Körfubolti

Tryggvi og félagar steinlágu á Tenerife

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Tryggvi Snær Hlinason
Tryggvi Snær Hlinason vísir/getty

Tryggvi Snær Hlinason og félagar í Zaragoza gerðu ekki góða ferð til Tenerife í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Heimamenn í Tenerife hafa á að skipa sterku liði og þeir mættu tilbúnir til leiks í kvöld og höfðu yfirhöndina nánast frá fyrstu mínútu og til þeirrar síðustu.

Staðan í leikhléi 51-29. Fór að lokum svo að Tenerife vann 25 stiga sigur, 90-65.

Tryggvi Snær lék rúmlega nítján mínútur fyrir Zaragoza og gerði tvö stig. Hann var frákastahæstur gestanna með sex fráköst.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.