Gengið til kosninga Bergvin Eyþórsson skrifar 24. september 2021 18:30 Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni. Baráttan hefur hleypt kappi í marga Sem endranær er þjóðin ekki á einu máli um hvað sé best fyrir hana en flestir hafa það að markmiði að gera lífið betra og sumir vilja meir að segja gera lífið betra ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur fyrir alla. Bent hefur verið á hvað hefur misfarist, hvað mætti gera betur, hverjir hafi gleymst, hverjir hafi mest fengið og hvort lífskjör okkar hafi batnað. Hlaupið hefur kapp í margan manninn og sumt sem sagt hefur verið er alls ekki til eftirbreytni. Halda verður því til haga að þetta á við fylgisfólk allra flokka og tilgangurinn hefur alltaf verið sá sami. Við fylgjum okkar sannfæringu vegna þess að við viljum það sem okkur finnst vera betra samfélag. Það erum við öll sammála um. Mikið verkefni framundan Hvernig sem til hefur tekist hjá hverjum og einum er staðreyndin sú að við verðum að vinna okkur inn í framtíðina frá þeirri stöðu sem er í dag og gildir þá einu hverju eða hverjum er um að kenna hvernig hún er nú. Margt í okkar samfélagi er gott og ber okkur að vinna saman að því að verja það fyrir okkur og þá sem landið erfa. Að sama skapi ber okkur að snúa bökum saman til að bæta það sem þarf að bæta. Þar er því miður af nógu að taka. Loforð sósíalista Markmið okkar sósíalista er að skapa betra samfélag fyrir alla. Stórkostlegt samfélag. Og það ætlum við að gera, í samvinnu við þá sem hafa sama vilja og sömu hugsjón. Áttu ekki samleið með okkur í þessu? Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnra tækirfæra og jöfnuðar. Þessi markmið sem eru svo einföld og raunhæf og innan seilingar ef við bara höfum kjark og dug köllum við stórkostlegt samfélag. Sköpum stórkostlegt samfélag fyrir alla en ekki bara suma. - Skiljum engan eftir! Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu! X-J Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Norðvesturkjördæmi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi. Á morgun göngum við til kosninga og leggjum með því grunn að framtíð okkar, barnanna okkar og barnanna þeirra. Þá er mjög mikilvægt að við höldum halda fókus á þá framtíðarsýn sem við höfum og viljum að verði. Hvernig samfélagi við viljum búa í nú og á morgun og í framtiðinni. Baráttan hefur hleypt kappi í marga Sem endranær er þjóðin ekki á einu máli um hvað sé best fyrir hana en flestir hafa það að markmiði að gera lífið betra og sumir vilja meir að segja gera lífið betra ekki bara fyrir sjálfa sig, heldur fyrir alla. Bent hefur verið á hvað hefur misfarist, hvað mætti gera betur, hverjir hafi gleymst, hverjir hafi mest fengið og hvort lífskjör okkar hafi batnað. Hlaupið hefur kapp í margan manninn og sumt sem sagt hefur verið er alls ekki til eftirbreytni. Halda verður því til haga að þetta á við fylgisfólk allra flokka og tilgangurinn hefur alltaf verið sá sami. Við fylgjum okkar sannfæringu vegna þess að við viljum það sem okkur finnst vera betra samfélag. Það erum við öll sammála um. Mikið verkefni framundan Hvernig sem til hefur tekist hjá hverjum og einum er staðreyndin sú að við verðum að vinna okkur inn í framtíðina frá þeirri stöðu sem er í dag og gildir þá einu hverju eða hverjum er um að kenna hvernig hún er nú. Margt í okkar samfélagi er gott og ber okkur að vinna saman að því að verja það fyrir okkur og þá sem landið erfa. Að sama skapi ber okkur að snúa bökum saman til að bæta það sem þarf að bæta. Þar er því miður af nógu að taka. Loforð sósíalista Markmið okkar sósíalista er að skapa betra samfélag fyrir alla. Stórkostlegt samfélag. Og það ætlum við að gera, í samvinnu við þá sem hafa sama vilja og sömu hugsjón. Áttu ekki samleið með okkur í þessu? Við ætlum að vinna saman sigra sem eiga eftir að lyfta þjóðinni allri til betra lífs, meira réttlætis, jafnra tækirfæra og jöfnuðar. Þessi markmið sem eru svo einföld og raunhæf og innan seilingar ef við bara höfum kjark og dug köllum við stórkostlegt samfélag. Sköpum stórkostlegt samfélag fyrir alla en ekki bara suma. - Skiljum engan eftir! Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu! X-J Höfundur er frambjóðandi Sósíalistaflokksins í NV-kjördæmi.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar