Irving og aðra efasemdarmenn og þeir muni leiða einhvers konar andstöðu gegn bólusetningum. Meðal annarra leikmanna sem hafa greint opinberlega frá því að þeir ætli ekki að láta bólusetja sig eru Jonathan Isaac hjá Orlando Magic og Andrew Wiggins hjá Golden State Warriors. Irving er ein af þremur stórstjörnum í liði Brooklyn ásamt Kevin Durant og James Harden. Á síðasta tímabili var Irving með 26,9 stig, 4,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Irving kom til Brooklyn frá Boston Celtics fyrir tveimur árum. Hann varð meistari með Cleveland Cavaliers 2016 og skoraði körfuna sem tryggði liðinu sinn fyrsta meistaratitil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira
Um níutíu prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Irving er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Irving mætti ekki á fjölmiðlaviðburð Brooklyn í gær en svaraði spurningum á Zoom. Hann vildi hann lítið tjá sig um bólusetninguna, sagði að þetta væri persónulegt mál og sagði frekari upplýsinga frá sér að vænta. Hinn stóryrti Stephen A. Smith á ESPN dró hvergi af í gagnrýni sinni á Irving í gær og sagði að Brooklyn ætti einfaldlega að skipta honum í burtu. Lítil not væru í leikmanni sem gæti bara spilað helming leikja liðsins jafnvel þótt hann sé frábær í körfubolta. Trade KYRIE! If he ain't gonna take the vaccine... pic.twitter.com/x3aCrFhogM— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 27, 2021 NBA hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að sannfæra Irving og aðra efasemdarmenn og þeir muni leiða einhvers konar andstöðu gegn bólusetningum. Meðal annarra leikmanna sem hafa greint opinberlega frá því að þeir ætli ekki að láta bólusetja sig eru Jonathan Isaac hjá Orlando Magic og Andrew Wiggins hjá Golden State Warriors. Irving er ein af þremur stórstjörnum í liði Brooklyn ásamt Kevin Durant og James Harden. Á síðasta tímabili var Irving með 26,9 stig, 4,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Irving kom til Brooklyn frá Boston Celtics fyrir tveimur árum. Hann varð meistari með Cleveland Cavaliers 2016 og skoraði körfuna sem tryggði liðinu sinn fyrsta meistaratitil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Heilt yfir var ég bara sáttur“ Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Fleiri fréttir Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Valur fær öflugan leikmann með gríðarlanga lokka Meistararnir fá góðan liðsstyrk að norðan Benedikt í Fjölni Hilmar Smári og Ægir endursemja við Stjörnuna Sjá meira