Stýrivaxtahækkanir eru eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum til fjármálakerfisins Vilhjálmur Birgisson skrifar 8. október 2021 11:01 Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Það liggur fyrir að svona vaxtahækkun þegar hún hefur skilað sér út að fullu hefur mikil áhrif á hag og ráðstöfunartekjur heimilanna. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á því sem fram kemur í Tíund blaði frá ríkisskattstjóra að íslensk heimili og einstaklingar skulduðu 2.266 milljarða króna árið 2019. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að vaxtahækkanir eru ekkert annað en eignarfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og 0,75% vaxtahækkun þýðir eignartilfærslu sem nemur tæpum 17 milljörðum á ári þegar og ef öll stýrivaxtahækkunin skilar sér í formi hækkunar á vöxtum fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir þessari vaxtahækkun er vegna aukinnar verðbólgu en 12 mánaða verðbólgan í dag er 4,4% en takið eftir að verðbólgan án húsnæðisliðar í vísitölunni er einungis 2,9%. Það liggur fyrir að ástæða fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs sem rekja má til trega sveitarfélaganna til að úthluta lóðum sem hefur leitt til framboðsskorts. Það undarlega í þessu er að við hækkun á fasteignaverði skapast sjálfkrafa hækkun á fasteignagjöldum sem sveitarfélögin fá. Með öðrum orðum lóðaskortur sem leiðir til hækkunar á fasteignaverði skilar sveitafélögunum umtalsvert auknum tekjum og því má segja að sveitarfélögin hafi nánast hvata til að viðhalda lóðaskorti til að ýta undir hækkun á fasteignaverði enda skilar það þeim hærri fasteignagjöldum eins og áður sagði. Tímabundin hækkun í séreignarsjóði betri lausn? Nú segir Seðlabankastjóri að stýrivaxtahækkun sé stýritæki sem þeir beita m.a til að draga úr einkaneyslu til að ná niður verðbólgu. Það má vera rétt, en er nauðsynlegt að gera það með því að ástunda miskunnarlausa eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins. Getum við tekið upp nýtt fyrirkomulag sem Seðlabankinn hefði til að draga úr einkaneyslu almennings til að ná verðbólgu niður. Mitt mat er, já það er svo sannarlega hægt að gera án þess að fjármagn renni ekki í milljarða vís í hvert sinn sem stýrivextir eru hækkaðir til fjármagnseigenda. Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja jafnvel 16 milljarða frá heimilunum eins og þessar vaxtahækkanir munu leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði af launatekjum til að draga tímabundið úr einkaneyslu. Það er ljóst að mun meiri sátt myndi ríkja um það ef Seðlabankinn hefði heimild til að gefa það út að allt launafólk myndi t.d auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,75% af sínum heildarlaunum til að slá tímabundið á einkaneysluna. Upphæðin færi inn á séreignareikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum sem myndi draga úr einkaneyslu. Fjármunirnir væru eftir sem áður eign fólksins. Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður. Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar. Það er morgunljóst að þessi leið myndi tryggja að ekki sé ástunduð grimmileg eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins í skjóli þess að draga þurfi tímabundið úr einkaneyslu almenningsins til að kveða niður verðbólguna. Eina sem þarf til að breyta þessu er kjarkur, vilji og þor, en að sjálfsögðu mun fjármálaelítan leggjast gegn svona hugmyndum þar sem komið yrði í veg fyrir að fjármálakerfið myndi fá að vaða ofan í vasa vinnandi fólks og skuldsettra heimila með skítugum krumlum sínum í hvert sinn og Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivextina. Finnum nýja leið til þess þar sem hagsmunir launafólks og heimilanna verða hafðir í forgrunni en ekki enn og aftur hagsmunir fjármálaelítunnar eins og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Munum að þetta fyrirkomulag Seðlabankans um að draga úr einkaneyslu launafólks til að ná niður verðbólgu er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðveldlega er hægt að breyta. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur þriðja stýrivaxtahækkun Seðlabankans litið dagsins ljós en á nokkrum mánuðum hafa stýrivextir bankans hækkað úr 0,75 prósentum í 1,5 prósent. Það liggur fyrir að svona vaxtahækkun þegar hún hefur skilað sér út að fullu hefur mikil áhrif á hag og ráðstöfunartekjur heimilanna. Í því samhengi er rétt að vekja athygli á því sem fram kemur í Tíund blaði frá ríkisskattstjóra að íslensk heimili og einstaklingar skulduðu 2.266 milljarða króna árið 2019. Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að vaxtahækkanir eru ekkert annað en eignarfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins og 0,75% vaxtahækkun þýðir eignartilfærslu sem nemur tæpum 17 milljörðum á ári þegar og ef öll stýrivaxtahækkunin skilar sér í formi hækkunar á vöxtum fjármálakerfisins. Ástæðan fyrir þessari vaxtahækkun er vegna aukinnar verðbólgu en 12 mánaða verðbólgan í dag er 4,4% en takið eftir að verðbólgan án húsnæðisliðar í vísitölunni er einungis 2,9%. Það liggur fyrir að ástæða fyrir mikilli hækkun húsnæðisverðs sem rekja má til trega sveitarfélaganna til að úthluta lóðum sem hefur leitt til framboðsskorts. Það undarlega í þessu er að við hækkun á fasteignaverði skapast sjálfkrafa hækkun á fasteignagjöldum sem sveitarfélögin fá. Með öðrum orðum lóðaskortur sem leiðir til hækkunar á fasteignaverði skilar sveitafélögunum umtalsvert auknum tekjum og því má segja að sveitarfélögin hafi nánast hvata til að viðhalda lóðaskorti til að ýta undir hækkun á fasteignaverði enda skilar það þeim hærri fasteignagjöldum eins og áður sagði. Tímabundin hækkun í séreignarsjóði betri lausn? Nú segir Seðlabankastjóri að stýrivaxtahækkun sé stýritæki sem þeir beita m.a til að draga úr einkaneyslu til að ná niður verðbólgu. Það má vera rétt, en er nauðsynlegt að gera það með því að ástunda miskunnarlausa eignatilfærslu frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins. Getum við tekið upp nýtt fyrirkomulag sem Seðlabankinn hefði til að draga úr einkaneyslu almennings til að ná verðbólgu niður. Mitt mat er, já það er svo sannarlega hægt að gera án þess að fjármagn renni ekki í milljarða vís í hvert sinn sem stýrivextir eru hækkaðir til fjármagnseigenda. Ég tel að það eigi að breyta þessu þannig að ekki sé verið að draga úr einkaneyslu almennings með þeim hætti að flytja jafnvel 16 milljarða frá heimilunum eins og þessar vaxtahækkanir munu leiða af sér. Það væri miklu skynsamlegra að breyta þessu þannig að Seðlabankinn hefði heimild til að hækka framlag í séreignasjóði af launatekjum til að draga tímabundið úr einkaneyslu. Það er ljóst að mun meiri sátt myndi ríkja um það ef Seðlabankinn hefði heimild til að gefa það út að allt launafólk myndi t.d auka framlag sitt tímabundið í séreignasjóð um 0,75% af sínum heildarlaunum til að slá tímabundið á einkaneysluna. Upphæðin færi inn á séreignareikning viðkomandi launamanns, en með því væri ekki verið að færa milljarða frá almenningi yfir til fjármálakerfisins heldur inn á reikning hjá einstaklingum sem myndi draga úr einkaneyslu. Fjármunirnir væru eftir sem áður eign fólksins. Hvaða sanngirni er í því að það séu bara skuldsett heimili og fyrirtæki sem verða fyrir barðinu á vaxtahækkunum sem á að draga úr einkaneyslu en þeir sem skuldlausir eru leggja ekkert til málanna við að ná verðbólgunni niður. Ég tel það í það minnsta fráleitt að verið sé að færa milljarða til fjármálakerfisins þegar það liggur fyrir að hægt væri að finna önnur stýritæki til að draga úr einkaneyslu almennings án þess að verið sé að færa milljarða frá þeim yfir til fjármálaelítunnar. Það er morgunljóst að þessi leið myndi tryggja að ekki sé ástunduð grimmileg eignartilfærsla frá skuldsettum heimilum yfir til fjármálakerfisins í skjóli þess að draga þurfi tímabundið úr einkaneyslu almenningsins til að kveða niður verðbólguna. Eina sem þarf til að breyta þessu er kjarkur, vilji og þor, en að sjálfsögðu mun fjármálaelítan leggjast gegn svona hugmyndum þar sem komið yrði í veg fyrir að fjármálakerfið myndi fá að vaða ofan í vasa vinnandi fólks og skuldsettra heimila með skítugum krumlum sínum í hvert sinn og Seðlabankinn ákveður að hækka stýrivextina. Finnum nýja leið til þess þar sem hagsmunir launafólks og heimilanna verða hafðir í forgrunni en ekki enn og aftur hagsmunir fjármálaelítunnar eins og núverandi fyrirkomulag kveður á um. Munum að þetta fyrirkomulag Seðlabankans um að draga úr einkaneyslu launafólks til að ná niður verðbólgu er ekkert náttúrulögmál heldur mannanna verk sem auðveldlega er hægt að breyta. Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun