Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar 21. september 2021 13:30 Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Í upphafi þessa mánaðar hélt ég stutt erindi á Fundi fólksins til að vekja athygli á kröfum ungs fólks til bjargar líffræðilegum fjölbreytileika. Um 2.200 ungmenni á Norðurlöndunum tóku þátt í að setja fram þessar kröfur. Í sama mánuði fórum við í Ungum umhverfissinnum af stað með verkefnið Sólina sem vakið hefur mikla athygli. Með því vildum við upplýsa almenning um umhverfisstefnur stjórnmálaflokka og leggja áherslu á umhverfis- og loftslagsmál í komandi Alþingiskosningum. Fyrir nokkrum árum fór af stað verkefni sem enn er í gangi í dag. Þar hittast fjöldamörg ungmenni einu sinni í viku til að krefjast aðgerða í loftslagsmálum. Þetta eru nokkur dæmi um það hvernig ungt fólk getur og hefur haft mikil áhrif á gang mála í heiminum. Það er mikilvægt að ungt fólk hafi hátt um þau málefni sem skipta þau máli. Þannig fáum við í gegn þær breytingar sem eru nauðsynlegar til að tryggja framtíð okkar. Ein af þessum nauðsynjum fyrir framtíðina er verndun líffræðilegs fjölbreytileika. Mannkynið á það til að gleyma því að það er hluti af líffræðilegum fjölbreytileika Jarðar. En ég held að það að minna sig reglulega á það setji hlutina í samhengi. Við förum að hugsa um okkur sem hluta af náttúrunni, sem jafningja annarra lífvera. Það er þá ekki lengur náttúran og við, heldur bara náttúran. Náttúran fær að njóta vafans. Einhver gætu spurt við hvað ég á þegar ég segi að mannkynið sé hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. En öll okkar tækni, þekking og jafnvel siðir eru háð náttúrunni. Við verðum fyrir áhrifum náttúrunnar og sömuleiðis verður náttúran fyrir áhrifum frá okkur. Samband milli lífvera jarðarinnar, þar á meðal okkar, skiptir öllu fyrir heilbrigð vistkerfi. Án heilbrigðra vistkerfa falla undirstöðurnar undan samfélagi okkar og öllu því sem mannkynið reiðir sig á. Líffræðilegur fjölbreytileiki er grundvöllur fyrir því að þessi sambönd haldist í jafnvægi og þar með fyrir heilbrigði vistkerfa. Þetta jafnvægi stuðlar til dæmis að mildun loftslags og sjúkdóma en að undanförnu höfum við án efa flest fundið fyrir röskun á þessu jafnvægi hvað það varðar. Án heilbrigðra vistkerfa væri framtíðin frekar dapurleg. Ég veit að ungt fólk hefur áttað sig á því að líffræðilegur fjölbreytileiki er okkur jafn nauðsynlegur og hann er vistkerfunum. Ljóst er að ungt fólk vill breytingar. Það vill að verndun líffræðilegs fjölbreytileika og náttúruvernd verði í brennidepli í öllum ákvarðanatökum. Það veit að líffræðilegur fjölbreytileiki er mikilvæg undirstaða fyrir og í raun partur af samfélagi okkar. Ungt fólk vill eiga möguleika á framtíð með heilbrigðum vistkerfum og sanngjörnu samfélagi. Það veit að samband okkar við náttúruna þarf að breytast til að þetta verði möguleiki. Við þurfum að átta okkur á því að við getum ekki án náttúrunnar verið. Við erum hluti af líffræðilegum fjölbreytileika. Baráttan fyrir verndun líffræðilegrar fjölbreytni er samofin öðrum baráttumálum sem ungt fólk brennur fyrir líkt og loftslagsbreytingum. Ég tel að ungt fólk þurfi að sameinast í sínum baráttumálum; tala saman, skilja hvert annað og ekki síst berjast í sameiningu fyrir því sem er okkur mikilvægt. Unga fólkið mun koma til með að taka við framtíðinni og þess vegna er mikilvægt að það taki þátt í að skapa hana. Höfundur er líffræðingur og náttúruverndarfulltrúi Ungra umhverfissinna og er greinin byggð á erindi sem höfundur hélt á málþinginu: Fjölbreytileiki lífs í nútíð og framtíð. Greinin er hluti af greinaskrifaátaki sem ætlað er að vekja athygli á mikilvægi loftslags- og umhverfismála í komandi kosningum. Öll þau mál sem tekin eru fyrir birtast í SÓLINNI - Einkunnagjöf Ungra umhverfissinna fyrir Alþingiskosningar.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun