Innlent

Kviknaði í olíu á pönnu hjá tólf ára kokki í Mos­fells­bæ

Atli Ísleifsson skrifar
Takmarkaðar upplýsingar hafi legið fyrir og sendi slökkvilið því talsverðan mannskap á staðinn.
Takmarkaðar upplýsingar hafi legið fyrir og sendi slökkvilið því talsverðan mannskap á staðinn. Getty

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út seinni partinn í gær eftir að eldur hafði kviknað í olíu á pönnu hjá tólf ára kokki í Mosfellsbæ.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði hafði barnið hringt í móður sína sem hafi svo hringt í Neyðarlínuna. Takmarkaðar upplýsingar hafi legið fyrir og sendi slökkvilið því talsverðan mannskap á staðinn.

Nágranna hafði þá tekist að setja lok á pönnuna og þá hafði tekist að slökkva eldinn með léttvatnstæki áður en slökkvilið kom á staðinn.

Mikill reykur hafi þó verið í íbúðinni og vann slökkvilið því að reykræstingu, segir varðstjóri hjá slökkviliði í samtali við fréttastofu.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.