Óbólusettur Irving gæti misst af öllum heimaleikjum Brooklyn Nets Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2021 15:30 Kyrie Irving er ein af skærustu stjörnum NBA-deildarinnar. getty/Steven Ryan Kyrie Irving, leikmaður Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta, hættir á að missa af heimaleikjum liðsins í vetur þar sem hann er óbólusettur. New York er ein þeirra borga í Bandaríkjunum þar sem leikmenn í innanhús íþróttum þurfa að vera bólusettir til að mega spila. Um níutíu prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Irving er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Irving mætti ekki á fjölmiðlaviðburð Brooklyn í gær en svaraði spurningum á Zoom. Hann vildi hann lítið tjá sig um bólusetninguna, sagði að þetta væri persónulegt mál og sagði frekari upplýsinga frá sér að vænta. Hinn stóryrti Stephen A. Smith á ESPN dró hvergi af í gagnrýni sinni á Irving í gær og sagði að Brooklyn ætti einfaldlega að skipta honum í burtu. Lítil not væru í leikmanni sem gæti bara spilað helming leikja liðsins jafnvel þótt hann sé frábær í körfubolta. Trade KYRIE! If he ain't gonna take the vaccine... pic.twitter.com/x3aCrFhogM— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 27, 2021 NBA hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að sannfæra Irving og aðra efasemdarmenn og þeir muni leiða einhvers konar andstöðu gegn bólusetningum. Meðal annarra leikmanna sem hafa greint opinberlega frá því að þeir ætli ekki að láta bólusetja sig eru Jonathan Isaac hjá Orlando Magic og Andrew Wiggins hjá Golden State Warriors. Irving er ein af þremur stórstjörnum í liði Brooklyn ásamt Kevin Durant og James Harden. Á síðasta tímabili var Irving með 26,9 stig, 4,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Irving kom til Brooklyn frá Boston Celtics fyrir tveimur árum. Hann varð meistari með Cleveland Cavaliers 2016 og skoraði körfuna sem tryggði liðinu sinn fyrsta meistaratitil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Um níutíu prósent leikmanna í NBA eru bólusettir en Irving er ekki í þeim hópi og ber fyrir sig trúarlegar ástæður. Irving mætti ekki á fjölmiðlaviðburð Brooklyn í gær en svaraði spurningum á Zoom. Hann vildi hann lítið tjá sig um bólusetninguna, sagði að þetta væri persónulegt mál og sagði frekari upplýsinga frá sér að vænta. Hinn stóryrti Stephen A. Smith á ESPN dró hvergi af í gagnrýni sinni á Irving í gær og sagði að Brooklyn ætti einfaldlega að skipta honum í burtu. Lítil not væru í leikmanni sem gæti bara spilað helming leikja liðsins jafnvel þótt hann sé frábær í körfubolta. Trade KYRIE! If he ain't gonna take the vaccine... pic.twitter.com/x3aCrFhogM— Stephen A Smith (@stephenasmith) September 27, 2021 NBA hefur áhyggjur af því að ekki verði hægt að sannfæra Irving og aðra efasemdarmenn og þeir muni leiða einhvers konar andstöðu gegn bólusetningum. Meðal annarra leikmanna sem hafa greint opinberlega frá því að þeir ætli ekki að láta bólusetja sig eru Jonathan Isaac hjá Orlando Magic og Andrew Wiggins hjá Golden State Warriors. Irving er ein af þremur stórstjörnum í liði Brooklyn ásamt Kevin Durant og James Harden. Á síðasta tímabili var Irving með 26,9 stig, 4,8 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik. Irving kom til Brooklyn frá Boston Celtics fyrir tveimur árum. Hann varð meistari með Cleveland Cavaliers 2016 og skoraði körfuna sem tryggði liðinu sinn fyrsta meistaratitil. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Fótbolti Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Fótbolti Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Íslenski boltinn Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Íslenski boltinn „Hrikalega sáttur með þetta“ Fótbolti Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Sport Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Körfubolti Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira