Hvar ætla milljón ökumenn að keyra? Andrés Ingi Jónsson skrifar 22. september 2021 13:16 Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Loftslagsmál Reykjavíkurkjördæmi norður Samgöngur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag? Bíllausi dagurinn er gott tilefni til að velta því fyrir okkur hvernig við sjáum fyrir okkur samgöngur í framtíðinni. Staðan í dag er nefnilega þannig að það er ekki hægt að búa við hana til lengdar. Stundum er sagt að fólk hafi valið einkabílinn. Raunveruleikinn er sá að það voru ákvarðanir stjórnmálafólks sem mótuðu umhverfi fólks, umhverfi sem gerir fólki fátt annað mögulegt en að eiga bíl. Það er sláandi að aðspurð rúm 40% þeirra sem keyra til og frá vinnu á höfuðborgarsvæðinu vilja ferðast með öðrum fararmátum. Þetta fólk velur sér ekki einkabílinn, það er neytt til að nota hann. Þess vegna er svo mikilvægt að byggja upp innviði og skipuleggja byggð þannig að fólki sé gert auðvelt að lifa bíllausum lífsstíl. Ekki bara vegna þess að það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnkar mengun, heldur vegna þess að það er það sem fólk vill. Samgöngur til lengri framtíðar Á laugardaginn geta kjósendur valið á milli fleiri flokka sem sýna metnað í loftslagsmálum en nokkru sinni fyrr. Píratar fara þar fremst og leggja - líkt og allir aðrir metnaðarfullir flokkar - áherslu á að byggja upp almenningssamgöngur innan höfuðborgarsvæðisins, innan allra landssvæða og á milli landshluta. Við viljum byggja upp fyrsta flokks innviði fyrir hjólreiðar, tengja saman landshluta með hjólaleiðum og skipuleggjum net hjólaleiða fyrir ferðamenn og íbúa í öllum landshlutum. Þetta eru sjálfsögð og einföld fyrstu skref. En síðan þarf að hugsa til lengri framtíðar. Það þarf að byggja upp samgöngur næstu áratuga. Í loftslagsstefnu Pírata tölum við um að teikna upp samgöngur framtíðarinnar. Þar þurfum við að horfa til allra lausna - ekki síst að kanna möguleikann á uppbyggingu lestarsamgangna. Það væri gríðarlega stórt og fjárfrekt verkefni, en sama má segja um aðra þætti samgöngukerfis landsins. Lestarkerfi, sem gæti tekið yfir stóran hluta af fólks- og vöruflutningum, myndi létta álagi af vegakerfinu og gæti nýtt hreina innlenda raforku. Fyrsta skrefið gæti verið að tengja saman þéttbýliskjarna í 100 km radíus frá höfuðborgarsvæðinu, þannig að þar byggist upp eitt samhangandi atvinnu- og búsetusvæði. Í framhaldinu væri svo hægt að tengja saman alla landshluta. Framtíðarmúsík, en við þurfum að hugsa til framtíðar. Milljón þurfa meira en bíla Ef við viljum að Ísland vaxi og dafni, að hér búi kannski milljón manns innan nokkurra áratuga, þá þurfum við að svara ýmsum spurningum. Ein sú brýnasta er hvernig fólk á að komast á milli staða. Milljón manna Ísland getur ekki reitt sig á einfaldar vegasamgöngur - og stjórnmálin þurfa strax í dag að hugsa upp betri leiðir. Baráttan gegn loftslagskrísunni krefst mikilla kerfisbreytinga, sem í fyrstu kunna að virðast fjarstæðukenndar. Og hana vantar stórhuga stjórnmálafólk til að kýla breytingarnar í gang og hugsa lengur en í fjögur ár. Höfundur skipar 2. sætið á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun