Skotsvæðið Álfsnesi Valgerður Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 20:30 Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skotíþróttir Sjálfstæðisflokkurinn Valgerður Sigurðardóttir Borgarstjórn Deilur um skotsvæðið á Álfsnesi Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Sjá meira
Á Álfsnesi hafa tvö íþróttafélög verið með sína æfingar aðstöðu í yfir tíu ár. Áframhaldandi starfsleyfi fyrir Skotfélag Reykjavíkur gaf Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur út í vor. Leyfið var allt annað en það leyfi sem fyrir var og verulega dregið úr þeim tíma sem hægt var að hafa skotsvæðið opið. Þannig var reynt að daga úr hávaðamengun sem kvartað hefur verið undan. Eins þá hafa félögin sjálf bannað skot sem innihalda blý í til þess að koma í veg fyrir mengun. Leyfið hefur nú verið fellt úr gildi af Úrskurðarnefnd umhverfis og auðlindamála. Því er starfsemi skotfélaganna óheimili á Álfsnesi. Ólympísk íþrótt Við erum ávalt stolt af okkar fólki sem keppir á Ólympíuleikunum og það er ekki langt síðan ég skrifaði grein um það aðstöðuleysi sem frjálsíþróttafólkið okkar býr við hér í Reykjavík. Á síðustu Ólympíuleikum áttum við keppanda í skotfimi sem stóð sig með stakri prýði og virkilega gaman var að fylgjast með. Það sjá það auðvitað allir hversu slæmt það er þegar ekki er til keppnis- og æfingaaðstaða í stærsta sveitarfélagi landsins fyrir íþrótt sem stunduð er af jafn mörgum líkt og á við um skotfimi. Þess má einnig geta að Skotfélag Reykjavíkur er elsta íþróttafélag landsins og hefur haft aðstöðu víða í borgarlandinu. Skothúsvegur dregur nafn sitt af gömlu æfingasvæði félagsins. Við verðum að geta boðið þeim sem búa í sveitarfélaginu upp á fjölbreytta aðstöðu til þess að stunda íþróttir. Við erum öll ólík og sækjumst eftir ólíkum hlutum. Við verðum að passa að þeir fjölmennu hópar sem vilja stunda ólíkar íþróttir geti gert það. Finnum lausn í apríl þá lögðum við Sjálfstæðismenn í borgarráði fram tillögu um það að skipa samráðshóp um framtíð Skotfélags Reykjavíkur. Lagt var til að hópurinn væri skipaður tveimur fulltrúum frá Reykjavíkurborg og tveimur frá Skotfélaginu, til að fara yfir framtíðartilhögun aðstöðunnar og gera tillögu um mögulegt framtíðarsvæði fyrir Skotfélagið. Lögðum við til að samráðshópurinn myndi skila tillögu sinni til borgarráðs fyrir 1. desember 2021. Því miður þá höfum við ekkert heyrt af þessari tillögu okkar sem er bagalegt því ef eftir henni hefði verið unnið þá væri málið eflaust ekki í þeim hnút sem það er núna. Því það eru ekki mörg mál sem ekki er hægt að leysa með samráði og samtali. Á málinu þarf að finnast lausn sem fyrst, ef breyta á skipulagi fyrir svæðið til þess að leyfa starfsemina á því áfram þá verður að byrja þá vinnu strax þar sem hún er tímafrek. Ef ekki er hægt að ná sátt um staðsetninguna á Álfsnesi sem er á skipulögðu hafnar- og iðnaðarsvæði þá verður að finna þegar í stað aðra staðsetningu og á meðan verið er að flytja starfsemina þá þarf að finna leið til þess að hafa opið í Álfsnesi því flutningar á nýtt svæði taka langan tíma og eru gríðarlega kostnaðarsamir. Þar verður Reykjavíkurborg að stíga inn í, í raun er það þannig að Reykjavíkurborg er með öll spil á hendi og það er þeirra að taka næstu skref. Hvaða spilum sem verður spilað út þá verður að finna lausn sem allir eru sáttir við. Hvort svo sem það sé breytt skipulag og áframhaldandi starfsemi þessa félaga á svæðinu í Álfsnesi með betri hávaðamönum þannig að þeir sem búa næst svæðinu verði ekki jafn mikið varir við starfsemina eða hvort verði að finna nýja staðsetningu. Lausn þarf að finnast sem fyrst og um hana þarf að ríkja sátt. Sátt við þá sem búa nálægt svæðinu og sátt við þá sem stunda sína íþrótt á svæðinu. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun