Innlent

„Það hefði liðið yfir fólk ef það hefði komið í ein­hverjum druslum á kjör­stað“

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd er 95 ára.
Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd er 95 ára. VÍSIR

Hinni 95 ára Bertu Maríu þykir miður að sjá útganginn á sumu kjósendum nú til dags. Hún segir nauðsynlegt að fólk haldi í hátíðleikann þegar gengið er til kosninga og gagnrýnir joggingklædda kjósendur.

Margir telja að hér á árum áður hafi fólk tekið kjördegi hátíðlega og flestir klæðst sínu fínasta pússi áður en haldið var á kjörstað. Hin 95 ára Bertha María segir að í dag hafi dregið úr hátíðleikanum. Við settumst niður með Berthu og fengum hana til þess að rifjar upp kjördaga hér á árum áður.

„Það voru allir í fínum fötum og allir tóku þessu hátíðlega á sínum tíma. Fólk var alltaf klætt í sunnudagsfötin og gott ef við fengum ekki nýja lakkskó,“ sagði Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd, 95 ára.

Hún segir að sú sé ekki raunin í dag og þykir miður hve margir hlaupa inn á kjörstað í jogginggallanum nú til dags.

Heldur þú að fólk sé fínt í dag, klæði sig upp og taki þessu jafn hátíðlega? 

„Því miður ekki. Það hleypur bara inn og hugsar best að ljúka þessu af. En það á ekki að vera, mér finnst það ekki.“

„Það hefði liðið yfir fólk ef það hefði komið í einhverjum druslum á kjörstað.“

Heldur þú að það þurfi að halda í hátíðleikann?

„Já. Mér finnst það, mér finnst það endilega.“

Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í kvöld?

„Já ég á heila sérrí flösku frá því á jólunum. Ég ætla að bjóða upp á sérrí.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×