Körfubolti

Teitur varð afi í beinni útsendingu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Annað afabarn Teits Örlygssonar kom í heiminn meðan hann var í loftinu í Subway tilþrifunum í gær.
Annað afabarn Teits Örlygssonar kom í heiminn meðan hann var í loftinu í Subway tilþrifunum í gær. stöð 2 sport

Teitur Örlygsson átti í smá erfiðleikum með að einbeita sér í Tilþrifunum í gær, og það skiljanlega.

Meðan þátturinn var í loftinu varð Teitur nefnilega afi í annað sinn. Dóttir hans eignaðist þá stúlku.

„Þetta minnir mann á hvað skiptir máli þegar maður er að sprikla í þessu körfuboltarugli,“ sagði Teitur þegar Kjartan Atli Kjartansson óskaði honum til hamingju með afastelpuna. Fyrir átti hann einn afastrák.

„Eins og einhver góður maður sagði ef maður hefði vitað ef maður hefði vitað hvað það er gaman að eignast afabörn hefði maður byrjað á því,“ sagði Teitur léttur.

Klippa: Subway tilþrifin - Varð afi í beinni útsendingu

Þeir Kjartan Atli höfðu nóg að fara yfir í Tilþrifunum enda voru þrír af fyrstu fjórum leikjum Subway-deildar karla framlengdir og einn tvíframlengdur.

Fyrstu umferðinni lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Klukkan 18:15 tekur Grindavík á móti Þór Ak. og klukkan 20:15 er komið að leik Tindastóls og Vals á Sauðárkróki. Eftir hann, klukkan 22:00, er Körfuboltakvöld svo á dagskrá á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.