Martha Hermannsdóttir: Honum verður ekki að ósk sinni í ár Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2021 16:19 Martha Hermannsdóttir var frábær í liði KA/Þórs í dag. vísir/bára Martha Hermannsdóttir leikmaður KA/Þór var frábær fyrir liðið í dag þegar þær mættu ÍBV í fyrsta leik Olís deildar kvenna. Hún skoraði 9 mörk, þar af eitt af vítalínunni þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Það mark tryggði sigur KA/Þór á móti ÍBV í háspennuleik sem endaði 26-24. Sigurður Bragason þjálfari ÍBV var að vonum svekktur eftir leikinn en gat ekki annað en grínast með að nú þyrfti Martha að fara að hætta. Hún væri of góð. „Hann var að segja að ég þyrfti að fara að hætta þessu. Ég sagði við hann að þetta væri bara svo gaman, hann þekkti það en þetta er frábær sigur. Rut meiddist auðvitað í síðasta leik þannig við hinar þurftum að stíga aðeins upp og taka aðeins meira til okkar. Þá mæðir oft aðeins meira á þessum eldri og reyndari, ég tel mig vera í þeim hóp þannig ég tók það bara og það gekk bara mjög vel,“ sagði Martha kampakát eftir leikinn. Martha var meidd nánast allt síðasta tímabil en gat hjálpað KA/Þór í úrslitakeppninni sem endaði með Íslandsmeistaratitlinum. „Ég er bara loksins góð. Ég kom inn í úrslitakeppnina í fyrra og var frekar óörugg þar sem ég var að stíga upp úr meiðslunum. Maður þorir ekki alveg að beita sér 100% en ég æfði vel í sumar og ég held ég sé bara í toppstandi.“ Spurð út í það hvort Sigurði verði að ósk sinni að hún hætti, brosti Martha og hafði þetta að segja, „Nei honum verður ekki að ósk sinni í ár og jafnvel ekki heldur á næsta ári því ég er að hugsa um að vera með þá líka.“ Leikurinn var mikill spennutryllir og skiptust liðin á að halda í forystuna. „Já þetta var svakalegur leikur. Það var einn aðili að segja mér hérna áðan að það skiptist tólf sinnum á forystunni í leiknum. Þannig forystan var fram og til baka og það sýnir bara að þetta eru jöfn lið. Við vorum dálítið að leka í fyrri hálfleik. Við erum vanar að spila góðan varnarleik og ná góðum hraðaupphlaupum en þær voru að skora dálítið á okkur. Sem betur fer var Matea geggjuð í markinu, hún bjargaði okkur oft á ögurstundum annars hefðu þær jafnvel náð meiri forystu. Við náðum svo að komast yfir í seinni hálfleik og þær jöfnuðu svo aftur. Þannig liðin voru mikið að skiptast á og það sýnir bara að þetta eru tvö geggjuð lið með góða markvörslu.“ Spurð út í deildina telur Martha að það verði fleiri lið sem geti keppt að titlinum. „Þetta verður bara rosalega skemmtileg deild. Það eru mörg lið búinn að styrkja sig og stíga upp. Ég held að allir leikir verði bara baráttuleikir og það verður barátta um að komast í úrslitakeppnina.“ Markmið liðsins og hennar eru klár fyrir mótið. „Við erum búnar að setja okkur það markmið að vera í úrslitakeppninni. Það er erfitt að koma inn í deild og verja titill. Eins og þær sögðu í Seinni Bylgjunni þá var þetta kannski auðveldara í fyrra hjá okkur þar sem við komum frekar óvænt og það var í raun lítill pressa. Nú er pressa á okkur þar sem við erum Íslandsmeistarar en við erum bara með það sterkann hóp að við ætlum að standast þessa pressu og stefnum auðvitað á titilinn aftur. Það sem ég stefni að er að vera heil og vera með, geta spilað og hjálpað liðinu eins og ég get.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Íslenski handboltinn Handbolti KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Sigurður Bragason þjálfari ÍBV var að vonum svekktur eftir leikinn en gat ekki annað en grínast með að nú þyrfti Martha að fara að hætta. Hún væri of góð. „Hann var að segja að ég þyrfti að fara að hætta þessu. Ég sagði við hann að þetta væri bara svo gaman, hann þekkti það en þetta er frábær sigur. Rut meiddist auðvitað í síðasta leik þannig við hinar þurftum að stíga aðeins upp og taka aðeins meira til okkar. Þá mæðir oft aðeins meira á þessum eldri og reyndari, ég tel mig vera í þeim hóp þannig ég tók það bara og það gekk bara mjög vel,“ sagði Martha kampakát eftir leikinn. Martha var meidd nánast allt síðasta tímabil en gat hjálpað KA/Þór í úrslitakeppninni sem endaði með Íslandsmeistaratitlinum. „Ég er bara loksins góð. Ég kom inn í úrslitakeppnina í fyrra og var frekar óörugg þar sem ég var að stíga upp úr meiðslunum. Maður þorir ekki alveg að beita sér 100% en ég æfði vel í sumar og ég held ég sé bara í toppstandi.“ Spurð út í það hvort Sigurði verði að ósk sinni að hún hætti, brosti Martha og hafði þetta að segja, „Nei honum verður ekki að ósk sinni í ár og jafnvel ekki heldur á næsta ári því ég er að hugsa um að vera með þá líka.“ Leikurinn var mikill spennutryllir og skiptust liðin á að halda í forystuna. „Já þetta var svakalegur leikur. Það var einn aðili að segja mér hérna áðan að það skiptist tólf sinnum á forystunni í leiknum. Þannig forystan var fram og til baka og það sýnir bara að þetta eru jöfn lið. Við vorum dálítið að leka í fyrri hálfleik. Við erum vanar að spila góðan varnarleik og ná góðum hraðaupphlaupum en þær voru að skora dálítið á okkur. Sem betur fer var Matea geggjuð í markinu, hún bjargaði okkur oft á ögurstundum annars hefðu þær jafnvel náð meiri forystu. Við náðum svo að komast yfir í seinni hálfleik og þær jöfnuðu svo aftur. Þannig liðin voru mikið að skiptast á og það sýnir bara að þetta eru tvö geggjuð lið með góða markvörslu.“ Spurð út í deildina telur Martha að það verði fleiri lið sem geti keppt að titlinum. „Þetta verður bara rosalega skemmtileg deild. Það eru mörg lið búinn að styrkja sig og stíga upp. Ég held að allir leikir verði bara baráttuleikir og það verður barátta um að komast í úrslitakeppnina.“ Markmið liðsins og hennar eru klár fyrir mótið. „Við erum búnar að setja okkur það markmið að vera í úrslitakeppninni. Það er erfitt að koma inn í deild og verja titill. Eins og þær sögðu í Seinni Bylgjunni þá var þetta kannski auðveldara í fyrra hjá okkur þar sem við komum frekar óvænt og það var í raun lítill pressa. Nú er pressa á okkur þar sem við erum Íslandsmeistarar en við erum bara með það sterkann hóp að við ætlum að standast þessa pressu og stefnum auðvitað á titilinn aftur. Það sem ég stefni að er að vera heil og vera með, geta spilað og hjálpað liðinu eins og ég get.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Íslenski handboltinn Handbolti KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 26-24 | Íslandsmeistararnir byrja titilvörnina á sigri Íslandsmeistarar KA/Þórs hófu titilvörn sína á tveggja marka sigri gegn ÍBV. Lokatölur 26-24 í jöfnum og spennandi leik sem setti tóninn fyrir komandi tímabil. 18. september 2021 15:30