Sjálfbær orkuframtíð Tinna Traustadóttir og Pétur Blöndal skrifa 22. september 2021 12:31 „Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Áliðnaður Orkumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Sjálfbær orkuframtíð“ er yfirskrift orkustefnu Íslands sem kynnt var í vetur að frumkvæði iðnaðarráðherra, en að henni stóð starfshópur með aðkomu allra þingflokka. Uppleggið var að skapa sátt um framtíðarsýn Íslands í orkumálum. Niðurstaðan var sú að verðmætasköpun af endurnýjanlegum orkuauðlindum væri ein af undirstöðum lífskjara á Íslandi. Til marks um það má nefna að samkvæmt úttekt Samtaka iðnaðarins hefur landsframleiðsla á mann vaxið 50% meira hér á landi en í öðrum ríkjum OECD frá því uppbygging orkusækins iðnaðar hófst fyrir rúmri hálfri öld. Dregið úr efnahagssveiflum Ekki aðeins hafa stoðir efnahagslífsins styrkst, heldur hefur þeim fjölgað með öflugum orkugeira og þannig dregið úr sveiflum sem áður fyrr réðust af aflabrögðum. Þetta kemur vel fram nú þegar harðnað hefur á dalnum vegna heimsfaraldurs. Hækkandi álverð skilar tugum milljarða í auknum útflutningstekjum og verulega bættri afkomu orkufyrirtækja, þar sem orkusamningar eru álverðstengdir að hluta. Horfur góðar í áliðnaði Eftir þungan róður undanfarin ár í rekstri álfyrirtækja, sem meðal annars mátti rekja til offramleiðslu áls í Kína, þá eru horfur góðar í áliðnaði. Ástæðan er heilbrigður vöxtur í eftirspurn áls, sem markast af því að ál er hluti af lausninni í loftslagsmálum. Þannig hefur hlutfall áls í bílaframleiðslu aukist, þar sem ál er léttur en sterkur málmur. Bílarnir verða því sparneytnari og komast lengra á hleðslunni. Ál einangrar byggingar og dregur þannig úr orkuþörf um allt að 50%, auk þess sem það er notað til að lengja endingu lyfja og matar. Þá leiðir ál vel rafmagn og er notað við uppbyggingu raforkumannvirkja, þar með talið hér á landi. Lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu Stundum er þeirri spurningu velt upp hvort ekki sé nóg að endurvinna það ál sem til er í heiminum til að fullnægja eftirspurn. Það byggist á því að það má endurvinna ál aftur og aftur án þess það tapi upprunalegum eiginleikum. Ál er því lykilefniviður í hringrásarhagkerfinu. En þá er því til að svara, að eftirspurnin eykst ár frá ári, auk þess sem ál er endingargóður málmur og gjarnan notað í mannvirki sem ætlað er að standa í langan tíma. Um 75% af öllu áli sem framleitt hefur verið í heiminum er enn í notkun. Unnið gegn loftslagsvánni Í þeirri orkustefnu sem mótuð hefur verið er lögð áhersla á orkuskipti, þar sem jarðefnaeldsneyti víkur fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum, enda séu þau nauðsynleg til að vinna gegn loftslagsvánni sem er ein af stærstu áskorunum sem mannkynið stendur frammi fyrir. Mikilvægt er að þjóðir heims axli sameiginlega ábyrgð á þessum hnattræna vanda og þar hafa Íslendingar mikið fram að færa með orkusæknum iðnaði sem sækir afl í sjálfbæra og endurnýjanlega orku. Tífalt minni losun Nægir að nefna að losun vegna áls sem framleitt er hér á landi með endurnýjanlegri orku losar tífalt minna en ál sem framleitt er með kolaorku í Kína. Þá hefur losun frá íslenskum álverum á hvert framleitt tonn dregist saman um 75% frá árinu 1990 og er svo komið að hvergi er losun vegna álframleiðslu minni í heiminum en hér á landi. Þess vegna skiptir máli að eftirspurn áls á heimsvísu sé mætt að hluta með loftslagsvænu áli frá Íslandi. Forðuð losun vegna orkuvinnslu Landsvirkjunar einnar árið 2020 var metin 2,7 milljón tonn CO₂ ígilda út frá varfærnu mati KPMG, sem er á við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum landsins árlega. Sé orkuvinnslan borin saman við kolaknúna orkuvinnslu, sem er raunin fyrir álframleiðslu í Kína, er sparnaðurinn nær 12 milljónum tonna á hverju ári. Auðvitað leysir álframleiðsla á Íslandi ekki loftslagsvandann á heimsvísu, en með henni leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar. Staðan sterk í áliðnaði Staðan er sterk í áliðnaði hér á landi og það skapar svigrúm til frekari fjárfestinga og viðhalds og sér þess þegar merki í 15 milljarða fjárfestingu Norðuráls í nýjum steypuskála. Er það liður í frekari áframvinnslu áls hér á landi. Nú þegar hafa Ísal og Fjarðaál stigið stór skref í áframvinnslu áls og komist þannig lengra í virðiskeðjunni. Það mun styrkja þann gróskumikla klasa fyrirtækja sem myndast hefur í orkuiðnaði hér á landi, en álverin kaupa að jafnaði vörur og þjónustu fyrir 25 til 40 milljarða kr. af hundruðum innlendra fyrirtækja og er þá orkan undanskilin, en alls nam innlendur kostnaður álvera tæpum 100 milljörðum í fyrra og er fyrirséð að þær gjaldeyristekjur aukast verulega á þessu ári vegna hækkandi álverðs. Öflug raforkufyrirtæki Það hefur reynst Íslendingum farsælt að eiga öflug raforkufyrirtæki með sterka alþjóðlega viðskiptavini, sem hafa staðið fyrir sínu í rúma hálfa öld. Þannig hefur byggst upp öflugt raforkukerfi í okkar afskekkta, fámenna og strjálbýla landi. Það er góður grunnur fyrir framtíðina, hvort sem horft er til grænna starfa eða orkuskipta. Ísland er í þeirri öfundsverðu stöðu að geta mótað sér raunhæfa framtíðarsýn um að verða „land hreinnar orku þar sem öll orkuframleiðsla er af endurnýjanlegum uppruna“, líkt og lagt er fram í Orkustefnunni. Tinna er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Pétur er framkvæmdastjóri Samtaka álframleiðenda á Íslandi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun