Gengið til kosninga Bergvin Eyþórsson skrifar 24. september 2021 18:30 Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni. Baráttan hefur hleypt kappi í marga Sem endranær er þjóðin ekki á einu máli um hvað sé best fyrir hana en flestir hafa það að markmiði að gera lífið betra og sumir vilja meir að segja gera lífið betra ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur fyrir alla. Bent hefur verið á hvað hefur misfarist, hvað mætti gera betur, hverjir hafi gleymst, hverjir hafi mest fengið og hvort lífskjör okkar hafi batnað. Hlaupið hefur kapp í margan manninn og sumt sem sagt hefur verið er alls ekki til eftirbreytni. Halda verður því til haga að þetta á við fylgisfólk allra flokka og tilgangurinn hefur alltaf verið sá sami. Við fylgjum okkar sannfæringu vegna þess að við viljum það sem okkur finnst vera betra samfélag. Það erum við öll sammála um. Mikið verkefni framundan Hvernig sem til hefur tekist hjá hverjum og einum er staðreyndin sú að við verðum að vinna okkur inn í framtíðina frá þeirri stöðu sem er í dag og gildir þá einu hverju eða hverjum er um að kenna hvernig hún er nú. Margt í okkar samfélagi er gott og ber okkur að vinna saman að því að verja það fyrir okkur og þá sem landið erfa. Að sama skapi ber okkur að snúa bökum saman til að bæta það sem þarf að bæta. Þar er því miður af nógu að taka. Loforð sósíalista Markmið okkar sósíalista er að skapa betra samfélag fyrir alla. Stórkostlegt samfélag. Og það ætlum við að gera, í samvinnu við þá sem hafa sama vilja og sömu hugsjón. Áttu ekki samleið með okkur í þessu? Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnra tækirfæra og jöfnuðar. Þessi markmið sem eru svo einföld og raunhæf og innan seilingar ef við bara höfum kjark og dug köllum við stórkostlegt samfélag. Sköpum stórkostlegt samfélag fyrir alla en ekki bara suma. - Skiljum engan eftir! Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu! X-J Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Skoðun Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni. Baráttan hefur hleypt kappi í marga Sem endranær er þjóðin ekki á einu máli um hvað sé best fyrir hana en flestir hafa það að markmiði að gera lífið betra og sumir vilja meir að segja gera lífið betra ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur fyrir alla. Bent hefur verið á hvað hefur misfarist, hvað mætti gera betur, hverjir hafi gleymst, hverjir hafi mest fengið og hvort lífskjör okkar hafi batnað. Hlaupið hefur kapp í margan manninn og sumt sem sagt hefur verið er alls ekki til eftirbreytni. Halda verður því til haga að þetta á við fylgisfólk allra flokka og tilgangurinn hefur alltaf verið sá sami. Við fylgjum okkar sannfæringu vegna þess að við viljum það sem okkur finnst vera betra samfélag. Það erum við öll sammála um. Mikið verkefni framundan Hvernig sem til hefur tekist hjá hverjum og einum er staðreyndin sú að við verðum að vinna okkur inn í framtíðina frá þeirri stöðu sem er í dag og gildir þá einu hverju eða hverjum er um að kenna hvernig hún er nú. Margt í okkar samfélagi er gott og ber okkur að vinna saman að því að verja það fyrir okkur og þá sem landið erfa. Að sama skapi ber okkur að snúa bökum saman til að bæta það sem þarf að bæta. Þar er því miður af nógu að taka. Loforð sósíalista Markmið okkar sósíalista er að skapa betra samfélag fyrir alla. Stórkostlegt samfélag. Og það ætlum við að gera, í samvinnu við þá sem hafa sama vilja og sömu hugsjón. Áttu ekki samleið með okkur í þessu? Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnra tækirfæra og jöfnuðar. Þessi markmið sem eru svo einföld og raunhæf og innan seilingar ef við bara höfum kjark og dug köllum við stórkostlegt samfélag. Sköpum stórkostlegt samfélag fyrir alla en ekki bara suma. - Skiljum engan eftir! Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu! X-J Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar